Skrýtin svör og starfsaðferðir Landverndar Hans Kristjánsson skrifar 26. maí 2016 07:00 Fannborg ehf., sem sér um rekstur hálendismiðstöðvar í Kerlingarfjöllum, hefur síðustu 15 ár lagt bæði fé og vinnustundir í að hreinsa og fegra það umhverfi sem það starfar í. Fyrirtækið hefur haft forgöngu um hreinsun Kjalvegar og nágrennis. Það hefur tekið til í fjallgarðinum eftir útgerð Skíðaskólans í Kerlingarfjöllum og nú er svo komið að svæðið, eftir áralöng verkefni í þá veru, er hreint og fallegt og ferðamönnum til yndisauka. Rannsóknir meðal ferðamanna á svæðinu staðfesta það. Fyrirtækið Fannborg er um 90% sjálfbært með rafmagn og vatn. Fyrirtækið flokkar sorp og flytur að sorpstöð á Flúðum. Fannborg er komið langt með að uppfylla skilyrði Hvíta svansins (vistvæn vottun) í rekstri. Fannborg hefur lagt rafmagnsstreng frá vatnsaflsvirkjun sinni í jörðu þannig að sjónmengun er engin. Þannig hefur þetta fyrirtæki ekki aðeins sett náttúru hálendisins í forgang heldur fylgt lögum og reglum um uppbyggingu á svæðinu. Gengist undir aðal-, lands- og svæðisskipulag Hrunamannahrepps og undir öll þau ákvæði sem gilda um rekstur fyrirtækja á hálendi Íslands. Til alls þessa verður því að horfa og þannig hefur þetta fyrirtæki vissa sérstöðu hvað varðar rekstur ferðaþjónustu á hálendinu. Allur rekstur þarf að geta þróast og þroskast út frá kröfum viðskiptavina og af þeim sökum hefur Fannborg hafið framkvæmdir í Kerlingarfjöllum sem lýst er í grein sem birtist á visir.is 26. apríl síðastliðinn. Inntak þeirrar greinar er óánægja Hrunamannahrepps með viðbrögð Landverndar við uppbyggingunni í Kerlingarfjöllum og skyldi engan undra athugasemdir hreppsins. Mér er fullljóst að réttur Landverndar til að kæra fyrirhugaða uppbyggingu er fyrir hendi. En hvað er Landvernd að kæra? Var málið aldrei skoðað í ljósi þeirra staðreynda sem hér að framan hefur verið lýst? Hafa forráðamenn Fannborgar nauðgað landinu í Kerlingarfjöllum á einhvern hátt og stendur eitthvað slíkt til? Nei, alls ekki, enda yfirlýst stefna fyrirtækisins, sem það hefur sýnt í verki síðustu 15 ár, að ganga vel um landið og horfa ríkulega til sjálfbærni í rekstri. Hvað er þá Landvernd, með Snorra Baldursson í forsvari, að kæra? Svör Formanns Landverndar við athugasemdum Hrunamannahrepps dæma sig sjálf. Að beita orðum eins og „bjánalegt“ og að þeir í Landvernd verði að nota þau úrræði sem þeir hafa eru rök sem halda engan veginn. Hefði ekki verið farsælla fyrir málstað Landverndar að skoða málið og forsögu þess betur og ganga í lið með þessu ágæta fyrirtæki, Fannborg. Má velta því fyrir sér hvort starfsaðferðir Landverndar séu ekki barn síns tíma. Hefði ekki verið, bæði gáfulegra og árangursríkara að Landvernd hefði kynnt sér sögu Fannborgar, nýtt sér sérstöðu þess til að marka áherslur og framtíðarsýn um uppbyggingu ferðaþjónustu á hálendi Íslands. Eða er það yfirlýst stefna Landverndar að ferðaþjónusta á hálendinu sé tímaskekkja?Náttúran er fjöregg fyrirtækisins Fannborg á allt undir þeirri auðlind sem samanstendur af því stórbrotna landslagi og þeirri margbrotnu náttúru sem fyrirtækið starfar í. Náttúran er fjöregg þess og það er því skýr og klár vilji allra eigenda Fannborgar að standa vörð um hana. Annað væri glapræði. Nú horfir í að Kerlingarfjöll verði gerð að friðlandi og jafnvel eftir nokkur ár að þjóðgarði. Að sjálfsögðu styður Fannborg og eigendur fyrirtækisins slík áform. Hvað varðar friðland þá hefur Fannborg m.a. lagt til að svæðið verði stækkað frá upprunalegum áætlunum. Hálendi Íslands er oft kallað auðlind. Ég er þeirrar skoðunar að hálendi Íslands geti aldrei kallast auðlind nema það sé nýtt á einhvern hátt. Fannborg nýtir þessa umræddu auðlind og þjónustar ferðamenn sem vilja skoða og upplifa baráttu elds og íss á svæðinu. Guðmundur frá Miðdal hóf ferðir upp í Kerlingarfjöll um 1934 og nýtti sér svæðið til útvistar og kennslu í fjallamennsku. Hann lýsti fjöllunum á þann veg að „Kerlingarfjöll eru fegurst líparítfjalla á Íslandi. Tindar þeirra væru svo margbreytilegir að þeir minna á austurlensk hof“. Leyfum öllum tegundum ferðamanna að upplifa þessa fegurð hvort sem þeir eru svokallaðir náttúrusinnar eða kallast þjónustusinnar. Leggjum ekki stein í götu fyrirtækis sem hefur sýnt það á undanförnum árum að það ber mikla virðingu fyrir náttúru landsins. Fyrirtækis sem starfar í anda náttúruverndar og hefur sýnt gott fordæmi í uppbyggingu á svæðinu öðrum ferðaþjónustufyrirtækjum á hálendi Íslands til eftirbreytni.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 26. maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Sátt um laun kennara Guðríður Arnardóttir Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Fannborg ehf., sem sér um rekstur hálendismiðstöðvar í Kerlingarfjöllum, hefur síðustu 15 ár lagt bæði fé og vinnustundir í að hreinsa og fegra það umhverfi sem það starfar í. Fyrirtækið hefur haft forgöngu um hreinsun Kjalvegar og nágrennis. Það hefur tekið til í fjallgarðinum eftir útgerð Skíðaskólans í Kerlingarfjöllum og nú er svo komið að svæðið, eftir áralöng verkefni í þá veru, er hreint og fallegt og ferðamönnum til yndisauka. Rannsóknir meðal ferðamanna á svæðinu staðfesta það. Fyrirtækið Fannborg er um 90% sjálfbært með rafmagn og vatn. Fyrirtækið flokkar sorp og flytur að sorpstöð á Flúðum. Fannborg er komið langt með að uppfylla skilyrði Hvíta svansins (vistvæn vottun) í rekstri. Fannborg hefur lagt rafmagnsstreng frá vatnsaflsvirkjun sinni í jörðu þannig að sjónmengun er engin. Þannig hefur þetta fyrirtæki ekki aðeins sett náttúru hálendisins í forgang heldur fylgt lögum og reglum um uppbyggingu á svæðinu. Gengist undir aðal-, lands- og svæðisskipulag Hrunamannahrepps og undir öll þau ákvæði sem gilda um rekstur fyrirtækja á hálendi Íslands. Til alls þessa verður því að horfa og þannig hefur þetta fyrirtæki vissa sérstöðu hvað varðar rekstur ferðaþjónustu á hálendinu. Allur rekstur þarf að geta þróast og þroskast út frá kröfum viðskiptavina og af þeim sökum hefur Fannborg hafið framkvæmdir í Kerlingarfjöllum sem lýst er í grein sem birtist á visir.is 26. apríl síðastliðinn. Inntak þeirrar greinar er óánægja Hrunamannahrepps með viðbrögð Landverndar við uppbyggingunni í Kerlingarfjöllum og skyldi engan undra athugasemdir hreppsins. Mér er fullljóst að réttur Landverndar til að kæra fyrirhugaða uppbyggingu er fyrir hendi. En hvað er Landvernd að kæra? Var málið aldrei skoðað í ljósi þeirra staðreynda sem hér að framan hefur verið lýst? Hafa forráðamenn Fannborgar nauðgað landinu í Kerlingarfjöllum á einhvern hátt og stendur eitthvað slíkt til? Nei, alls ekki, enda yfirlýst stefna fyrirtækisins, sem það hefur sýnt í verki síðustu 15 ár, að ganga vel um landið og horfa ríkulega til sjálfbærni í rekstri. Hvað er þá Landvernd, með Snorra Baldursson í forsvari, að kæra? Svör Formanns Landverndar við athugasemdum Hrunamannahrepps dæma sig sjálf. Að beita orðum eins og „bjánalegt“ og að þeir í Landvernd verði að nota þau úrræði sem þeir hafa eru rök sem halda engan veginn. Hefði ekki verið farsælla fyrir málstað Landverndar að skoða málið og forsögu þess betur og ganga í lið með þessu ágæta fyrirtæki, Fannborg. Má velta því fyrir sér hvort starfsaðferðir Landverndar séu ekki barn síns tíma. Hefði ekki verið, bæði gáfulegra og árangursríkara að Landvernd hefði kynnt sér sögu Fannborgar, nýtt sér sérstöðu þess til að marka áherslur og framtíðarsýn um uppbyggingu ferðaþjónustu á hálendi Íslands. Eða er það yfirlýst stefna Landverndar að ferðaþjónusta á hálendinu sé tímaskekkja?Náttúran er fjöregg fyrirtækisins Fannborg á allt undir þeirri auðlind sem samanstendur af því stórbrotna landslagi og þeirri margbrotnu náttúru sem fyrirtækið starfar í. Náttúran er fjöregg þess og það er því skýr og klár vilji allra eigenda Fannborgar að standa vörð um hana. Annað væri glapræði. Nú horfir í að Kerlingarfjöll verði gerð að friðlandi og jafnvel eftir nokkur ár að þjóðgarði. Að sjálfsögðu styður Fannborg og eigendur fyrirtækisins slík áform. Hvað varðar friðland þá hefur Fannborg m.a. lagt til að svæðið verði stækkað frá upprunalegum áætlunum. Hálendi Íslands er oft kallað auðlind. Ég er þeirrar skoðunar að hálendi Íslands geti aldrei kallast auðlind nema það sé nýtt á einhvern hátt. Fannborg nýtir þessa umræddu auðlind og þjónustar ferðamenn sem vilja skoða og upplifa baráttu elds og íss á svæðinu. Guðmundur frá Miðdal hóf ferðir upp í Kerlingarfjöll um 1934 og nýtti sér svæðið til útvistar og kennslu í fjallamennsku. Hann lýsti fjöllunum á þann veg að „Kerlingarfjöll eru fegurst líparítfjalla á Íslandi. Tindar þeirra væru svo margbreytilegir að þeir minna á austurlensk hof“. Leyfum öllum tegundum ferðamanna að upplifa þessa fegurð hvort sem þeir eru svokallaðir náttúrusinnar eða kallast þjónustusinnar. Leggjum ekki stein í götu fyrirtækis sem hefur sýnt það á undanförnum árum að það ber mikla virðingu fyrir náttúru landsins. Fyrirtækis sem starfar í anda náttúruverndar og hefur sýnt gott fordæmi í uppbyggingu á svæðinu öðrum ferðaþjónustufyrirtækjum á hálendi Íslands til eftirbreytni.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 26. maí.
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar