Skrýtin svör og starfsaðferðir Landverndar Hans Kristjánsson skrifar 26. maí 2016 07:00 Fannborg ehf., sem sér um rekstur hálendismiðstöðvar í Kerlingarfjöllum, hefur síðustu 15 ár lagt bæði fé og vinnustundir í að hreinsa og fegra það umhverfi sem það starfar í. Fyrirtækið hefur haft forgöngu um hreinsun Kjalvegar og nágrennis. Það hefur tekið til í fjallgarðinum eftir útgerð Skíðaskólans í Kerlingarfjöllum og nú er svo komið að svæðið, eftir áralöng verkefni í þá veru, er hreint og fallegt og ferðamönnum til yndisauka. Rannsóknir meðal ferðamanna á svæðinu staðfesta það. Fyrirtækið Fannborg er um 90% sjálfbært með rafmagn og vatn. Fyrirtækið flokkar sorp og flytur að sorpstöð á Flúðum. Fannborg er komið langt með að uppfylla skilyrði Hvíta svansins (vistvæn vottun) í rekstri. Fannborg hefur lagt rafmagnsstreng frá vatnsaflsvirkjun sinni í jörðu þannig að sjónmengun er engin. Þannig hefur þetta fyrirtæki ekki aðeins sett náttúru hálendisins í forgang heldur fylgt lögum og reglum um uppbyggingu á svæðinu. Gengist undir aðal-, lands- og svæðisskipulag Hrunamannahrepps og undir öll þau ákvæði sem gilda um rekstur fyrirtækja á hálendi Íslands. Til alls þessa verður því að horfa og þannig hefur þetta fyrirtæki vissa sérstöðu hvað varðar rekstur ferðaþjónustu á hálendinu. Allur rekstur þarf að geta þróast og þroskast út frá kröfum viðskiptavina og af þeim sökum hefur Fannborg hafið framkvæmdir í Kerlingarfjöllum sem lýst er í grein sem birtist á visir.is 26. apríl síðastliðinn. Inntak þeirrar greinar er óánægja Hrunamannahrepps með viðbrögð Landverndar við uppbyggingunni í Kerlingarfjöllum og skyldi engan undra athugasemdir hreppsins. Mér er fullljóst að réttur Landverndar til að kæra fyrirhugaða uppbyggingu er fyrir hendi. En hvað er Landvernd að kæra? Var málið aldrei skoðað í ljósi þeirra staðreynda sem hér að framan hefur verið lýst? Hafa forráðamenn Fannborgar nauðgað landinu í Kerlingarfjöllum á einhvern hátt og stendur eitthvað slíkt til? Nei, alls ekki, enda yfirlýst stefna fyrirtækisins, sem það hefur sýnt í verki síðustu 15 ár, að ganga vel um landið og horfa ríkulega til sjálfbærni í rekstri. Hvað er þá Landvernd, með Snorra Baldursson í forsvari, að kæra? Svör Formanns Landverndar við athugasemdum Hrunamannahrepps dæma sig sjálf. Að beita orðum eins og „bjánalegt“ og að þeir í Landvernd verði að nota þau úrræði sem þeir hafa eru rök sem halda engan veginn. Hefði ekki verið farsælla fyrir málstað Landverndar að skoða málið og forsögu þess betur og ganga í lið með þessu ágæta fyrirtæki, Fannborg. Má velta því fyrir sér hvort starfsaðferðir Landverndar séu ekki barn síns tíma. Hefði ekki verið, bæði gáfulegra og árangursríkara að Landvernd hefði kynnt sér sögu Fannborgar, nýtt sér sérstöðu þess til að marka áherslur og framtíðarsýn um uppbyggingu ferðaþjónustu á hálendi Íslands. Eða er það yfirlýst stefna Landverndar að ferðaþjónusta á hálendinu sé tímaskekkja?Náttúran er fjöregg fyrirtækisins Fannborg á allt undir þeirri auðlind sem samanstendur af því stórbrotna landslagi og þeirri margbrotnu náttúru sem fyrirtækið starfar í. Náttúran er fjöregg þess og það er því skýr og klár vilji allra eigenda Fannborgar að standa vörð um hana. Annað væri glapræði. Nú horfir í að Kerlingarfjöll verði gerð að friðlandi og jafnvel eftir nokkur ár að þjóðgarði. Að sjálfsögðu styður Fannborg og eigendur fyrirtækisins slík áform. Hvað varðar friðland þá hefur Fannborg m.a. lagt til að svæðið verði stækkað frá upprunalegum áætlunum. Hálendi Íslands er oft kallað auðlind. Ég er þeirrar skoðunar að hálendi Íslands geti aldrei kallast auðlind nema það sé nýtt á einhvern hátt. Fannborg nýtir þessa umræddu auðlind og þjónustar ferðamenn sem vilja skoða og upplifa baráttu elds og íss á svæðinu. Guðmundur frá Miðdal hóf ferðir upp í Kerlingarfjöll um 1934 og nýtti sér svæðið til útvistar og kennslu í fjallamennsku. Hann lýsti fjöllunum á þann veg að „Kerlingarfjöll eru fegurst líparítfjalla á Íslandi. Tindar þeirra væru svo margbreytilegir að þeir minna á austurlensk hof“. Leyfum öllum tegundum ferðamanna að upplifa þessa fegurð hvort sem þeir eru svokallaðir náttúrusinnar eða kallast þjónustusinnar. Leggjum ekki stein í götu fyrirtækis sem hefur sýnt það á undanförnum árum að það ber mikla virðingu fyrir náttúru landsins. Fyrirtækis sem starfar í anda náttúruverndar og hefur sýnt gott fordæmi í uppbyggingu á svæðinu öðrum ferðaþjónustufyrirtækjum á hálendi Íslands til eftirbreytni.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 26. maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Fannborg ehf., sem sér um rekstur hálendismiðstöðvar í Kerlingarfjöllum, hefur síðustu 15 ár lagt bæði fé og vinnustundir í að hreinsa og fegra það umhverfi sem það starfar í. Fyrirtækið hefur haft forgöngu um hreinsun Kjalvegar og nágrennis. Það hefur tekið til í fjallgarðinum eftir útgerð Skíðaskólans í Kerlingarfjöllum og nú er svo komið að svæðið, eftir áralöng verkefni í þá veru, er hreint og fallegt og ferðamönnum til yndisauka. Rannsóknir meðal ferðamanna á svæðinu staðfesta það. Fyrirtækið Fannborg er um 90% sjálfbært með rafmagn og vatn. Fyrirtækið flokkar sorp og flytur að sorpstöð á Flúðum. Fannborg er komið langt með að uppfylla skilyrði Hvíta svansins (vistvæn vottun) í rekstri. Fannborg hefur lagt rafmagnsstreng frá vatnsaflsvirkjun sinni í jörðu þannig að sjónmengun er engin. Þannig hefur þetta fyrirtæki ekki aðeins sett náttúru hálendisins í forgang heldur fylgt lögum og reglum um uppbyggingu á svæðinu. Gengist undir aðal-, lands- og svæðisskipulag Hrunamannahrepps og undir öll þau ákvæði sem gilda um rekstur fyrirtækja á hálendi Íslands. Til alls þessa verður því að horfa og þannig hefur þetta fyrirtæki vissa sérstöðu hvað varðar rekstur ferðaþjónustu á hálendinu. Allur rekstur þarf að geta þróast og þroskast út frá kröfum viðskiptavina og af þeim sökum hefur Fannborg hafið framkvæmdir í Kerlingarfjöllum sem lýst er í grein sem birtist á visir.is 26. apríl síðastliðinn. Inntak þeirrar greinar er óánægja Hrunamannahrepps með viðbrögð Landverndar við uppbyggingunni í Kerlingarfjöllum og skyldi engan undra athugasemdir hreppsins. Mér er fullljóst að réttur Landverndar til að kæra fyrirhugaða uppbyggingu er fyrir hendi. En hvað er Landvernd að kæra? Var málið aldrei skoðað í ljósi þeirra staðreynda sem hér að framan hefur verið lýst? Hafa forráðamenn Fannborgar nauðgað landinu í Kerlingarfjöllum á einhvern hátt og stendur eitthvað slíkt til? Nei, alls ekki, enda yfirlýst stefna fyrirtækisins, sem það hefur sýnt í verki síðustu 15 ár, að ganga vel um landið og horfa ríkulega til sjálfbærni í rekstri. Hvað er þá Landvernd, með Snorra Baldursson í forsvari, að kæra? Svör Formanns Landverndar við athugasemdum Hrunamannahrepps dæma sig sjálf. Að beita orðum eins og „bjánalegt“ og að þeir í Landvernd verði að nota þau úrræði sem þeir hafa eru rök sem halda engan veginn. Hefði ekki verið farsælla fyrir málstað Landverndar að skoða málið og forsögu þess betur og ganga í lið með þessu ágæta fyrirtæki, Fannborg. Má velta því fyrir sér hvort starfsaðferðir Landverndar séu ekki barn síns tíma. Hefði ekki verið, bæði gáfulegra og árangursríkara að Landvernd hefði kynnt sér sögu Fannborgar, nýtt sér sérstöðu þess til að marka áherslur og framtíðarsýn um uppbyggingu ferðaþjónustu á hálendi Íslands. Eða er það yfirlýst stefna Landverndar að ferðaþjónusta á hálendinu sé tímaskekkja?Náttúran er fjöregg fyrirtækisins Fannborg á allt undir þeirri auðlind sem samanstendur af því stórbrotna landslagi og þeirri margbrotnu náttúru sem fyrirtækið starfar í. Náttúran er fjöregg þess og það er því skýr og klár vilji allra eigenda Fannborgar að standa vörð um hana. Annað væri glapræði. Nú horfir í að Kerlingarfjöll verði gerð að friðlandi og jafnvel eftir nokkur ár að þjóðgarði. Að sjálfsögðu styður Fannborg og eigendur fyrirtækisins slík áform. Hvað varðar friðland þá hefur Fannborg m.a. lagt til að svæðið verði stækkað frá upprunalegum áætlunum. Hálendi Íslands er oft kallað auðlind. Ég er þeirrar skoðunar að hálendi Íslands geti aldrei kallast auðlind nema það sé nýtt á einhvern hátt. Fannborg nýtir þessa umræddu auðlind og þjónustar ferðamenn sem vilja skoða og upplifa baráttu elds og íss á svæðinu. Guðmundur frá Miðdal hóf ferðir upp í Kerlingarfjöll um 1934 og nýtti sér svæðið til útvistar og kennslu í fjallamennsku. Hann lýsti fjöllunum á þann veg að „Kerlingarfjöll eru fegurst líparítfjalla á Íslandi. Tindar þeirra væru svo margbreytilegir að þeir minna á austurlensk hof“. Leyfum öllum tegundum ferðamanna að upplifa þessa fegurð hvort sem þeir eru svokallaðir náttúrusinnar eða kallast þjónustusinnar. Leggjum ekki stein í götu fyrirtækis sem hefur sýnt það á undanförnum árum að það ber mikla virðingu fyrir náttúru landsins. Fyrirtækis sem starfar í anda náttúruverndar og hefur sýnt gott fordæmi í uppbyggingu á svæðinu öðrum ferðaþjónustufyrirtækjum á hálendi Íslands til eftirbreytni.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 26. maí.
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun