Ronaldo tryggði Real sigur í Meistaradeild Evrópu | Sjáðu mörkin og vítaspyrnukeppnina 28. maí 2016 21:30 Real Madrid er sigurvegari í Meistaradeild Evrópu í ellefta skipti eftir sigur á Atletico Madrid í vítaspyrnukeppni, en Juanfran reyndist skúrkurinn. Sergio Ramos kom Real yfir í byrjun leiks, en Yannick Carrasco jafnaði í síðari hálfleik. Úrslitin réðust svo í vítaspyrnukeppni þar sem Juanfran skaut í stöngina. Real byrjaði af miklum krafti og fékk dauðafæri eftir einungis sex mínútur þegar Jan Oblak varði skot Casemiro eftir aukaspyrnu. Fyrsta markið kom svo eftir stundarfjórðung. Sergio Ramos skoraði þá mark eftir að Gareth Bale skallaði aukaspyrnu Luka Modric áfram. Markið hefði þó líklega aldrei átt að standa því Ramos var fyrir innan þegar Bale skallaði boltann áfram, en markið má sjá í sjónvarpsglugganum hér efst í fréttinni. Staðan var 1-1 í hálfleik, en Diego Simeone, þjálfari Atletico Madrid, gerði eina breytingu í hálfleik. Augusto Fernández fór útaf og Yannick Carrasco kom inná og sú skipting átti heldur betur eftir að skila sér. Þegar einungis þrjár mínútur voru liðnar af síðari hálfleik fengu Atlético menn vítaspyrnu eftir að Pepe braut á Fernando Torres innan teigs. Góður dómari leiksins, Mark Clattenburg, benti umsvifalaust á vítapunktinn. Á punktinn steig Antoine Griezmann, en honum brást bogalistinn; hann þrumaði boltanum í slá. Hægt og rólega byrjuðu þeir rauð-hvítklæddu að þjarma að marki Real og það skilaði árangri ellefu mínútum fyrir leikslok. Gabi lyfti boltanum skemmtilega á Juanfran sem þrumaði boltanum fyrir markið og þar var varamaðurinn Yannick Carrasco mættur. Eina sem hann þurfti að gera var að ýta boltanum yfir línuna og staðan orðin jöfn 1-1. Fleiri urðu mörkin ekki í venjulegum leiktíma og því þurfti að grípa til framlengarinnar. Ekkert mark var skorað þar og því þurfti að kreista fram úrslitin í vítaspyrnukeppni. Í vítaspyrnukeppninni skoruðu allir nema Juanfran, en hann skaut boltanum í stöngina. Cristiano Ronaldo tók svo síðasta vítið, en hann tryggði sigurinn. Real er því meistari í ellefta skiptið, en Zinedine Zidane hefur því bæði unnið þetta sem leikmaður og þjálfari. Þetta er í þriðja skiptið sem Atlético, en þeir hafa aldrei unnið titilinn. Þeir grétu margir, eðlilega, í leikslok.Griezmann klúðrar víti: Carrasco jafnar: Vítaspyrnukeppnin: Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti Í bann fyrir að kasta flösku í barn Körfubolti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Dagskráin í dag: Sá elsti á HM í pílu og enski boltinn Sport Fleiri fréttir Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Sjá meira
Real Madrid er sigurvegari í Meistaradeild Evrópu í ellefta skipti eftir sigur á Atletico Madrid í vítaspyrnukeppni, en Juanfran reyndist skúrkurinn. Sergio Ramos kom Real yfir í byrjun leiks, en Yannick Carrasco jafnaði í síðari hálfleik. Úrslitin réðust svo í vítaspyrnukeppni þar sem Juanfran skaut í stöngina. Real byrjaði af miklum krafti og fékk dauðafæri eftir einungis sex mínútur þegar Jan Oblak varði skot Casemiro eftir aukaspyrnu. Fyrsta markið kom svo eftir stundarfjórðung. Sergio Ramos skoraði þá mark eftir að Gareth Bale skallaði aukaspyrnu Luka Modric áfram. Markið hefði þó líklega aldrei átt að standa því Ramos var fyrir innan þegar Bale skallaði boltann áfram, en markið má sjá í sjónvarpsglugganum hér efst í fréttinni. Staðan var 1-1 í hálfleik, en Diego Simeone, þjálfari Atletico Madrid, gerði eina breytingu í hálfleik. Augusto Fernández fór útaf og Yannick Carrasco kom inná og sú skipting átti heldur betur eftir að skila sér. Þegar einungis þrjár mínútur voru liðnar af síðari hálfleik fengu Atlético menn vítaspyrnu eftir að Pepe braut á Fernando Torres innan teigs. Góður dómari leiksins, Mark Clattenburg, benti umsvifalaust á vítapunktinn. Á punktinn steig Antoine Griezmann, en honum brást bogalistinn; hann þrumaði boltanum í slá. Hægt og rólega byrjuðu þeir rauð-hvítklæddu að þjarma að marki Real og það skilaði árangri ellefu mínútum fyrir leikslok. Gabi lyfti boltanum skemmtilega á Juanfran sem þrumaði boltanum fyrir markið og þar var varamaðurinn Yannick Carrasco mættur. Eina sem hann þurfti að gera var að ýta boltanum yfir línuna og staðan orðin jöfn 1-1. Fleiri urðu mörkin ekki í venjulegum leiktíma og því þurfti að grípa til framlengarinnar. Ekkert mark var skorað þar og því þurfti að kreista fram úrslitin í vítaspyrnukeppni. Í vítaspyrnukeppninni skoruðu allir nema Juanfran, en hann skaut boltanum í stöngina. Cristiano Ronaldo tók svo síðasta vítið, en hann tryggði sigurinn. Real er því meistari í ellefta skiptið, en Zinedine Zidane hefur því bæði unnið þetta sem leikmaður og þjálfari. Þetta er í þriðja skiptið sem Atlético, en þeir hafa aldrei unnið titilinn. Þeir grétu margir, eðlilega, í leikslok.Griezmann klúðrar víti: Carrasco jafnar: Vítaspyrnukeppnin:
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti Í bann fyrir að kasta flösku í barn Körfubolti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Dagskráin í dag: Sá elsti á HM í pílu og enski boltinn Sport Fleiri fréttir Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Sjá meira