Selja á stöðugleikaeignir í opnu ferli Ingvar Haraldsson skrifar 12. maí 2016 07:00 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur sagt talsverðan áhuga á ákveðnum óskráðum eignum sem komust í ríkiseigu með stöðugleikaframlögum. vísir/anton brink Þær eignir sem ríkið fékk afhentar með stöðugleikaframlögum föllnu bankanna á að selja í opnu útboði. „Sala eða ráðstöfun skal eiga sér stað að undangengnu opnu tilboðsferli þar sem gætt er gagnsæis og jafnræðis bjóðenda,“ segir í svari fjármála- og efnahagsráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins um eignasölu í gegnum félagið Lindarhvol ehf. Félagið var stofnað í apríl, á að hafa umsjón með sölu eignanna sem féllu ríkinu í skaut, að undanskildum Íslandsbanka sem heyrir undir Bankasýslu ríkisins. Félagið hefur þegar hafið störf en í stjórn þess sitja Þórólfur Arason, skrifstofustjóri í fjármála- og efnahagsráðuneyti, og Haukur C. Benediktsson, forstöðumaður Eignasafns Seðlabanka Íslands. Við umsýslu, fullnustu og sölu eignanna á að leggja áherslu á gagnsæi, hlutlægni, jafnræði og hagkvæmni samkvæmt svari ráðuneytisins. „Með hagkvæmni er átt við að leitað sé hæsta verðs eða markaðsverðs.“ Þá segir jafnframt að almenna reglan verði opið söluferli, bæði við sölu óskráðra og skráðra eigna. Skráðar eignir verði seldar í gegnum Kauphöll að undangengnu ferli þar sem söluaðili verður valinn. „En óskað verður eftir tilboðum í söluþóknun vegna sölu á umræddum eignum og lægsta tilboði verður tekið.“ Áætlað er að eignirnar sem Lindarhvoll hefur umsjón með sölu á séu metnar á um 60 milljarða króna. Þar á meðal er hlutur í 16 hlutafélögum, t.d. í Sjóvá, Reitum, Dohop, Lyfju, Símanum og Eimskipum auk skuldabréfa á Arion banka, Hitaveitu Suðurnesja og ríkissjóð og Lánasjóð sveitarfélaganna. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 12. maí. Birtist í Fréttablaðinu Starfsemi Lindarhvols Tengdar fréttir Bjarni Ben: Mikill áhugi á eignum sem ríkið fékk með stöðugleikaframlögum Samningur um hvernig haga á sölu stöðugleikaeignum verður gerður opinber á næstunni. 30. apríl 2016 07:00 Mest lesið Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Viðskipti innlent „Þetta er bara algjörlega galið“ Neytendur Jólakjötið töluvert dýrara í ár Neytendur Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Viðskipti innlent Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Neytendur Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Viðskipti innlent Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Skipta dekkin máli? Samstarf Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Sjá meira
Þær eignir sem ríkið fékk afhentar með stöðugleikaframlögum föllnu bankanna á að selja í opnu útboði. „Sala eða ráðstöfun skal eiga sér stað að undangengnu opnu tilboðsferli þar sem gætt er gagnsæis og jafnræðis bjóðenda,“ segir í svari fjármála- og efnahagsráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins um eignasölu í gegnum félagið Lindarhvol ehf. Félagið var stofnað í apríl, á að hafa umsjón með sölu eignanna sem féllu ríkinu í skaut, að undanskildum Íslandsbanka sem heyrir undir Bankasýslu ríkisins. Félagið hefur þegar hafið störf en í stjórn þess sitja Þórólfur Arason, skrifstofustjóri í fjármála- og efnahagsráðuneyti, og Haukur C. Benediktsson, forstöðumaður Eignasafns Seðlabanka Íslands. Við umsýslu, fullnustu og sölu eignanna á að leggja áherslu á gagnsæi, hlutlægni, jafnræði og hagkvæmni samkvæmt svari ráðuneytisins. „Með hagkvæmni er átt við að leitað sé hæsta verðs eða markaðsverðs.“ Þá segir jafnframt að almenna reglan verði opið söluferli, bæði við sölu óskráðra og skráðra eigna. Skráðar eignir verði seldar í gegnum Kauphöll að undangengnu ferli þar sem söluaðili verður valinn. „En óskað verður eftir tilboðum í söluþóknun vegna sölu á umræddum eignum og lægsta tilboði verður tekið.“ Áætlað er að eignirnar sem Lindarhvoll hefur umsjón með sölu á séu metnar á um 60 milljarða króna. Þar á meðal er hlutur í 16 hlutafélögum, t.d. í Sjóvá, Reitum, Dohop, Lyfju, Símanum og Eimskipum auk skuldabréfa á Arion banka, Hitaveitu Suðurnesja og ríkissjóð og Lánasjóð sveitarfélaganna. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 12. maí.
Birtist í Fréttablaðinu Starfsemi Lindarhvols Tengdar fréttir Bjarni Ben: Mikill áhugi á eignum sem ríkið fékk með stöðugleikaframlögum Samningur um hvernig haga á sölu stöðugleikaeignum verður gerður opinber á næstunni. 30. apríl 2016 07:00 Mest lesið Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Viðskipti innlent „Þetta er bara algjörlega galið“ Neytendur Jólakjötið töluvert dýrara í ár Neytendur Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Viðskipti innlent Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Neytendur Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Viðskipti innlent Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Skipta dekkin máli? Samstarf Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Sjá meira
Bjarni Ben: Mikill áhugi á eignum sem ríkið fékk með stöðugleikaframlögum Samningur um hvernig haga á sölu stöðugleikaeignum verður gerður opinber á næstunni. 30. apríl 2016 07:00