"Ég er ofsaglöð, þetta er frábært!“ Kristján Már Unnarsson skrifar 12. maí 2016 19:00 Iðnaðaruppbygging í Helguvík er í uppnámi eftir að Hæstiréttur felldi í dag úr gildi eignarnámsheimild á fimm jörðum á Reykjanesi vegna lagningar háspennulínu. Deilurnar um hvort leggja eigi nýja háspennulínu til Suðurnesja sem loftlínu hafa staðið yfir árum saman en Landsnet hafði fengið heimild iðnaðarráðherra til að taka jarðirnar eignarnámi í því skyni. Í dag höfðu landeigendur sigur í Hæstarétti sem með þremur atkvæðum gegn tveimur ógilti eignarnámið á þeirri forsendu að Landsnet hefði við undirbúning ekki kannað nægilega vel þann valkost að leggja fremur jarðstreng. Tveir dómaranna vildu staðfesta þá niðurstöðu Héraðsdóms að heimila eignarnámið. Ljóst er að dómur Hæstaréttar er áfall fyrir Landsnet og gæti haft víðtækar afleiðingar. Þannig var nýrri háspennulínu meðal annars ætlað að mæta raforkuflutningi vegna nýrra iðnfyrirtækja í Helguvík en þar er eitt kísilver í smíðum og búið að semja um annað. Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets. Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets, vildi ekki veita viðtal um málið nú síðdegis, - sagði að menn þyrftu meiri tíma til að átta sig á hvaða áhrif dómurinn hefði. Í yfirlýsingu segir Landsnet að niðurstaða Hæstaréttar muni óhjákvæmilega valda seinkunum á brýnum framkvæmdum við uppbyggingu flutningskerfis raforku til Suðurnesja. Landsnet kveðst vona að þær verði ekki langvarandi og leitast verði við að lágmarka það tjón sem af þeim kunni að hljótast. Geirlaug Þorvaldsdóttir, einn landeigenda, sagði hins vegar þegar Stöð 2 færði henni tíðindin skömmu fyrir fréttaútsendingu í kvöld: „Ég er ofsaglöð. Þetta er frábært!" Geirlaug Þorvaldsdóttir, einn af eigendum jarðanna Stóru Vatnsleysu og Minni Vatnsleysu. Suðurnesjalína 2 Tengdar fréttir Hæstiréttur fellst ekki á eignarnám vegna Suðurnesjalínu 2 Tveir dómarar skiluðu sératkvæði í málinu. 12. maí 2016 17:00 Sex dómsmál á hendur iðnaðarráðherra: „Óafturkræf náttúruspjöll“ Eigendur þriggja jarða á Vatnsleysuströnd hafa stefnt Ragnheiði Elínu Árnadóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra og krefjast þess að ákvörðun ráðherra um eignarnám jarðanna vegna Suðurnesjalínu 2 verði ógild. 4. júní 2014 13:23 Landsnet mun taka jarðir á Suðurnesjum eignarnámi Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur heimilað eignarnámið til að leggja nýjar raflínur á Suðurnesjum. 26. febrúar 2014 17:24 Landsnet segir niðurstöðuna hafa komið á óvart Mun „valda seinkunum á brýnum framkvæmdum við uppbyggingu flutningskerfis raforku til Suðurnesja“. 12. maí 2016 18:04 Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Sjá meira
Iðnaðaruppbygging í Helguvík er í uppnámi eftir að Hæstiréttur felldi í dag úr gildi eignarnámsheimild á fimm jörðum á Reykjanesi vegna lagningar háspennulínu. Deilurnar um hvort leggja eigi nýja háspennulínu til Suðurnesja sem loftlínu hafa staðið yfir árum saman en Landsnet hafði fengið heimild iðnaðarráðherra til að taka jarðirnar eignarnámi í því skyni. Í dag höfðu landeigendur sigur í Hæstarétti sem með þremur atkvæðum gegn tveimur ógilti eignarnámið á þeirri forsendu að Landsnet hefði við undirbúning ekki kannað nægilega vel þann valkost að leggja fremur jarðstreng. Tveir dómaranna vildu staðfesta þá niðurstöðu Héraðsdóms að heimila eignarnámið. Ljóst er að dómur Hæstaréttar er áfall fyrir Landsnet og gæti haft víðtækar afleiðingar. Þannig var nýrri háspennulínu meðal annars ætlað að mæta raforkuflutningi vegna nýrra iðnfyrirtækja í Helguvík en þar er eitt kísilver í smíðum og búið að semja um annað. Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets. Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets, vildi ekki veita viðtal um málið nú síðdegis, - sagði að menn þyrftu meiri tíma til að átta sig á hvaða áhrif dómurinn hefði. Í yfirlýsingu segir Landsnet að niðurstaða Hæstaréttar muni óhjákvæmilega valda seinkunum á brýnum framkvæmdum við uppbyggingu flutningskerfis raforku til Suðurnesja. Landsnet kveðst vona að þær verði ekki langvarandi og leitast verði við að lágmarka það tjón sem af þeim kunni að hljótast. Geirlaug Þorvaldsdóttir, einn landeigenda, sagði hins vegar þegar Stöð 2 færði henni tíðindin skömmu fyrir fréttaútsendingu í kvöld: „Ég er ofsaglöð. Þetta er frábært!" Geirlaug Þorvaldsdóttir, einn af eigendum jarðanna Stóru Vatnsleysu og Minni Vatnsleysu.
Suðurnesjalína 2 Tengdar fréttir Hæstiréttur fellst ekki á eignarnám vegna Suðurnesjalínu 2 Tveir dómarar skiluðu sératkvæði í málinu. 12. maí 2016 17:00 Sex dómsmál á hendur iðnaðarráðherra: „Óafturkræf náttúruspjöll“ Eigendur þriggja jarða á Vatnsleysuströnd hafa stefnt Ragnheiði Elínu Árnadóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra og krefjast þess að ákvörðun ráðherra um eignarnám jarðanna vegna Suðurnesjalínu 2 verði ógild. 4. júní 2014 13:23 Landsnet mun taka jarðir á Suðurnesjum eignarnámi Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur heimilað eignarnámið til að leggja nýjar raflínur á Suðurnesjum. 26. febrúar 2014 17:24 Landsnet segir niðurstöðuna hafa komið á óvart Mun „valda seinkunum á brýnum framkvæmdum við uppbyggingu flutningskerfis raforku til Suðurnesja“. 12. maí 2016 18:04 Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Sjá meira
Hæstiréttur fellst ekki á eignarnám vegna Suðurnesjalínu 2 Tveir dómarar skiluðu sératkvæði í málinu. 12. maí 2016 17:00
Sex dómsmál á hendur iðnaðarráðherra: „Óafturkræf náttúruspjöll“ Eigendur þriggja jarða á Vatnsleysuströnd hafa stefnt Ragnheiði Elínu Árnadóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra og krefjast þess að ákvörðun ráðherra um eignarnám jarðanna vegna Suðurnesjalínu 2 verði ógild. 4. júní 2014 13:23
Landsnet mun taka jarðir á Suðurnesjum eignarnámi Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur heimilað eignarnámið til að leggja nýjar raflínur á Suðurnesjum. 26. febrúar 2014 17:24
Landsnet segir niðurstöðuna hafa komið á óvart Mun „valda seinkunum á brýnum framkvæmdum við uppbyggingu flutningskerfis raforku til Suðurnesja“. 12. maí 2016 18:04