Kemur í hlut nýs forseta að stimpla ríkisstjórnina út Heimir Már Pétursson skrifar 18. maí 2016 12:30 Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis segir að á undanförnum vikum hafi tilhögun þingstarfa verið rædd á formannafundum og á vettvangi forsætisnefndar þar sem samkomulag tókst síðan í gær Vísir/GVA Forseti Alþingis segir Alþingi hafa starfað vel að undanförnu og vonast til að svo verði áfram á sumarþingi. En samkomulag tókst í forsætisnefnd Alþingis í gær um tilhögun þingstarfa á næstu vikum og í ágúst. Það kemur í hlut nýkjörins forseta Íslands að stimpla út ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar og líkur á að alþingiskosningar fari fram annað hvort 15. eða 22. otóber. Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis segir að á undanförnum vikum hafi tilhögun þingstarfa verið rædd á formannafundum og á vettvangi forsætisnefndar þar sem samkomulag tókst síðan í gær. Útgangspunkturinn þar sé að kosningar fari fram í október. „Við verðum með þingfundi lengur en til stóð eða fram í júní byrjun. Síðan munu nefndir starfa í annarri viku júnímánaðar,“ segir Einar. Þá muni þing koma saman á ný hinn 10. ágúst samkvæmt þingskapalögum og nefndir taka til starfa. Með samkomulaginu sé lagður grunnur að því að ljúka sem flestum málum fyrir kosningar. „Þannig að við getum síðan tekið þau til umræðu í ágústmánuði. Það verða stífir þingfundir í ágúst og rétt fram í septemberbyrjun.“Gefur þetta einhver fyrirheit um að kjördagur geti orðið annað hvort 15. eða 22. október miðað við 45 daga frest?„Ég treysti mér í sjálfu sér ekki til að segja neitt til um það. Það er auðvitað þannig að eftir að þingrof hefur verið ákvarðað verða þingkosningar að fara fram eigi síðar en 45 dögum síðar,“ segir forseti Alþingis. Samkomulagið um þingstörfin séu í sjálfu sér ekki vísbending um kjördag en samkomulagið taki mið af því að kosið verði í október. Ákvörðun um þingrof sé tekin á öðrum vettvangi. „Þingstörf hafa gengið mjög vel núna síðustu vikurnar. Þingið hefur staðið mjög vel að sínum störfum. Það hafa verið málefnalegar umræður. Þingið hefur verið að afgreiða ýmis mál, bæði stór og smá. Þannig að ég tel að þingið hafi sýnt styrk á þessum síðustu vikum,“ segir Einar. Það séu síðan forsætisráðherra og forseti Íslands sem taki ákvörðun um þingrof en það geti að sjálfsögðu gerst með samkomulagi milli stjórnmálaflokkanna. Forsetakosningar fara fram hinn 25. júní og nýr forseti verður settur í embætti hinn 1. ágúst.Það verður þá ljóst að það verður nýr forseti sem skrifar undir þingrofið með forsætisráðherra?„Já, það má gera ráð fyrir því og er auðvitað augljóst að svo verði,“ segir Einar K. Guðfinnsson. Alþingi Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Sjá meira
Forseti Alþingis segir Alþingi hafa starfað vel að undanförnu og vonast til að svo verði áfram á sumarþingi. En samkomulag tókst í forsætisnefnd Alþingis í gær um tilhögun þingstarfa á næstu vikum og í ágúst. Það kemur í hlut nýkjörins forseta Íslands að stimpla út ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar og líkur á að alþingiskosningar fari fram annað hvort 15. eða 22. otóber. Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis segir að á undanförnum vikum hafi tilhögun þingstarfa verið rædd á formannafundum og á vettvangi forsætisnefndar þar sem samkomulag tókst síðan í gær. Útgangspunkturinn þar sé að kosningar fari fram í október. „Við verðum með þingfundi lengur en til stóð eða fram í júní byrjun. Síðan munu nefndir starfa í annarri viku júnímánaðar,“ segir Einar. Þá muni þing koma saman á ný hinn 10. ágúst samkvæmt þingskapalögum og nefndir taka til starfa. Með samkomulaginu sé lagður grunnur að því að ljúka sem flestum málum fyrir kosningar. „Þannig að við getum síðan tekið þau til umræðu í ágústmánuði. Það verða stífir þingfundir í ágúst og rétt fram í septemberbyrjun.“Gefur þetta einhver fyrirheit um að kjördagur geti orðið annað hvort 15. eða 22. október miðað við 45 daga frest?„Ég treysti mér í sjálfu sér ekki til að segja neitt til um það. Það er auðvitað þannig að eftir að þingrof hefur verið ákvarðað verða þingkosningar að fara fram eigi síðar en 45 dögum síðar,“ segir forseti Alþingis. Samkomulagið um þingstörfin séu í sjálfu sér ekki vísbending um kjördag en samkomulagið taki mið af því að kosið verði í október. Ákvörðun um þingrof sé tekin á öðrum vettvangi. „Þingstörf hafa gengið mjög vel núna síðustu vikurnar. Þingið hefur staðið mjög vel að sínum störfum. Það hafa verið málefnalegar umræður. Þingið hefur verið að afgreiða ýmis mál, bæði stór og smá. Þannig að ég tel að þingið hafi sýnt styrk á þessum síðustu vikum,“ segir Einar. Það séu síðan forsætisráðherra og forseti Íslands sem taki ákvörðun um þingrof en það geti að sjálfsögðu gerst með samkomulagi milli stjórnmálaflokkanna. Forsetakosningar fara fram hinn 25. júní og nýr forseti verður settur í embætti hinn 1. ágúst.Það verður þá ljóst að það verður nýr forseti sem skrifar undir þingrofið með forsætisráðherra?„Já, það má gera ráð fyrir því og er auðvitað augljóst að svo verði,“ segir Einar K. Guðfinnsson.
Alþingi Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Sjá meira