Landlæknir: Þörf á skjótum aðgerðum ef ástandið á ekki að versna enn frekar sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 18. maí 2016 18:32 Birgir Jakobsson landlæknir. VÍSIR/STEFÁN Heilbrigðiskerfið er á rangri braut og þörf er á skjótum viðbrögðum er ástandið í heilbrigðismálum á ekki að versna enn frekar, segir Birgir Jakobsson landlæknir. Öryggi sjúklinga sé stefnt í hættu líkt og ástandið sé nú. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Birgi sem birt var á vef landlæknisembættisins. Hann segir sífellt fleiri sérfræðinga velja að minnka við sig vinnu eða hætti algjörlega störfum á Landspítala og vinni í staðinn á eigin stofu þar sem þeir fái betra vinnuumhverfi og betri laun. Heilbrigðisþjónusta sem byggist á einyrkjastarfi sérfræðinga sé ekki í stakk búin til að takast á við vandamál sjúklinga með króníska sjúkdóma, sem þarfnist aðkomu margra starfsstétta. Þannig valdi hlutastarf sérfræðinga á spítalanum því að flæði sjúklinga verði hægara en ella auk þess sem öryggi sjúklinga sé stefnd í hættu. Birgir segir embættið ítrekað hafa bent á að þörf sé á skjótum aðgerðum og bendir á að eftirfarandi aðgerðar séu nauðsynlegar, þær þurfi ekki aðkomu Alþingis og ættu því að geta komið til framkvæmda eins fljótt og kostur sé. · Landspítalinn verður að fá skýr fyrirmæli um að sérfræðingar verði framvegis einungis ráðnir í fullar stöður. · Stefna verður að því að vaktabyrði sérfræðinga sé ekki meiri en 3–4 vaktir á mánuði. · Setja verður reglur um aukastörf lækna og annars heilbrigðisstarfsfólks. · Jafnframt verður LSH að fá fyrirmæli um að auka dag- og göngudeildarstarfsemi spítalans svo að hægt sé að auka aðgengi sjúklinga með króníska sjúkdóma að þjónustu, hvort sem þeir hafa legið inni á spítalanum eða ekki. · Segja verður upp samningi Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) við samtök lækna og setja reglur um það að SÍ geri framvegis aðeins samninga við heilbrigðisfyrirtæki (opinber eða einkarekin) sem vinni samkvæmt ákveðinni kröfulýsingu og veiti þjónustu sem ríkið (greiðandinn) sér þörf fyrir. Birgir tekur jafnframt fram í yfirlýsingu sinni að fjölmörg mál sem séu á borði heilbrigðisráðherra muni beina þróun íslensks heilbrigðiskerfis á rétta braut ef þau verði að veruleika. Hann nefnir í því samhengi nýjar heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu, breytingar á greiðsluþátttöku sjúklinga með tilvísunarkerfi til sérfræðinga, fjármögnun vinnu við biðlista „og, síðast en ekki síst, heilbrigðisstefnu allt til ársins 2022 sem enn hefur þó ekki verið send út til umsóknar,“ segir landlæknir. Alþingi Mest lesið Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Heilbrigðiskerfið er á rangri braut og þörf er á skjótum viðbrögðum er ástandið í heilbrigðismálum á ekki að versna enn frekar, segir Birgir Jakobsson landlæknir. Öryggi sjúklinga sé stefnt í hættu líkt og ástandið sé nú. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Birgi sem birt var á vef landlæknisembættisins. Hann segir sífellt fleiri sérfræðinga velja að minnka við sig vinnu eða hætti algjörlega störfum á Landspítala og vinni í staðinn á eigin stofu þar sem þeir fái betra vinnuumhverfi og betri laun. Heilbrigðisþjónusta sem byggist á einyrkjastarfi sérfræðinga sé ekki í stakk búin til að takast á við vandamál sjúklinga með króníska sjúkdóma, sem þarfnist aðkomu margra starfsstétta. Þannig valdi hlutastarf sérfræðinga á spítalanum því að flæði sjúklinga verði hægara en ella auk þess sem öryggi sjúklinga sé stefnd í hættu. Birgir segir embættið ítrekað hafa bent á að þörf sé á skjótum aðgerðum og bendir á að eftirfarandi aðgerðar séu nauðsynlegar, þær þurfi ekki aðkomu Alþingis og ættu því að geta komið til framkvæmda eins fljótt og kostur sé. · Landspítalinn verður að fá skýr fyrirmæli um að sérfræðingar verði framvegis einungis ráðnir í fullar stöður. · Stefna verður að því að vaktabyrði sérfræðinga sé ekki meiri en 3–4 vaktir á mánuði. · Setja verður reglur um aukastörf lækna og annars heilbrigðisstarfsfólks. · Jafnframt verður LSH að fá fyrirmæli um að auka dag- og göngudeildarstarfsemi spítalans svo að hægt sé að auka aðgengi sjúklinga með króníska sjúkdóma að þjónustu, hvort sem þeir hafa legið inni á spítalanum eða ekki. · Segja verður upp samningi Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) við samtök lækna og setja reglur um það að SÍ geri framvegis aðeins samninga við heilbrigðisfyrirtæki (opinber eða einkarekin) sem vinni samkvæmt ákveðinni kröfulýsingu og veiti þjónustu sem ríkið (greiðandinn) sér þörf fyrir. Birgir tekur jafnframt fram í yfirlýsingu sinni að fjölmörg mál sem séu á borði heilbrigðisráðherra muni beina þróun íslensks heilbrigðiskerfis á rétta braut ef þau verði að veruleika. Hann nefnir í því samhengi nýjar heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu, breytingar á greiðsluþátttöku sjúklinga með tilvísunarkerfi til sérfræðinga, fjármögnun vinnu við biðlista „og, síðast en ekki síst, heilbrigðisstefnu allt til ársins 2022 sem enn hefur þó ekki verið send út til umsóknar,“ segir landlæknir.
Alþingi Mest lesið Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent