„Einbeitum okkur að því að gera hlutina öðruvísi“ Samúel Karl Ólason skrifar 3. maí 2016 13:13 Jon Von Tetzchner. Mynd/Vivaldi Vafrinn Vivaldi hefur nú verið gefinn út í endanlegri útgáfu. Frumkvöðullinn Jon von Tetzchner, sem stóð einnig fyrir gerð vafrans Opera, á fyrirtækið sem gefur vafrann út. Vivaldi er að hluta til íslenskt fyrirtæki og vinna um tólf starfsmenn þess hér á höfuðborgarsvæðinu. Stærstur hluti fyrirtækisins er á Íslandi og í Noregi og eru teymin þar álíka stór. Í samtali við Vísi segir Jon að vinnan við vafrann hafi staðið yfir í tæp þrjú ár. Fyrir um ári síðan var vafrinn fyrst gefinn út til prófana og svo var endanlega útgáfan gefin út í síðasta mánuði. „Fólk er rosalega ánægt. Það verður að segjast eins og er. Það er búið að vera mjög gaman að tala við fréttamenn en fyrsta spurning þeirra hefur yfirleitt verið: Hvað eigum við að gera við annan vafra? Svo talar maður smávegis við fólk og svo prófar það. Allt í einu er maður bara kominn með nýja notendur.“Jon segir að það sjáist að margir hafi byrjað að prufa sig áfram og svo fest sig við Vivaldi.Vafrinn hefur fengið góða dóma hjá erlendum tæknimiðlum og Jon segir notendahóp Vivaldi byggjast upp smátt og smátt. Þeir hafi þó ekki sömu dreifingarmöguleika og stóru aðilarnir á markaðinum eins og Google, Apple og Microsoft.Sjá einnig: Kynna nýjan vafra tileinkuðum „nördahópnum“ „Allir hinir vafrarnir sem eru á markaðinum eru ætlaðir til þess að vera einfaldir. Það á að vera einfalt fyrir þig að fara frá hinum einföldu vöfrunum. Við einbeitum okkur að því að gera hlutina öðruvísi. Að gera eitthvað sem er betra fyrir notandann.“Sérstaða Vivaldi felst að vissu leyti í því að vafrinn er flóknari en aðrir og geta notendur sniðið vafrann vel að sínum þörfum og hentisemi.Jon bendir á að fjölmargir séu á netinu í marga klukkutíma á degi hverjum. Sé eitthvað verkefni sem sé þeim einstaklingum nauðsynlegt þá sé það góður vafri. „Í byrjun þegar þú ferð að nota hann sérðu að hann er litríkari og flottari því við erum með góða stráka í þessu. Svo ferðu að breyta honum. Það er hægt að breyta hvernig hann lítur út.” Þá taka starfsmenn Vivaldi á móti hugmyndum notenda. „Við tökum á móti öllum hugmyndum og það er kannski það mikilvægasta sem við það sem við erum að gera. Við hlustum á notendur. Það er lykillinn því hvernig við erum öðruvísi. Við erum með þá reglu að ef einhver biður um eitthvað og það er hægt, ekki of mikil vinna og ekki algerlega út í hött. Þá leggjum við það til. Kannski jafnvel bara sem valmöguleika svo þeir sem vilja geti notað það.“ „Hugsunarhátturinn er að fólk hefur mismunandi skoðun á því hvernig hlutirnir eiga að vera og það er flott. Okkar starf er að sjá til þess að allir geti haft hlutina eins og þau vilja sjálf.“Sjá einnig: Milljarðamæringur styrkir Gróttu.Styður við bakið á frumkvöðlumJon hefur verið duglegur við að styðja við bakið á sprotafyrirtækjum hér á Íslandi og rekur meðal annars Innovation House á Eiðistorgi. Starfsstöð Vivaldi er einnig þar til húsa. „Þetta var hugmynd sem gekk út á að styðja við frumkvöðlafyrirtæki og það er gott að geta gert það á þennan hátt. Ég fjárfesti í nokkrum fyrirtækjum og mér finnst mjög gaman að geta komið að því á Íslandi,“ segir Jon Von Tetzchner. Tengdar fréttir Internet Explorer ekki lengur vinsælastur Rúmlega 41 prósent netverja notast nú við Google Chrome. 3. maí 2016 11:27 Mest lesið Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Sjá meira
Vafrinn Vivaldi hefur nú verið gefinn út í endanlegri útgáfu. Frumkvöðullinn Jon von Tetzchner, sem stóð einnig fyrir gerð vafrans Opera, á fyrirtækið sem gefur vafrann út. Vivaldi er að hluta til íslenskt fyrirtæki og vinna um tólf starfsmenn þess hér á höfuðborgarsvæðinu. Stærstur hluti fyrirtækisins er á Íslandi og í Noregi og eru teymin þar álíka stór. Í samtali við Vísi segir Jon að vinnan við vafrann hafi staðið yfir í tæp þrjú ár. Fyrir um ári síðan var vafrinn fyrst gefinn út til prófana og svo var endanlega útgáfan gefin út í síðasta mánuði. „Fólk er rosalega ánægt. Það verður að segjast eins og er. Það er búið að vera mjög gaman að tala við fréttamenn en fyrsta spurning þeirra hefur yfirleitt verið: Hvað eigum við að gera við annan vafra? Svo talar maður smávegis við fólk og svo prófar það. Allt í einu er maður bara kominn með nýja notendur.“Jon segir að það sjáist að margir hafi byrjað að prufa sig áfram og svo fest sig við Vivaldi.Vafrinn hefur fengið góða dóma hjá erlendum tæknimiðlum og Jon segir notendahóp Vivaldi byggjast upp smátt og smátt. Þeir hafi þó ekki sömu dreifingarmöguleika og stóru aðilarnir á markaðinum eins og Google, Apple og Microsoft.Sjá einnig: Kynna nýjan vafra tileinkuðum „nördahópnum“ „Allir hinir vafrarnir sem eru á markaðinum eru ætlaðir til þess að vera einfaldir. Það á að vera einfalt fyrir þig að fara frá hinum einföldu vöfrunum. Við einbeitum okkur að því að gera hlutina öðruvísi. Að gera eitthvað sem er betra fyrir notandann.“Sérstaða Vivaldi felst að vissu leyti í því að vafrinn er flóknari en aðrir og geta notendur sniðið vafrann vel að sínum þörfum og hentisemi.Jon bendir á að fjölmargir séu á netinu í marga klukkutíma á degi hverjum. Sé eitthvað verkefni sem sé þeim einstaklingum nauðsynlegt þá sé það góður vafri. „Í byrjun þegar þú ferð að nota hann sérðu að hann er litríkari og flottari því við erum með góða stráka í þessu. Svo ferðu að breyta honum. Það er hægt að breyta hvernig hann lítur út.” Þá taka starfsmenn Vivaldi á móti hugmyndum notenda. „Við tökum á móti öllum hugmyndum og það er kannski það mikilvægasta sem við það sem við erum að gera. Við hlustum á notendur. Það er lykillinn því hvernig við erum öðruvísi. Við erum með þá reglu að ef einhver biður um eitthvað og það er hægt, ekki of mikil vinna og ekki algerlega út í hött. Þá leggjum við það til. Kannski jafnvel bara sem valmöguleika svo þeir sem vilja geti notað það.“ „Hugsunarhátturinn er að fólk hefur mismunandi skoðun á því hvernig hlutirnir eiga að vera og það er flott. Okkar starf er að sjá til þess að allir geti haft hlutina eins og þau vilja sjálf.“Sjá einnig: Milljarðamæringur styrkir Gróttu.Styður við bakið á frumkvöðlumJon hefur verið duglegur við að styðja við bakið á sprotafyrirtækjum hér á Íslandi og rekur meðal annars Innovation House á Eiðistorgi. Starfsstöð Vivaldi er einnig þar til húsa. „Þetta var hugmynd sem gekk út á að styðja við frumkvöðlafyrirtæki og það er gott að geta gert það á þennan hátt. Ég fjárfesti í nokkrum fyrirtækjum og mér finnst mjög gaman að geta komið að því á Íslandi,“ segir Jon Von Tetzchner.
Tengdar fréttir Internet Explorer ekki lengur vinsælastur Rúmlega 41 prósent netverja notast nú við Google Chrome. 3. maí 2016 11:27 Mest lesið Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Sjá meira
Internet Explorer ekki lengur vinsælastur Rúmlega 41 prósent netverja notast nú við Google Chrome. 3. maí 2016 11:27