Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra? Björgvin Guðmundsson skrifar 5. maí 2016 07:00 Með því að stutt er til næstu þingkosninga er ástæða til þess að velta þvi fyrir sér hvaða stjórnmálaflokkar muni helst styðja kjaramál eldri borgara. Reynsla eldri borgara af stjórnmálaflokkunum er ekki góð. Núverandi stjórnarflokkar lofuðu öllu fögru, þegar kjaranefnd FEB í Reykjavík ræddi við þá fyrir síðustu þingkosningar. Þeir tóku meira að segja upp í ályktanir flokksþinga sinna stór stefnumál eldri borgara. En því miður hefur lítið orðið úr efndum. Ekki er enn búið að efna stærsta kosningaloforðið, sem gefið var eldri borgurum. Og aðeins lítill hluti annarra loforða, sem öldruðum og öryrkjum voru gefin, hafa verið efnd. Viðræður kjaranefndar við stjórnarflokkana í lok kjörtímabils árið 2013 báru heldur ekki mikinn árangur.Hreyfingin flutti frumvarp Eini flokkurinn á Alþingi, sem varð við kalli kjaranefndarinnar 2013, var Hreyfingin. En Hreyfingin flutti, að frumkvæði Margrétar Tryggvadóttur alþingismanns, frumvarp um afturköllun þeirrar kjaraskerðingar sem aldraðir og öryrkjar urðu fyrir 2009. Frumvarpið náði ekki fram að ganga. Auk þess flutti Ólöf Nordal, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, frumvarp um leiðréttingu á einu atriði kjaraskerðingarinnar frá 2009. Kjaranefndin ræddi einnig við flokka, sem voru utan þings.Styður afnám tekjutengingar Hvaða líkur eru á því, að stjórnnmálaflokkarnir taki kjaramálum eldri borgara betur nú? Ég hafði fyrir nokkru samband við Helga Hrafn Gunnarsson, kaptein Pírata, og innti hann eftir því hvort hann eða flokkur hans væru reiðubúnir til þess að styðja kjaramál eldri borgara. Niðurstaða orðaskipta okkar var sú, að Helgi kvaðst geta stutt það baráttumál eldri borgara að afnema tekjutengingar aldraðra í kerfi almannatrygginga. Ég tel þetta gífurlega mikilvægan árangur. Stuðningur Helga Hrafns við afnám tekjutengingar aldraðra í almannatryggingum mundi að mínu mati þýða stuðning Pírata við málið. Eins og ég hef áður tekið fram lofaði Bjarni Benediktsson eldri borgurum því fyrir kosningarnar 2013 að afnema tekjutengingarnar. Ég tel víst að Samfylkingin og Vinstri grænir mundu styðja þetta mál þannig að yfirgnæfandi líkur eru á að þetta mál mundi ná fram að ganga.Mikilvægast að stórhækka lífeyrinn Helgi Hrafn var ekki reiðubúinn að úttala sig um aðrar kjarakröfur okkar. En af öðrum kjarakröfum er eitt mál mikilvægast: Stórhækkun lífeyris aldraðra og öryrkja frá almannatryggingum. Eins og ég hef tekið fram í greinum mínum er lífeyrir það lágur í dag, að þeir, sem verða að reiða sig á TR eingöngu, geta ekki lifað af honum. Þess vegna verður að stórhækka lífeyrinn. Það er stærsta krafa eldri borgara í dag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Skoðun Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Með því að stutt er til næstu þingkosninga er ástæða til þess að velta þvi fyrir sér hvaða stjórnmálaflokkar muni helst styðja kjaramál eldri borgara. Reynsla eldri borgara af stjórnmálaflokkunum er ekki góð. Núverandi stjórnarflokkar lofuðu öllu fögru, þegar kjaranefnd FEB í Reykjavík ræddi við þá fyrir síðustu þingkosningar. Þeir tóku meira að segja upp í ályktanir flokksþinga sinna stór stefnumál eldri borgara. En því miður hefur lítið orðið úr efndum. Ekki er enn búið að efna stærsta kosningaloforðið, sem gefið var eldri borgurum. Og aðeins lítill hluti annarra loforða, sem öldruðum og öryrkjum voru gefin, hafa verið efnd. Viðræður kjaranefndar við stjórnarflokkana í lok kjörtímabils árið 2013 báru heldur ekki mikinn árangur.Hreyfingin flutti frumvarp Eini flokkurinn á Alþingi, sem varð við kalli kjaranefndarinnar 2013, var Hreyfingin. En Hreyfingin flutti, að frumkvæði Margrétar Tryggvadóttur alþingismanns, frumvarp um afturköllun þeirrar kjaraskerðingar sem aldraðir og öryrkjar urðu fyrir 2009. Frumvarpið náði ekki fram að ganga. Auk þess flutti Ólöf Nordal, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, frumvarp um leiðréttingu á einu atriði kjaraskerðingarinnar frá 2009. Kjaranefndin ræddi einnig við flokka, sem voru utan þings.Styður afnám tekjutengingar Hvaða líkur eru á því, að stjórnnmálaflokkarnir taki kjaramálum eldri borgara betur nú? Ég hafði fyrir nokkru samband við Helga Hrafn Gunnarsson, kaptein Pírata, og innti hann eftir því hvort hann eða flokkur hans væru reiðubúnir til þess að styðja kjaramál eldri borgara. Niðurstaða orðaskipta okkar var sú, að Helgi kvaðst geta stutt það baráttumál eldri borgara að afnema tekjutengingar aldraðra í kerfi almannatrygginga. Ég tel þetta gífurlega mikilvægan árangur. Stuðningur Helga Hrafns við afnám tekjutengingar aldraðra í almannatryggingum mundi að mínu mati þýða stuðning Pírata við málið. Eins og ég hef áður tekið fram lofaði Bjarni Benediktsson eldri borgurum því fyrir kosningarnar 2013 að afnema tekjutengingarnar. Ég tel víst að Samfylkingin og Vinstri grænir mundu styðja þetta mál þannig að yfirgnæfandi líkur eru á að þetta mál mundi ná fram að ganga.Mikilvægast að stórhækka lífeyrinn Helgi Hrafn var ekki reiðubúinn að úttala sig um aðrar kjarakröfur okkar. En af öðrum kjarakröfum er eitt mál mikilvægast: Stórhækkun lífeyris aldraðra og öryrkja frá almannatryggingum. Eins og ég hef tekið fram í greinum mínum er lífeyrir það lágur í dag, að þeir, sem verða að reiða sig á TR eingöngu, geta ekki lifað af honum. Þess vegna verður að stórhækka lífeyrinn. Það er stærsta krafa eldri borgara í dag.
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar