Guðni Th. um meintar árásir gegn öðrum frambjóðendum: „Ég er þá í öðru sæti á eftir meistaranum“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. maí 2016 18:31 „Ég er þá í öðru sæti á eftir meistaranum,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson forsetaframbjóðandi um ummæli Ólafs Ragnars Grímssonar þar sem hann sagði Guðna Th. vera fyrsta forsetaframbjóðandinn sem hafið hafi kosningabaráttu sína á því að ráðast á aðra frambjóðendur. Guðni var gestur í sjónvarpsþættinum Eyjunni á Stöð 2 og var spurður um þessi ummæli forseta. Vitnaði Guðni þá til frétta af útvarpsviðtali við Ólaf Ragnar frá árinu 2012 þar sem hann hóf kosningabaráttu sína fyrir forsetakosningarnar það ár.Sjá einnig: Ólafur Ragnar tvístígandi um framboð: Fór fögrum orðum um Davíð Oddsson„„Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, gagnrýndi forsetaframboð Þóru Arnórsdóttur harkalega í útvarpsviðtali sem markaði upphaf kosningabaráttu hans,“ fréttir fyrir fjórum árum. Ég er að minnsta kosti ekki fyrsti frambjóðandinn sem gerir þetta sem Ólafur Ragnar ýjaði að í gær. Ég er þá í öðru sæti á eftir meistaranum,“ sagði Guðni. Ólafur Ragnar hafði gagnrýnt Guðna fyrir að hefja kosningabaráttu sína á því að ýja að því að aðrir forsetaframbjóðendur ættu að bjóða sig fram til Alþingis, þess efnis væri áhersluatriði þeirra fyrir forsetakosningarnar. Segir Guðni að það sé af og frá að hann hafi ráðist á einhvern. „Ég hef bara ekki ráðist á Andra Snæ og ekki heldur neinn annan sem er í framboði. Ég vakti máls á því til þess að hnykkja á minni sýn á embættið. Að mínu mati mætti líta svo á að þeir sem hefðu ákveðinn og skýran málstað að berjast fyrir ættu allt eins að huga að framboði til Alþingis. Það þýðir alls ekki að það megi ekki, í þessum forsetakosningunum, hampa sínum hugsjónum.“Guðni og Davíð tókust í hendur er þeir hittust fyrir útvarpsþáttinn á Sprengisandi í dag.Jóhann K. JóhannssonReif sig upp gamalt keppnisskapGuðni var spurður að því hvað hefði breyst frá því að hann var gestur Íslands í dag í síðasta mánuði þar sem hann sagði að mikið þyrfti að gerast til þess að hann myndi bjóða sig fram gegn sitjandi forseta. Sagði Guðni hafa metið stöðuna svo að það lögmál að sitjandi forseti ynni alltaf forsetakosningar ætti ef til vill ekki lengur við.Sjá einnig: Guðni Th: Tími Ólafs Ragnars og Davíðs er liðinn„Ég vissi að það yrði enginn hægðarleikur að bjóða sig fram gegn sitjandi forseta og hafa sigur en mér fannst líka að það lögmál að það sitjandi forseti vinni alltaf ætti ekki við. Sitjandi forsetar hafa allir þekkt vitjunartíma sinn,“ sagði Guðni og vitnaði í forsetana Ásgeir Ásgeirsson og Kristján Eldjárn. „„Freistaðu ekki þjóðarinnar með þrásetu,“ sagði Ásgeir Ásgeirsson, „Enginn er ómissandi,“ sagði Kristján Eldjárn. Þeir hættu, þeir létu af embætti. Það hefði enginn boðið sig fram gegn þeim, þannig var helgi embættisins á þeim tíma,“ en Guðni sagði einnig að gamalt keppnisskap hefði gert vart við sig og haft áhrif á ákvörðun sína um að bjóða sig fram gegn sitjandi forseta. „Það reif sig upp gamalt keppnisskap. Ég var búinn að taka ákvörðun um að fara fram, hvers vegna ætti ég að láta einhvern annan ákveða fyrir mig hvað ég gerði,“ sagði Guðni.„Nei, nei, nei, nei, nei, nei“ Aflandsfélög tengd Dorritt Moussaieff forsetafrúr og fjölskyldu hennar hafa verið mikið í umræðunni að undanförnu og var Guðni spurður að því hvort hann ætti einhverjar eignir í aflandsfélögum eða skattaskjólum. „Nei,“ var afdráttarlaust svar Guðna sem einnig svaraði því hvort að tengdafjölskylda sín í Kanada tengdust aflandsfélögum eða skattaskjólum. Vitnaði hann þá til ummæla sitjandi forseta í viðtali við CNN þar sem Ólafur Ragnar var spurður um tengsl fjölskyldu sinnar við aflandsfélög. „Þau eru með hobbý-farm fyrir utan Ottawa þar sem meðal annars eru íslenskar kindur. Ég leyfi mér að svara þeirra spurningu sem þú ert að varpa fram hér, eiga þau peninga í skattaskjóli? Nei,nei,nei,nei,nei,nei,“ sagði Guðni.Sjá má viðtalið við Guðna í heild sinni hér fyrir ofan. Alþingi Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Ólafur Ragnar tvístígandi um framboð: Fór fögrum orðum um Davíð Oddsson "Að sjálfsögðu hlýt ég að hugsa það hvernig ég bregst við þessum nýju forsendum.“ 8. maí 2016 18:23 Viðtal á CNN: Ólafur Ragnar segir þau Dorrit ekki tengjast aflandsfélögum á nokkurn hátt "Nei, nei, nei, nei, nei,“ sagði Ólafur Ragnar í vitali við Christiane Amanpour. 22. apríl 2016 12:00 Guðni Th: Forseti þarf að standa við orð sín og hafa ekkert að fela Sagnfræðingurinn og rithöfundurinn kynnti framboð sitt í dag. 5. maí 2016 14:19 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast Sjá meira
„Ég er þá í öðru sæti á eftir meistaranum,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson forsetaframbjóðandi um ummæli Ólafs Ragnars Grímssonar þar sem hann sagði Guðna Th. vera fyrsta forsetaframbjóðandinn sem hafið hafi kosningabaráttu sína á því að ráðast á aðra frambjóðendur. Guðni var gestur í sjónvarpsþættinum Eyjunni á Stöð 2 og var spurður um þessi ummæli forseta. Vitnaði Guðni þá til frétta af útvarpsviðtali við Ólaf Ragnar frá árinu 2012 þar sem hann hóf kosningabaráttu sína fyrir forsetakosningarnar það ár.Sjá einnig: Ólafur Ragnar tvístígandi um framboð: Fór fögrum orðum um Davíð Oddsson„„Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, gagnrýndi forsetaframboð Þóru Arnórsdóttur harkalega í útvarpsviðtali sem markaði upphaf kosningabaráttu hans,“ fréttir fyrir fjórum árum. Ég er að minnsta kosti ekki fyrsti frambjóðandinn sem gerir þetta sem Ólafur Ragnar ýjaði að í gær. Ég er þá í öðru sæti á eftir meistaranum,“ sagði Guðni. Ólafur Ragnar hafði gagnrýnt Guðna fyrir að hefja kosningabaráttu sína á því að ýja að því að aðrir forsetaframbjóðendur ættu að bjóða sig fram til Alþingis, þess efnis væri áhersluatriði þeirra fyrir forsetakosningarnar. Segir Guðni að það sé af og frá að hann hafi ráðist á einhvern. „Ég hef bara ekki ráðist á Andra Snæ og ekki heldur neinn annan sem er í framboði. Ég vakti máls á því til þess að hnykkja á minni sýn á embættið. Að mínu mati mætti líta svo á að þeir sem hefðu ákveðinn og skýran málstað að berjast fyrir ættu allt eins að huga að framboði til Alþingis. Það þýðir alls ekki að það megi ekki, í þessum forsetakosningunum, hampa sínum hugsjónum.“Guðni og Davíð tókust í hendur er þeir hittust fyrir útvarpsþáttinn á Sprengisandi í dag.Jóhann K. JóhannssonReif sig upp gamalt keppnisskapGuðni var spurður að því hvað hefði breyst frá því að hann var gestur Íslands í dag í síðasta mánuði þar sem hann sagði að mikið þyrfti að gerast til þess að hann myndi bjóða sig fram gegn sitjandi forseta. Sagði Guðni hafa metið stöðuna svo að það lögmál að sitjandi forseti ynni alltaf forsetakosningar ætti ef til vill ekki lengur við.Sjá einnig: Guðni Th: Tími Ólafs Ragnars og Davíðs er liðinn„Ég vissi að það yrði enginn hægðarleikur að bjóða sig fram gegn sitjandi forseta og hafa sigur en mér fannst líka að það lögmál að það sitjandi forseti vinni alltaf ætti ekki við. Sitjandi forsetar hafa allir þekkt vitjunartíma sinn,“ sagði Guðni og vitnaði í forsetana Ásgeir Ásgeirsson og Kristján Eldjárn. „„Freistaðu ekki þjóðarinnar með þrásetu,“ sagði Ásgeir Ásgeirsson, „Enginn er ómissandi,“ sagði Kristján Eldjárn. Þeir hættu, þeir létu af embætti. Það hefði enginn boðið sig fram gegn þeim, þannig var helgi embættisins á þeim tíma,“ en Guðni sagði einnig að gamalt keppnisskap hefði gert vart við sig og haft áhrif á ákvörðun sína um að bjóða sig fram gegn sitjandi forseta. „Það reif sig upp gamalt keppnisskap. Ég var búinn að taka ákvörðun um að fara fram, hvers vegna ætti ég að láta einhvern annan ákveða fyrir mig hvað ég gerði,“ sagði Guðni.„Nei, nei, nei, nei, nei, nei“ Aflandsfélög tengd Dorritt Moussaieff forsetafrúr og fjölskyldu hennar hafa verið mikið í umræðunni að undanförnu og var Guðni spurður að því hvort hann ætti einhverjar eignir í aflandsfélögum eða skattaskjólum. „Nei,“ var afdráttarlaust svar Guðna sem einnig svaraði því hvort að tengdafjölskylda sín í Kanada tengdust aflandsfélögum eða skattaskjólum. Vitnaði hann þá til ummæla sitjandi forseta í viðtali við CNN þar sem Ólafur Ragnar var spurður um tengsl fjölskyldu sinnar við aflandsfélög. „Þau eru með hobbý-farm fyrir utan Ottawa þar sem meðal annars eru íslenskar kindur. Ég leyfi mér að svara þeirra spurningu sem þú ert að varpa fram hér, eiga þau peninga í skattaskjóli? Nei,nei,nei,nei,nei,nei,“ sagði Guðni.Sjá má viðtalið við Guðna í heild sinni hér fyrir ofan.
Alþingi Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Ólafur Ragnar tvístígandi um framboð: Fór fögrum orðum um Davíð Oddsson "Að sjálfsögðu hlýt ég að hugsa það hvernig ég bregst við þessum nýju forsendum.“ 8. maí 2016 18:23 Viðtal á CNN: Ólafur Ragnar segir þau Dorrit ekki tengjast aflandsfélögum á nokkurn hátt "Nei, nei, nei, nei, nei,“ sagði Ólafur Ragnar í vitali við Christiane Amanpour. 22. apríl 2016 12:00 Guðni Th: Forseti þarf að standa við orð sín og hafa ekkert að fela Sagnfræðingurinn og rithöfundurinn kynnti framboð sitt í dag. 5. maí 2016 14:19 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast Sjá meira
Ólafur Ragnar tvístígandi um framboð: Fór fögrum orðum um Davíð Oddsson "Að sjálfsögðu hlýt ég að hugsa það hvernig ég bregst við þessum nýju forsendum.“ 8. maí 2016 18:23
Viðtal á CNN: Ólafur Ragnar segir þau Dorrit ekki tengjast aflandsfélögum á nokkurn hátt "Nei, nei, nei, nei, nei,“ sagði Ólafur Ragnar í vitali við Christiane Amanpour. 22. apríl 2016 12:00
Guðni Th: Forseti þarf að standa við orð sín og hafa ekkert að fela Sagnfræðingurinn og rithöfundurinn kynnti framboð sitt í dag. 5. maí 2016 14:19