Ný greining lýsir bjartsýni um stórar olíulindir á Drekasvæði Kristján Már Unnarsson skrifar 25. apríl 2016 18:45 Niðurstöður rannsókna á Drekasvæðinu, sem kynntar voru á fundi sérleyfishafa í dag, lýsa bjartsýni um að þar sé bæði að finna stórar og meðalstórar olíulindir. Sérleyfishópur undir forystu kínverska ríkisolíufélagsins CNOOC hyggst færa olíuleitina yfir á næsta stig með það að markmiði að boranir hefjist eftir fjögur ár. Fyrsti olíuleitarleiðangur í lögsögu Íslands á vegum sérleyfishafa fór frá Reyðarfirði síðastliðið haust á tveimur skipum með alls um sjötíu manns um borð. Leiðangurinn var til að afla nánari upplýsinga um jarðlög Drekasvæðisins með tvívíðum bergmálsmælingum og var undir forystu kínverska ríkisolíufélagsins CNOOC. Rannsóknarskipið sem var á Drekasvæðinu í september síðastliðinn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Með þeim í sérleyfinu eru norska ríkisolíufélagið Petoro og íslenska félagið Eykon. Hinn sérleyfishópurinn, undir forystu kanadíska félagsins Ithaca, áformar svo að hefjast handa í sumar með samsvarandi rannsókn. Fulltrúar CNOOC-hópsins hittust hins vegar í Reykjavík í dag til að fara yfir stöðu olíuleitarinnar og sátu fulltrúar Orkustofnunar einnig fundinn fyrir hönd íslenskra stjórnvalda. Þar voru kynntar nýjar greiningar á eldri hljóðbylgjumælingum sem benda til að svokallað móðurberg sé í miklum mæli á Drekasvæðinu og einnig svokallað geymsluberg en þetta eru helstu forsendur þess að þar geti olía hafa myndast og varðveist. Fundurinn fór fram á Center hótel við Aðalstræti en fulltrúar sérleyfishópsins fengust ekki í viðtal að honum loknum um niðurstöðurnar. Fulltrúi Eykons sagði fréttastofu þó að þær nýju upplýsingar, sem kynntar voru í dag, gæfu tilefni til bjartsýni um að á Drekasvæðinu fyndust bæði stórar og meðalstórar olíulindir. Þetta þýðir að olíuleitin heldur áfram samkvæmt rannsóknaráætlun. Búist er við að fyrir áramót liggi fyrir nánari greiningar. Jafnframt er byrjað að undirbúa svokallaðar þrívíðar bergmálsmælingar, sem eru forsendur olíuborana, en stjórnarformaður Eykons, Heiðar Guðjónsson, kynnti síðastliðið haust áætlun um að bora þrjár holur. „Þá fyrstu árið 2020, aðra 2022 og þá þriðju 2023. Þannig að við erum væntanlega upp úr 2018-2019 að fara að skipuleggja borunina,“ sagði Heiðar í viðtali þann 2. september sl. Eftir fundinn í dag er ljóst að þau áform standa óbreytt. Heiðar Guðjónsson, stjórnarformaður Eykons, við olíuleitarskipið á Reyðarfirði í haust.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Olíuleit á Drekasvæði Tengdar fréttir Vonast til að olíuleitin byggi upp gróskumikið atvinnulíf Fyrirtæki hefur verið stofnað á Reyðarfirði um þjónustumiðstöð fyrir olíuiðnað. 3. september 2015 22:45 Afturköllun sérleyfa gæti kallað á skaðabótakröfur Íslenska ríkið gæti búist við skaðabótakröfum, ef hætt yrði við olíuleit á Drekasvæðinu, að mati orkumálastjóra. 14. desember 2015 19:00 Olíuleitarleiðangur á Drekasvæðið í vor Kanadíska olíufélagið Íþaka hefur samið við norskt olíurannsóknafyrirtæki um að senda leitarleiðangur á Drekasvæðið í sumarbyrjun. 2. apríl 2016 19:00 Vísbendingar um stórar olíulindir hvetja til leitar á Drekasvæðinu Dýrasta olíuleit við Ísland til þessa á vegum sérleyfishafa hefst í kvöld þegar rannsóknarleiðangur tveggja skipa heldur á Drekasvæðið frá Austfjörðum. 2. september 2015 19:45 Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Sjá meira
Niðurstöður rannsókna á Drekasvæðinu, sem kynntar voru á fundi sérleyfishafa í dag, lýsa bjartsýni um að þar sé bæði að finna stórar og meðalstórar olíulindir. Sérleyfishópur undir forystu kínverska ríkisolíufélagsins CNOOC hyggst færa olíuleitina yfir á næsta stig með það að markmiði að boranir hefjist eftir fjögur ár. Fyrsti olíuleitarleiðangur í lögsögu Íslands á vegum sérleyfishafa fór frá Reyðarfirði síðastliðið haust á tveimur skipum með alls um sjötíu manns um borð. Leiðangurinn var til að afla nánari upplýsinga um jarðlög Drekasvæðisins með tvívíðum bergmálsmælingum og var undir forystu kínverska ríkisolíufélagsins CNOOC. Rannsóknarskipið sem var á Drekasvæðinu í september síðastliðinn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Með þeim í sérleyfinu eru norska ríkisolíufélagið Petoro og íslenska félagið Eykon. Hinn sérleyfishópurinn, undir forystu kanadíska félagsins Ithaca, áformar svo að hefjast handa í sumar með samsvarandi rannsókn. Fulltrúar CNOOC-hópsins hittust hins vegar í Reykjavík í dag til að fara yfir stöðu olíuleitarinnar og sátu fulltrúar Orkustofnunar einnig fundinn fyrir hönd íslenskra stjórnvalda. Þar voru kynntar nýjar greiningar á eldri hljóðbylgjumælingum sem benda til að svokallað móðurberg sé í miklum mæli á Drekasvæðinu og einnig svokallað geymsluberg en þetta eru helstu forsendur þess að þar geti olía hafa myndast og varðveist. Fundurinn fór fram á Center hótel við Aðalstræti en fulltrúar sérleyfishópsins fengust ekki í viðtal að honum loknum um niðurstöðurnar. Fulltrúi Eykons sagði fréttastofu þó að þær nýju upplýsingar, sem kynntar voru í dag, gæfu tilefni til bjartsýni um að á Drekasvæðinu fyndust bæði stórar og meðalstórar olíulindir. Þetta þýðir að olíuleitin heldur áfram samkvæmt rannsóknaráætlun. Búist er við að fyrir áramót liggi fyrir nánari greiningar. Jafnframt er byrjað að undirbúa svokallaðar þrívíðar bergmálsmælingar, sem eru forsendur olíuborana, en stjórnarformaður Eykons, Heiðar Guðjónsson, kynnti síðastliðið haust áætlun um að bora þrjár holur. „Þá fyrstu árið 2020, aðra 2022 og þá þriðju 2023. Þannig að við erum væntanlega upp úr 2018-2019 að fara að skipuleggja borunina,“ sagði Heiðar í viðtali þann 2. september sl. Eftir fundinn í dag er ljóst að þau áform standa óbreytt. Heiðar Guðjónsson, stjórnarformaður Eykons, við olíuleitarskipið á Reyðarfirði í haust.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.
Olíuleit á Drekasvæði Tengdar fréttir Vonast til að olíuleitin byggi upp gróskumikið atvinnulíf Fyrirtæki hefur verið stofnað á Reyðarfirði um þjónustumiðstöð fyrir olíuiðnað. 3. september 2015 22:45 Afturköllun sérleyfa gæti kallað á skaðabótakröfur Íslenska ríkið gæti búist við skaðabótakröfum, ef hætt yrði við olíuleit á Drekasvæðinu, að mati orkumálastjóra. 14. desember 2015 19:00 Olíuleitarleiðangur á Drekasvæðið í vor Kanadíska olíufélagið Íþaka hefur samið við norskt olíurannsóknafyrirtæki um að senda leitarleiðangur á Drekasvæðið í sumarbyrjun. 2. apríl 2016 19:00 Vísbendingar um stórar olíulindir hvetja til leitar á Drekasvæðinu Dýrasta olíuleit við Ísland til þessa á vegum sérleyfishafa hefst í kvöld þegar rannsóknarleiðangur tveggja skipa heldur á Drekasvæðið frá Austfjörðum. 2. september 2015 19:45 Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Sjá meira
Vonast til að olíuleitin byggi upp gróskumikið atvinnulíf Fyrirtæki hefur verið stofnað á Reyðarfirði um þjónustumiðstöð fyrir olíuiðnað. 3. september 2015 22:45
Afturköllun sérleyfa gæti kallað á skaðabótakröfur Íslenska ríkið gæti búist við skaðabótakröfum, ef hætt yrði við olíuleit á Drekasvæðinu, að mati orkumálastjóra. 14. desember 2015 19:00
Olíuleitarleiðangur á Drekasvæðið í vor Kanadíska olíufélagið Íþaka hefur samið við norskt olíurannsóknafyrirtæki um að senda leitarleiðangur á Drekasvæðið í sumarbyrjun. 2. apríl 2016 19:00
Vísbendingar um stórar olíulindir hvetja til leitar á Drekasvæðinu Dýrasta olíuleit við Ísland til þessa á vegum sérleyfishafa hefst í kvöld þegar rannsóknarleiðangur tveggja skipa heldur á Drekasvæðið frá Austfjörðum. 2. september 2015 19:45