Frosti vonar að tillaga Vinstri grænna nái fram að ganga Heimir Már Pétursson skrifar 29. apríl 2016 19:27 Stjórnarandstaðan telur nauðsynlegt að Alþingi láti rannsaka umfang aflandsfélaga sem tengjast Íslandi og leggja Vinstri grænir til að forseti Alþingis skipi rannsóknarnefnd til að kortleggja það. Formaður Efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis vonar að tillagan nái fram að ganga. Þingsályktunartillaga Vinstri grænna kom til fyrri umræðu á Alþingi í dag. En þingmenn flokksins segja atburði síðustu vikna sýna að full nauðsyn sé á að ná utan um eignarhald Íslendinga á aflandsfélögum og þeir krefjast þess jafnframt að fjármálaráðherra segi af sér vegna tengsl sín við slíkt félag. „Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna sagði skattaskjól vera vettvang skattsvika í framsöguræðu sinni í dag. „Að slíkri stærðargráðu að enginn getur í raun og veru áttað sig á því umfangi. Skattaskjól eru staður þeirra sem vilja fría sig frá skyldum við sitt upprunasamfélag,“ sagði Svandís. Vinstri grænir vilja að nefnd fimm sérfræðinga verði skipuð og hún skili af sér bráðabirgðaskýrslu í september og lokaskýrslu í desember á þessu ári. Þingflokkur Samfylkingarinnar lagði einnig fram þingsályktun í dag um að Alþingi feli ríkisstjórninni að beita sér fyrir alþjóðlegum viðskiptaþvingunum gagnvart lágskattaríkjum til að koma í veg fyrir leynd yfir eignarhaldi félaga í lágskattaríkjum og koma í veg fyrir skattaundanskot. Frosti Sigurjónsson þingmaður Framsóknarflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar sagði afstöðu hans til skattaskjóla mjög skýra. „Ég er andvígur þeirra starfsemi og ég tel nauðsynlegt að Ísland verði hvorki meira né minna í í fararbroddi í því að berjast gegn starfsemi þeirra,“ sagði Frosti. Fyrsta skrefið væri að gera sér grein fyrir umfangi vandans hér á Íslandi og í því ljósi væri tillaga Vinstri grænna áhugaverð. „Og margt í henni sem ég tel að við getum stutt. Ég veit að í meðförum þingsins mun hún eingöngu batna og ég vona að hún nái fram að ganga. Þannig að það er mín afstaða til málsins,“ sagði Frosti Sigurjónsson. Alþingi Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sjá meira
Stjórnarandstaðan telur nauðsynlegt að Alþingi láti rannsaka umfang aflandsfélaga sem tengjast Íslandi og leggja Vinstri grænir til að forseti Alþingis skipi rannsóknarnefnd til að kortleggja það. Formaður Efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis vonar að tillagan nái fram að ganga. Þingsályktunartillaga Vinstri grænna kom til fyrri umræðu á Alþingi í dag. En þingmenn flokksins segja atburði síðustu vikna sýna að full nauðsyn sé á að ná utan um eignarhald Íslendinga á aflandsfélögum og þeir krefjast þess jafnframt að fjármálaráðherra segi af sér vegna tengsl sín við slíkt félag. „Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna sagði skattaskjól vera vettvang skattsvika í framsöguræðu sinni í dag. „Að slíkri stærðargráðu að enginn getur í raun og veru áttað sig á því umfangi. Skattaskjól eru staður þeirra sem vilja fría sig frá skyldum við sitt upprunasamfélag,“ sagði Svandís. Vinstri grænir vilja að nefnd fimm sérfræðinga verði skipuð og hún skili af sér bráðabirgðaskýrslu í september og lokaskýrslu í desember á þessu ári. Þingflokkur Samfylkingarinnar lagði einnig fram þingsályktun í dag um að Alþingi feli ríkisstjórninni að beita sér fyrir alþjóðlegum viðskiptaþvingunum gagnvart lágskattaríkjum til að koma í veg fyrir leynd yfir eignarhaldi félaga í lágskattaríkjum og koma í veg fyrir skattaundanskot. Frosti Sigurjónsson þingmaður Framsóknarflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar sagði afstöðu hans til skattaskjóla mjög skýra. „Ég er andvígur þeirra starfsemi og ég tel nauðsynlegt að Ísland verði hvorki meira né minna í í fararbroddi í því að berjast gegn starfsemi þeirra,“ sagði Frosti. Fyrsta skrefið væri að gera sér grein fyrir umfangi vandans hér á Íslandi og í því ljósi væri tillaga Vinstri grænna áhugaverð. „Og margt í henni sem ég tel að við getum stutt. Ég veit að í meðförum þingsins mun hún eingöngu batna og ég vona að hún nái fram að ganga. Þannig að það er mín afstaða til málsins,“ sagði Frosti Sigurjónsson.
Alþingi Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sjá meira