Móðir Camerons gaf honum 200 þúsund pund Birgir Olgeirsson skrifar 10. apríl 2016 11:03 David Cameron Vísir/EPA Móðir Davids Cameron, forsætisráðherra Bretlands, gaf honum 200 þúsund pund að gjöf, um 34 milljónir íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag, eftir að faðir hans dó. Cameron hefur opinberað skattframtöl sín frá árunum 2009 til 2015 til að sýna fram á að hann sveik ekki undan skatti eftir að hafa verið gagnrýndur harðlega fyrir að hafa átt hlut í aflandsfélagi föður síns heitins, Ian Cameron. Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC greinir frá því að móðir hans lagði tvívegis inn á hann 100 þúsund pund ári eftir að hann erfði 300 þúsund pund frá föður sínum árið 2010. Leiðtogi Verkamannaflokksins, Jeremy Corbyn, segir mörgum spurningum ósvarað eftir að Cameron opinberaði bókhald sitt. Segir Corbyn að mögulega sé tilefni til að skoða reglur um erfðaskatt í því samhengi en Corbyn hefur sjálfur gefið það út að hann ætli að opinbera skattframtöl sín fljótlega. David Cameron segist hafa opinberað skattframtöl sín til að sýna og sanna að hann hafi ekkert að fela. Lekinn á Panama-gögnunum leiddi í ljós að faðir hans átti aflandsfélagið Blairmore Holdings í skattaskjóli en það var lögmannsstofan alræmda, Mossack Fonseca, sem kom því á laggirnar fyrir hann. David Cameron viðurkenndi síðar að hafa átt hlut í félaginu ásamt eiginkonu sinni, Söru Cameron, sem þau síðar seldu með hagnaði. Við skoðun á skattframtölum Camerons kemur í ljós að hann og eiginkona hans högnuðust um 19 þúsund pund vegna sölunnar en af því gaf Cameron upp til skatts 9.500 pund. Panama-skjölin Tengdar fréttir Mótmæla við Downing stræti 10 að íslenskri fyrirmynd „Íslendingar sættu sig ekki við spilltan forsætisráðherra og við ættum ekki að gera það heldur.“ 8. apríl 2016 11:24 David Cameron opnar bókhaldið Birtir upplýsingar um fjármál sín aftur til ársins 2009. 9. apríl 2016 23:49 Krefjast afsagnar Cameron Mótmælt að íslenskri fyrirmynd. 9. apríl 2016 12:07 Cameron stendur höllum fæti vegna mótmælanna á Íslandi Þúsundir mótmælenda komu saman í Lundúnum í dag til að krefjast afsagnar David Cameron forsætisráðherra landsins vegna tengsla hans við skattaskjól. Stjórnmálafræði-prófessor segir Cameron standa höllum fæti í Bretlandi vegna atburða síðustu daga og mótmælanna á Íslandi. 9. apríl 2016 19:15 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Móðir Davids Cameron, forsætisráðherra Bretlands, gaf honum 200 þúsund pund að gjöf, um 34 milljónir íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag, eftir að faðir hans dó. Cameron hefur opinberað skattframtöl sín frá árunum 2009 til 2015 til að sýna fram á að hann sveik ekki undan skatti eftir að hafa verið gagnrýndur harðlega fyrir að hafa átt hlut í aflandsfélagi föður síns heitins, Ian Cameron. Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC greinir frá því að móðir hans lagði tvívegis inn á hann 100 þúsund pund ári eftir að hann erfði 300 þúsund pund frá föður sínum árið 2010. Leiðtogi Verkamannaflokksins, Jeremy Corbyn, segir mörgum spurningum ósvarað eftir að Cameron opinberaði bókhald sitt. Segir Corbyn að mögulega sé tilefni til að skoða reglur um erfðaskatt í því samhengi en Corbyn hefur sjálfur gefið það út að hann ætli að opinbera skattframtöl sín fljótlega. David Cameron segist hafa opinberað skattframtöl sín til að sýna og sanna að hann hafi ekkert að fela. Lekinn á Panama-gögnunum leiddi í ljós að faðir hans átti aflandsfélagið Blairmore Holdings í skattaskjóli en það var lögmannsstofan alræmda, Mossack Fonseca, sem kom því á laggirnar fyrir hann. David Cameron viðurkenndi síðar að hafa átt hlut í félaginu ásamt eiginkonu sinni, Söru Cameron, sem þau síðar seldu með hagnaði. Við skoðun á skattframtölum Camerons kemur í ljós að hann og eiginkona hans högnuðust um 19 þúsund pund vegna sölunnar en af því gaf Cameron upp til skatts 9.500 pund.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Mótmæla við Downing stræti 10 að íslenskri fyrirmynd „Íslendingar sættu sig ekki við spilltan forsætisráðherra og við ættum ekki að gera það heldur.“ 8. apríl 2016 11:24 David Cameron opnar bókhaldið Birtir upplýsingar um fjármál sín aftur til ársins 2009. 9. apríl 2016 23:49 Krefjast afsagnar Cameron Mótmælt að íslenskri fyrirmynd. 9. apríl 2016 12:07 Cameron stendur höllum fæti vegna mótmælanna á Íslandi Þúsundir mótmælenda komu saman í Lundúnum í dag til að krefjast afsagnar David Cameron forsætisráðherra landsins vegna tengsla hans við skattaskjól. Stjórnmálafræði-prófessor segir Cameron standa höllum fæti í Bretlandi vegna atburða síðustu daga og mótmælanna á Íslandi. 9. apríl 2016 19:15 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Mótmæla við Downing stræti 10 að íslenskri fyrirmynd „Íslendingar sættu sig ekki við spilltan forsætisráðherra og við ættum ekki að gera það heldur.“ 8. apríl 2016 11:24
David Cameron opnar bókhaldið Birtir upplýsingar um fjármál sín aftur til ársins 2009. 9. apríl 2016 23:49
Cameron stendur höllum fæti vegna mótmælanna á Íslandi Þúsundir mótmælenda komu saman í Lundúnum í dag til að krefjast afsagnar David Cameron forsætisráðherra landsins vegna tengsla hans við skattaskjól. Stjórnmálafræði-prófessor segir Cameron standa höllum fæti í Bretlandi vegna atburða síðustu daga og mótmælanna á Íslandi. 9. apríl 2016 19:15