Læti á Alþingi: „Virðulegur forseti, þetta er fáránlegt“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. apríl 2016 14:29 Ragnheiður Ríkharðsdóttir Vísir/gva Þingmenn stjórnarandstöðunnar komu hver af öðrum upp í pontu við upphaf þingfundar í dag og kvöddu sér hljóðs undir liðnum fundarstjórn forseta. Kölluðu þeir allir eftir því að dagsetning yrði sett strax á kosningar sem stjórnarflokkarnir hafa boðað í haust en á fundi Sigurðar Inga Jóhannssonar, forsætisráðherra, með forystumönnunum í morgun var hvorki gefin upp dagsetning á kosningar né málalisti nýrrar ríkisstjórnarinnar.Vilja dagsetningu á þingkosningar Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar, sagði að hann hefði þurft að láta segja sér það tvisvar í morgun að ekkert væri að frétta eftir fundinn í morgun; engin dagsetning og enginn málalisti. Hann sagði nauðsynlegt að fá dagsetningu á kosningarnar. „Dagsetningu á þessar kosningar takk og svo getum við talað um hvaða mál þarf að klára fyrir þær,“ sagði Róbert. Þá sagðist Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, ekki telja að hægt væri að halda fundi á Alþingi fyrr en dagsetning kosninganna lægi fyrir.Furðaði sig á „pirringi“ stjórnarandstöðunnar Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins, kom í ræðustól og lýsti furðu sinni á því sem hann kallaði „pirring“ stjórnarandstöðunnar enda hefði forsætisráðherra fundað með forystumönnum hennar í morgun. Hann sagði lagt upp með af hálfu stjórnarflokkanna að klára mikilvæg mál og kjósa svo í haust. „Hæstvirtur forsætisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, hefur talað við stjórnarandstöðuna og er að reyna að leita leiða til þess að samræma þessi sjónarmið að þá er stjórnarandstaðan hér og veður uppi með miklu pirringi og miklum látum. Virðulegur forseti, okkur er ekkert að vanbúnaði að ganga til dagskrár sem liggur fyrir þessum fundi,“ sagði Ásmundur Einar.„Þú ættir að skammast þín“ Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, kom einnig í pontu og var nokkuð harðorð í garð stjórnarandstöðunnar. Vísaði hún meðal annars til þess að á seinasta kjörtímabili hefði Jóhanna Sigurðardóttir, þáverandi forsætisráðherra, farið gegn jafnréttislögum. Þá vísaði hún jafnframt til ógildingar dómstóla á ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur, þáverandi umhverfisráðherra. Hvorug þeirra hefði þó ekki sagt af sér og virtist Ragnheiði blöskra mjög: „Menn geta verið ósammála um þá stöðu sem hér er uppi og ekki ætla ég að standa hér og mæla fyrir aflandsfélögum, víðs fjarri. Síðasta ríkisstjórn skipaði líka stjórnlagaráð þrátt fyrir ógildingu kosninga í Hæstarétti. Svo kemur þetta sama fólk hér, virðulegur forseti, og talar hér eins og helgislepjan sé engin í heiminum. Valdhroki þingflokksformanns Pírata sem sendir sínu eigin fólki þannig tóninn að það sé best til þess fallið til að þrífa stendur svo hér eins og heilög kýr og segir öðrum fyrir verkum. Virðulegur forseti, þetta er fáránlegt,“ sagði Ragnheiður og vísaði þar til Birgittu Jónsdóttur. Nokkur læti urðu í þingsalnum í kjölfar þessara orða og heyrðist einhver þingmaður í salnum hrópa „þú ættir að skammast þín.“ Þurfti Einar K. Guðfinnsson, forseti þingsins, að slá ítrekað í bjöllu sína til að fá ró í salnum og geta hleypt Óttari Proppé, þingmanni Bjartrar framtíðar, að.Sagði ástandið „óboðlegt“ Á eftir Óttari kom Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, svo í pontu og sagði að ríkisstjórnin væri nú að finna ástæður til þess að svíkja loforð sitt til þjóðarinnar um að gengið yrði fyrr til kosninga. „Því var lofað til þjóðarinnar eftir stærstu mótmæli Íslandssögunnar að það yrði rofið þing. En síðan hafa þingmenn stjórnarinnar og ráðherrar komið hver á fætur öðrum og hótað því að það eigi ekki að standa við þetta heldur velti það algjörlega á stjórnarandstöðunni að taka þátt í því að leysa út óútfylltan tékka ríkisstjórnarinnar. Þetta er óboðlegt ástand og ætla það að við förum hér í hefðbundin þingstörf og látum eins og ekkert hafi gerst hér á landinu er ekki í boði. [...] Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar krefjast þess að fá dagsetningu og hér verða engin hefðbundin þingstörf fyrr en það hefur gerst,“ sagði Birgitta. Á meðal þess sem er á dagskrá þingsins í dag er frumvarp heilbrigðisráðherra um sjúkratryggingar og kostnaðarþátttöku sjúklinga. Alþingi Tengdar fréttir Enginn málalisti og engin dagsetning á kosningar Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að fátt nýtt hafi komið fram á fundi forystumanna stjórnarandstöðunnar með Sigurði Inga Jóhannssyni, forsætisráðherra, í morgun. 12. apríl 2016 11:17 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Sjá meira
Þingmenn stjórnarandstöðunnar komu hver af öðrum upp í pontu við upphaf þingfundar í dag og kvöddu sér hljóðs undir liðnum fundarstjórn forseta. Kölluðu þeir allir eftir því að dagsetning yrði sett strax á kosningar sem stjórnarflokkarnir hafa boðað í haust en á fundi Sigurðar Inga Jóhannssonar, forsætisráðherra, með forystumönnunum í morgun var hvorki gefin upp dagsetning á kosningar né málalisti nýrrar ríkisstjórnarinnar.Vilja dagsetningu á þingkosningar Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar, sagði að hann hefði þurft að láta segja sér það tvisvar í morgun að ekkert væri að frétta eftir fundinn í morgun; engin dagsetning og enginn málalisti. Hann sagði nauðsynlegt að fá dagsetningu á kosningarnar. „Dagsetningu á þessar kosningar takk og svo getum við talað um hvaða mál þarf að klára fyrir þær,“ sagði Róbert. Þá sagðist Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, ekki telja að hægt væri að halda fundi á Alþingi fyrr en dagsetning kosninganna lægi fyrir.Furðaði sig á „pirringi“ stjórnarandstöðunnar Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins, kom í ræðustól og lýsti furðu sinni á því sem hann kallaði „pirring“ stjórnarandstöðunnar enda hefði forsætisráðherra fundað með forystumönnum hennar í morgun. Hann sagði lagt upp með af hálfu stjórnarflokkanna að klára mikilvæg mál og kjósa svo í haust. „Hæstvirtur forsætisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, hefur talað við stjórnarandstöðuna og er að reyna að leita leiða til þess að samræma þessi sjónarmið að þá er stjórnarandstaðan hér og veður uppi með miklu pirringi og miklum látum. Virðulegur forseti, okkur er ekkert að vanbúnaði að ganga til dagskrár sem liggur fyrir þessum fundi,“ sagði Ásmundur Einar.„Þú ættir að skammast þín“ Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, kom einnig í pontu og var nokkuð harðorð í garð stjórnarandstöðunnar. Vísaði hún meðal annars til þess að á seinasta kjörtímabili hefði Jóhanna Sigurðardóttir, þáverandi forsætisráðherra, farið gegn jafnréttislögum. Þá vísaði hún jafnframt til ógildingar dómstóla á ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur, þáverandi umhverfisráðherra. Hvorug þeirra hefði þó ekki sagt af sér og virtist Ragnheiði blöskra mjög: „Menn geta verið ósammála um þá stöðu sem hér er uppi og ekki ætla ég að standa hér og mæla fyrir aflandsfélögum, víðs fjarri. Síðasta ríkisstjórn skipaði líka stjórnlagaráð þrátt fyrir ógildingu kosninga í Hæstarétti. Svo kemur þetta sama fólk hér, virðulegur forseti, og talar hér eins og helgislepjan sé engin í heiminum. Valdhroki þingflokksformanns Pírata sem sendir sínu eigin fólki þannig tóninn að það sé best til þess fallið til að þrífa stendur svo hér eins og heilög kýr og segir öðrum fyrir verkum. Virðulegur forseti, þetta er fáránlegt,“ sagði Ragnheiður og vísaði þar til Birgittu Jónsdóttur. Nokkur læti urðu í þingsalnum í kjölfar þessara orða og heyrðist einhver þingmaður í salnum hrópa „þú ættir að skammast þín.“ Þurfti Einar K. Guðfinnsson, forseti þingsins, að slá ítrekað í bjöllu sína til að fá ró í salnum og geta hleypt Óttari Proppé, þingmanni Bjartrar framtíðar, að.Sagði ástandið „óboðlegt“ Á eftir Óttari kom Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, svo í pontu og sagði að ríkisstjórnin væri nú að finna ástæður til þess að svíkja loforð sitt til þjóðarinnar um að gengið yrði fyrr til kosninga. „Því var lofað til þjóðarinnar eftir stærstu mótmæli Íslandssögunnar að það yrði rofið þing. En síðan hafa þingmenn stjórnarinnar og ráðherrar komið hver á fætur öðrum og hótað því að það eigi ekki að standa við þetta heldur velti það algjörlega á stjórnarandstöðunni að taka þátt í því að leysa út óútfylltan tékka ríkisstjórnarinnar. Þetta er óboðlegt ástand og ætla það að við förum hér í hefðbundin þingstörf og látum eins og ekkert hafi gerst hér á landinu er ekki í boði. [...] Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar krefjast þess að fá dagsetningu og hér verða engin hefðbundin þingstörf fyrr en það hefur gerst,“ sagði Birgitta. Á meðal þess sem er á dagskrá þingsins í dag er frumvarp heilbrigðisráðherra um sjúkratryggingar og kostnaðarþátttöku sjúklinga.
Alþingi Tengdar fréttir Enginn málalisti og engin dagsetning á kosningar Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að fátt nýtt hafi komið fram á fundi forystumanna stjórnarandstöðunnar með Sigurði Inga Jóhannssyni, forsætisráðherra, í morgun. 12. apríl 2016 11:17 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Sjá meira
Enginn málalisti og engin dagsetning á kosningar Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að fátt nýtt hafi komið fram á fundi forystumanna stjórnarandstöðunnar með Sigurði Inga Jóhannssyni, forsætisráðherra, í morgun. 12. apríl 2016 11:17
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent