Hvað er Viðreisn? Benedikt Jóhannesson skrifar 14. apríl 2016 07:00 Viðreisn er frjálslynt stjórnmálaafl sem vill réttlátt samfélag, stöðugleika, viðskiptafrelsi og vestræna samvinnu. Stjórnmálaflokkarnir hreykja sér af því að styðja ákveðna hópa eða stéttir umfram aðra, en neytendur hafa engan flokk. Við sem stöndum að Viðreisn búum okkur nú af krafti undir næstu kosningar. Rauði þráðurinn í stefnu okkar er: Almannahagsmunir umfram sérhagsmuni. Við finnum mikinn áhuga og meðbyr. Yfir 1.300 manns hafa skráð sig í starf Viðreisnar og í nýjustu skoðanakönnun Gallup er Viðreisn komin með 3,3% fylgi. Haldnir hafa verið tveir stórir, opnir stefnumótunarfundir þar sem grunnurinn var lagður og vinna er í fullum gangi í málefnanefndum.Baráttumálin Hér eru nokkur af stefnumálum okkar.1. Ríkið á ekki að úthluta gæðum landsins til ákveðinna hópa án endurgjalds.2. Sjávarútvegur greiði markaðstengt auðlindagjald með því að árlega fari ákveðinn hluti kvótans á markað.3. Landbúnaður lúti lögmálum almennrar samkeppni. Innflutningshöft og tollar á landbúnaðarvörur verði afnumin í áföngum. Bændur verði leystir úr fátæktargildru.4. Nýtum náttúruauðlindir á skynsamlegan og sjálfbæran hátt með það í huga að óskert náttúra er líka auðlind.5. Reisum nýjan Landspítala með áherslu á endurnýjun tækjabúnaðar. Húsið verði tekið í notkun eigi síðar en árið 2022.6. Enginn verði þvingaður af vinnumarkaði eingöngu vegna aldurs. Nýtum reynslu og þekkingu allra eins lengi og þeir hafa vilja og getu til þess að vinna.7. Ísland á að taka þátt í alþjóðlegu hjálparstarfi, þar með talið móttöku flóttamanna.8. Bætum hag ungs fólks með því að lækka vexti og verðbólgu til samræmis við nágrannalönd. Það er óþolandi að Íslendingar, fólk og fyrirtæki, þurfi að borga miklu hærri vexti en nágrannaþjóðir.9. Námsárangur nái að minnsta kosti meðaltali innan OECD. Nám á bæði grunn- og framhaldsskólastigi verði markvissara en nú er.10. Kosningaréttur á að vera óháður búsetu. Jafnrétti þegnanna er grundvallarhugsjón lýðræðisins.11. Þjóðin kjósi strax um hvort ljúka skuli aðildarviðræðum við Evrópusambandið til þess að ná aðildarsamningi sem borinn verður undir þjóðina. Öflugt atvinnulíf er undirstaða velferðar og velmegunar almennings. Ríkið á að búa til umgjörð stöðugleika sem dregur úr hættu á því að pólitíkusar, auðjöfrar eða sérhagsmunahópar geti ráðskast með þjóðina og eignir hennar. Ríkið á ekki að skipta sér af einstaklingunum að þarflausu. Ekki láta pólitíkusa ráðstafa takmörkuðu fjármagni á lágum vöxtum til vildarvina. Hluti af þessari umgjörð er breytt stjórnarskrá sem tryggir að almenningur geti komið að málum ef ákveðinn fjöldi kjósenda krefst þess. Meirihluti Alþingis á ekki að valta yfir minnihlutann, en þingið verður að vera starfhæft og umræður eiga að vera markvissar, en ekki til þess að þæfa mál. Löggjöf þarf að vanda og undirbúa vel, en ekki henda frumvörpum inn á síðustu dögum þingsins. Einfalt og gegnsætt stjórnkerfi, sem og skilvirkar reglur sem þjóna hugsjónum lýðræðis. Á næstu tveimur mánuðum verður haldinn formlegur stofnfundur Viðreisnar, en fram að því höldum við áfram undirbúningsstarfinu í málefnanefndum og með umræðufundum. Viðreisn er ekki fyrir þá sem vilja bara „eitthvað annað“. Hún er hins vegar augljós kostur fyrir þá sem vilja stöðugleika, frjálslyndi, velferð, jafnrétti og vilja nýta aðferðir markaðarins þar sem þær eiga við, öllum til hagsbóta.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt Jóhannesson Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Viðreisn er frjálslynt stjórnmálaafl sem vill réttlátt samfélag, stöðugleika, viðskiptafrelsi og vestræna samvinnu. Stjórnmálaflokkarnir hreykja sér af því að styðja ákveðna hópa eða stéttir umfram aðra, en neytendur hafa engan flokk. Við sem stöndum að Viðreisn búum okkur nú af krafti undir næstu kosningar. Rauði þráðurinn í stefnu okkar er: Almannahagsmunir umfram sérhagsmuni. Við finnum mikinn áhuga og meðbyr. Yfir 1.300 manns hafa skráð sig í starf Viðreisnar og í nýjustu skoðanakönnun Gallup er Viðreisn komin með 3,3% fylgi. Haldnir hafa verið tveir stórir, opnir stefnumótunarfundir þar sem grunnurinn var lagður og vinna er í fullum gangi í málefnanefndum.Baráttumálin Hér eru nokkur af stefnumálum okkar.1. Ríkið á ekki að úthluta gæðum landsins til ákveðinna hópa án endurgjalds.2. Sjávarútvegur greiði markaðstengt auðlindagjald með því að árlega fari ákveðinn hluti kvótans á markað.3. Landbúnaður lúti lögmálum almennrar samkeppni. Innflutningshöft og tollar á landbúnaðarvörur verði afnumin í áföngum. Bændur verði leystir úr fátæktargildru.4. Nýtum náttúruauðlindir á skynsamlegan og sjálfbæran hátt með það í huga að óskert náttúra er líka auðlind.5. Reisum nýjan Landspítala með áherslu á endurnýjun tækjabúnaðar. Húsið verði tekið í notkun eigi síðar en árið 2022.6. Enginn verði þvingaður af vinnumarkaði eingöngu vegna aldurs. Nýtum reynslu og þekkingu allra eins lengi og þeir hafa vilja og getu til þess að vinna.7. Ísland á að taka þátt í alþjóðlegu hjálparstarfi, þar með talið móttöku flóttamanna.8. Bætum hag ungs fólks með því að lækka vexti og verðbólgu til samræmis við nágrannalönd. Það er óþolandi að Íslendingar, fólk og fyrirtæki, þurfi að borga miklu hærri vexti en nágrannaþjóðir.9. Námsárangur nái að minnsta kosti meðaltali innan OECD. Nám á bæði grunn- og framhaldsskólastigi verði markvissara en nú er.10. Kosningaréttur á að vera óháður búsetu. Jafnrétti þegnanna er grundvallarhugsjón lýðræðisins.11. Þjóðin kjósi strax um hvort ljúka skuli aðildarviðræðum við Evrópusambandið til þess að ná aðildarsamningi sem borinn verður undir þjóðina. Öflugt atvinnulíf er undirstaða velferðar og velmegunar almennings. Ríkið á að búa til umgjörð stöðugleika sem dregur úr hættu á því að pólitíkusar, auðjöfrar eða sérhagsmunahópar geti ráðskast með þjóðina og eignir hennar. Ríkið á ekki að skipta sér af einstaklingunum að þarflausu. Ekki láta pólitíkusa ráðstafa takmörkuðu fjármagni á lágum vöxtum til vildarvina. Hluti af þessari umgjörð er breytt stjórnarskrá sem tryggir að almenningur geti komið að málum ef ákveðinn fjöldi kjósenda krefst þess. Meirihluti Alþingis á ekki að valta yfir minnihlutann, en þingið verður að vera starfhæft og umræður eiga að vera markvissar, en ekki til þess að þæfa mál. Löggjöf þarf að vanda og undirbúa vel, en ekki henda frumvörpum inn á síðustu dögum þingsins. Einfalt og gegnsætt stjórnkerfi, sem og skilvirkar reglur sem þjóna hugsjónum lýðræðis. Á næstu tveimur mánuðum verður haldinn formlegur stofnfundur Viðreisnar, en fram að því höldum við áfram undirbúningsstarfinu í málefnanefndum og með umræðufundum. Viðreisn er ekki fyrir þá sem vilja bara „eitthvað annað“. Hún er hins vegar augljós kostur fyrir þá sem vilja stöðugleika, frjálslyndi, velferð, jafnrétti og vilja nýta aðferðir markaðarins þar sem þær eiga við, öllum til hagsbóta.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun