Vísindamenn staðfesta að Zika-veiran valdi fósturskaða Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. apríl 2016 22:41 Þúsundir barna í Brasilíu fæddust á síðasta ári með smáheila. Sóttvarnareftirlitið í Bandaríkjunum hefur staðfest að Zika-veiran valdi fósturskaða eins og áður var óttast. Hingað til nú var ekki búið að sýna fram á tengsl á milli veirunnar og fósturskaða á borð við smáheila. Þúsundir barna í Brasilíu fæddust á síðasta ári með smáheila eða microcephaly, sjaldgæfur heila- og taugasjúkdómur sem getur haft alvarleg áhrif á andlegan og líkamlegan þroska barna en börnin fæðast með óvenjulega lítil höfuð. Tilfellum smáheila fjölgaði mjög í kjölfar útbreiðslu Zika-veirunnar. Var því talið að tengsl mætti finna þar á milli og hófu vísindamenn Sóttvarnareftirlitsins í Bandaríkjunum rannsókn. Hafa þeir nú sýnt fram á að tengsl séu á milli Zika-veirunnar og smáheila en niðurstöður þeirra voru kynntar í New England Journal of Medicine.„Rannsókn okkar markar tímamót, það liggur nú fyrir að að Zika-veiran orsakar smáheila,“ sagði Tom Frieden, forstöðumaður Sóttvarnareftirlitsins. Moskító-flugur geta borið veiruna á milli manna sem getur einnig smitast við kynferðismök. Bandarískir heilbrigðisstarfsmenn hafa varað við því að útbreiðsla Zika-veirunnar geti haft alvarlegri áhrif en í fyrstu var talið. Núverandi faraldur Zika-veirunnar hófst á síðasta ári í Brasilíu og hafa tilfelli greinst víða um heim. Flest tilfellin hafa þó greinst í ríkjum Suður og Mið-Ameríku. Barnshafandi konum er ráðlagt að ferðast ekki til flestra landa í þessum heimshluta. Zíka Tengdar fréttir Barnshafandi konur sérstakt áhyggjuefni Ekki er hætta á zikaveirusjúkdómur verði landlægur á Íslandi en sóttvarnalæknir segir sjálfsagt að fólk sem hyggur á ferðalög á svæðinu sé á varðbergi. 26. janúar 2016 19:22 Landlæknir: Karlmenn noti smokka eftir ferðalag til Mið- og Suður-Ameríku Landlæknir hefur gefið út leiðbeiningar um varnir gegn Zika-veiru. 10. febrúar 2016 15:15 Zika vírusinn ógnar Bandaríkjamönnum Zika vírusinn er mun skaðlegri en áður var talið og áhrif hans í Bandaríkjunum gætu orðið mun meiri en áður hafði verið talið. Þetta kemur fram í nýrri yfirlýsingu frá sóttvarnarlækni Bandaríkjanna. Áður var talið að sjúkdómurinn orsaki aðallega eina tegund fæðingargalla, svokallað dverghöfuð. 12. apríl 2016 08:03 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Sóttvarnareftirlitið í Bandaríkjunum hefur staðfest að Zika-veiran valdi fósturskaða eins og áður var óttast. Hingað til nú var ekki búið að sýna fram á tengsl á milli veirunnar og fósturskaða á borð við smáheila. Þúsundir barna í Brasilíu fæddust á síðasta ári með smáheila eða microcephaly, sjaldgæfur heila- og taugasjúkdómur sem getur haft alvarleg áhrif á andlegan og líkamlegan þroska barna en börnin fæðast með óvenjulega lítil höfuð. Tilfellum smáheila fjölgaði mjög í kjölfar útbreiðslu Zika-veirunnar. Var því talið að tengsl mætti finna þar á milli og hófu vísindamenn Sóttvarnareftirlitsins í Bandaríkjunum rannsókn. Hafa þeir nú sýnt fram á að tengsl séu á milli Zika-veirunnar og smáheila en niðurstöður þeirra voru kynntar í New England Journal of Medicine.„Rannsókn okkar markar tímamót, það liggur nú fyrir að að Zika-veiran orsakar smáheila,“ sagði Tom Frieden, forstöðumaður Sóttvarnareftirlitsins. Moskító-flugur geta borið veiruna á milli manna sem getur einnig smitast við kynferðismök. Bandarískir heilbrigðisstarfsmenn hafa varað við því að útbreiðsla Zika-veirunnar geti haft alvarlegri áhrif en í fyrstu var talið. Núverandi faraldur Zika-veirunnar hófst á síðasta ári í Brasilíu og hafa tilfelli greinst víða um heim. Flest tilfellin hafa þó greinst í ríkjum Suður og Mið-Ameríku. Barnshafandi konum er ráðlagt að ferðast ekki til flestra landa í þessum heimshluta.
Zíka Tengdar fréttir Barnshafandi konur sérstakt áhyggjuefni Ekki er hætta á zikaveirusjúkdómur verði landlægur á Íslandi en sóttvarnalæknir segir sjálfsagt að fólk sem hyggur á ferðalög á svæðinu sé á varðbergi. 26. janúar 2016 19:22 Landlæknir: Karlmenn noti smokka eftir ferðalag til Mið- og Suður-Ameríku Landlæknir hefur gefið út leiðbeiningar um varnir gegn Zika-veiru. 10. febrúar 2016 15:15 Zika vírusinn ógnar Bandaríkjamönnum Zika vírusinn er mun skaðlegri en áður var talið og áhrif hans í Bandaríkjunum gætu orðið mun meiri en áður hafði verið talið. Þetta kemur fram í nýrri yfirlýsingu frá sóttvarnarlækni Bandaríkjanna. Áður var talið að sjúkdómurinn orsaki aðallega eina tegund fæðingargalla, svokallað dverghöfuð. 12. apríl 2016 08:03 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Barnshafandi konur sérstakt áhyggjuefni Ekki er hætta á zikaveirusjúkdómur verði landlægur á Íslandi en sóttvarnalæknir segir sjálfsagt að fólk sem hyggur á ferðalög á svæðinu sé á varðbergi. 26. janúar 2016 19:22
Landlæknir: Karlmenn noti smokka eftir ferðalag til Mið- og Suður-Ameríku Landlæknir hefur gefið út leiðbeiningar um varnir gegn Zika-veiru. 10. febrúar 2016 15:15
Zika vírusinn ógnar Bandaríkjamönnum Zika vírusinn er mun skaðlegri en áður var talið og áhrif hans í Bandaríkjunum gætu orðið mun meiri en áður hafði verið talið. Þetta kemur fram í nýrri yfirlýsingu frá sóttvarnarlækni Bandaríkjanna. Áður var talið að sjúkdómurinn orsaki aðallega eina tegund fæðingargalla, svokallað dverghöfuð. 12. apríl 2016 08:03