Umhverfisráðherra ánægð með faglega vinnu verkefnisstjórnar Heimir Már Pétursson skrifar 1. apríl 2016 13:16 Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra er ánægð með vinnu verkefnisstjórnar um rammaáætlun sem skilaði af sér drögum að tillögum um virkjanakosti í gær. Hún segir verkefnisstjornina hafa unnið faglega að málum og hún vonist til að geta lagt fram frumvarp í haust sem verði í anda lokatillagna hennar. Verkefnisstjórn fyrir undirbúning þriðju rammaáætlunarinnar um vernd og orkunýtingu landsvæða leggur til sjö nýja virkjanakosti í drögunum sem kynnt voru í gær. Það eru Skrokkölduvirkjun, Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun á Þjórsársvæðinu. Austurengjar á Krýsuvíkursvæði, Hverahlíð II og Þverárdalur á Hengilssvæði og svo Blöndulundur. „Fyrst og fremst er mér þakklæti í huga til verkefnisstjórnarinnar og þeirrar samstöðu sem þar kom fram . Öll verkefnisstjórnin er einhuga á bakvið þetta verklag,“ segir Sigrún. Hún hafi skynjað mikla ánægju með niðurstöðuna á kynningarfundi tillagnanna í gær þar sem fulltrúar helstu hagsmunaaðila voru mættir. „Menn skynjuðu út í gegn að það var ekki geðþóttaákvörðun sem þarna réði för. Heldur unnu menn þetta vandasama verk að flokka eftir því verklagi sem verkefnisstjórn er falið samkvæmt lögum og reglugerðum,“ segir umhverfisráðherra. Miklar deilur urðu um virkjanamál á Alþingi í fyrra þegar Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar lagði fram breytingatillögu um átta nýjar virkjanir til viðbótar við Hvammsvirkjun, sem þáverandi umhverfisráðherra hafði lagt til að færi í nýtingarflokk. Sumar þeirra virkjana sem verkefnisstjórnin leggur nú til að fari í nýtingu voru í tillögum Jóns en deilurnar snérust um að hann væri að ganga framhjá verkefnisstjórninni sem ætti eftir að skila af sér. Sigrún segist alltaf hafa lagt áherslu á að verkefnisstjórnin fengi að vinna sitt starf samkvæmt gildandi lögum. „Þetta er í fyrsta skipti sem það er gert og ég þurfti að standa dálítið fast á mínu til að halda því í gegn. Fara ekki að hrófla við því. Þetta er ákveðin jafnvægisslá sem við erum á. Ég bara vona að menn sjái það núna að þetta verkfæri sem Alþingi bjó til hafi unnið nákvmlega eins og það átti að gera og það verði sæmileg sátt um þá niðurstöðu sem þannig er fundin,“ segir Sigrún. Að loknu umsagnaferli sem nú er að hefjast mun umhverfisráðherra taka afstöðu til lokatillagna verkefnisstjórnar og leggja fram þingsályktunartillögu á Alþingi næsta haust um nýtingu og vernd landsvæða. Alþingi Tengdar fréttir Þrjár stórár í vernd en Þjórsá virkjuð Allir virkjunarkostirnir í neðri hluta Þjórsár verða í nýtingarflokki að óbreyttum tillögum verkefnastjórnar Rammaáætlunar. Stórárnar Skjálfandafljót, Héraðsvötn og Skaftá verða verndaðar. Fyrstu viðbrögð verndunar- og virkjuna 1. apríl 2016 07:00 Mest lesið Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Missti stjórn á bílnum og keyrði á fimm Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Fleiri fréttir Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Sjá meira
Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra er ánægð með vinnu verkefnisstjórnar um rammaáætlun sem skilaði af sér drögum að tillögum um virkjanakosti í gær. Hún segir verkefnisstjornina hafa unnið faglega að málum og hún vonist til að geta lagt fram frumvarp í haust sem verði í anda lokatillagna hennar. Verkefnisstjórn fyrir undirbúning þriðju rammaáætlunarinnar um vernd og orkunýtingu landsvæða leggur til sjö nýja virkjanakosti í drögunum sem kynnt voru í gær. Það eru Skrokkölduvirkjun, Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun á Þjórsársvæðinu. Austurengjar á Krýsuvíkursvæði, Hverahlíð II og Þverárdalur á Hengilssvæði og svo Blöndulundur. „Fyrst og fremst er mér þakklæti í huga til verkefnisstjórnarinnar og þeirrar samstöðu sem þar kom fram . Öll verkefnisstjórnin er einhuga á bakvið þetta verklag,“ segir Sigrún. Hún hafi skynjað mikla ánægju með niðurstöðuna á kynningarfundi tillagnanna í gær þar sem fulltrúar helstu hagsmunaaðila voru mættir. „Menn skynjuðu út í gegn að það var ekki geðþóttaákvörðun sem þarna réði för. Heldur unnu menn þetta vandasama verk að flokka eftir því verklagi sem verkefnisstjórn er falið samkvæmt lögum og reglugerðum,“ segir umhverfisráðherra. Miklar deilur urðu um virkjanamál á Alþingi í fyrra þegar Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar lagði fram breytingatillögu um átta nýjar virkjanir til viðbótar við Hvammsvirkjun, sem þáverandi umhverfisráðherra hafði lagt til að færi í nýtingarflokk. Sumar þeirra virkjana sem verkefnisstjórnin leggur nú til að fari í nýtingu voru í tillögum Jóns en deilurnar snérust um að hann væri að ganga framhjá verkefnisstjórninni sem ætti eftir að skila af sér. Sigrún segist alltaf hafa lagt áherslu á að verkefnisstjórnin fengi að vinna sitt starf samkvæmt gildandi lögum. „Þetta er í fyrsta skipti sem það er gert og ég þurfti að standa dálítið fast á mínu til að halda því í gegn. Fara ekki að hrófla við því. Þetta er ákveðin jafnvægisslá sem við erum á. Ég bara vona að menn sjái það núna að þetta verkfæri sem Alþingi bjó til hafi unnið nákvmlega eins og það átti að gera og það verði sæmileg sátt um þá niðurstöðu sem þannig er fundin,“ segir Sigrún. Að loknu umsagnaferli sem nú er að hefjast mun umhverfisráðherra taka afstöðu til lokatillagna verkefnisstjórnar og leggja fram þingsályktunartillögu á Alþingi næsta haust um nýtingu og vernd landsvæða.
Alþingi Tengdar fréttir Þrjár stórár í vernd en Þjórsá virkjuð Allir virkjunarkostirnir í neðri hluta Þjórsár verða í nýtingarflokki að óbreyttum tillögum verkefnastjórnar Rammaáætlunar. Stórárnar Skjálfandafljót, Héraðsvötn og Skaftá verða verndaðar. Fyrstu viðbrögð verndunar- og virkjuna 1. apríl 2016 07:00 Mest lesið Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Missti stjórn á bílnum og keyrði á fimm Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Fleiri fréttir Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Sjá meira
Þrjár stórár í vernd en Þjórsá virkjuð Allir virkjunarkostirnir í neðri hluta Þjórsár verða í nýtingarflokki að óbreyttum tillögum verkefnastjórnar Rammaáætlunar. Stórárnar Skjálfandafljót, Héraðsvötn og Skaftá verða verndaðar. Fyrstu viðbrögð verndunar- og virkjuna 1. apríl 2016 07:00
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent