Eini skíðarekstrarfræðingur landsins starfar á Akureyri Ingvar Haraldsson skrifar 23. mars 2016 12:00 Guðmundur Karl lærði skíðarekstrarfræði í Michigan-ríki í Bandaríkjunum. mynd/inspired by iceland „Þetta er verslunarmannahelgi vetrarins,“ segir Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli, um páskahelgina. Þá segir hann Akureyrarbæ fyllast af aðkomufólki og brottfluttum Akureyringum sem séu á leið á skíði. „Það er mikill straumur norður, líka á Dalvík, Siglufjörð og Sauðárkrók. Enda eru skíðasvæðin einn stærsti ferðaþjónustuaðili á landsbyggðinni yfir vetrarmánuðina, þar sem fólk er að koma mjög reglulega um helgar á öll þessi skíðasvæði.“ Guðmundur er uppalinn Garðbæingur en hefur verið forstöðumaður skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli frá aldamótum. „Ég ólst upp á skíðunum, ég var svo sem enginn Stenmark bara svona í miðjunni, en fór að fá áhuga á snjótroðurum og lyftum,“ segir Guðmundur. „Eitt leiddi af öðru og hérna er maður í dag,“ segir hann. „Ég var í skíðabransanum í Ameríku í ellefu ár og svo bauðst mér þessi vinna árið 2000,“ segir hann. Fyrst vann hann sem skíðakennari vestanhafs en fór svo í nám í skíðarekstrarfræði við Gogebic-háskóla í Michigan og er eftir því sem hann best veit eini skíðarekstrarfræðingur landsins. Í kjölfarið bauðst Guðmundi vinna hjá sænska fyrirtækinu Lemko, sem býr til snjóframleiðslukerfi. Guðmundur segir farsæla páskahelgi skipta talsverðu máli fyrir rekstrarafkomu skíðasvæðisins. Á síðasta ári seldust lyftupassar á skíðasvæðinu fyrir 15 milljónir króna um páskahelgina. Hér verða 40-50 manns í vinnu,“ segir Guðmundur um viðbúnaðinn í Hlíðarfjalli um helgina. „Það verður líf og fjör í fjallinu, við erum með skíðaskóla og skíðaleigu og erum að búa til smá stemmingu hérna í sólinni, tónlistaratriði og fleira,“ segir hann. Þá segir Guðmundur þá breytingu hafa orðið síðustu ár að páskahelgin sé ekki hlutfallslega jafn stór eftir að vetrarfríin urðu vinsælli skíðafrí, en engu að síður séu um 2.500 manns í Hlíðarfjalli flesta daga yfir páskana. Þá sé veðurspáin góð og útlit fyrir gott skíðafæri. Skíðasvæði Mest lesið „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Sjá meira
„Þetta er verslunarmannahelgi vetrarins,“ segir Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli, um páskahelgina. Þá segir hann Akureyrarbæ fyllast af aðkomufólki og brottfluttum Akureyringum sem séu á leið á skíði. „Það er mikill straumur norður, líka á Dalvík, Siglufjörð og Sauðárkrók. Enda eru skíðasvæðin einn stærsti ferðaþjónustuaðili á landsbyggðinni yfir vetrarmánuðina, þar sem fólk er að koma mjög reglulega um helgar á öll þessi skíðasvæði.“ Guðmundur er uppalinn Garðbæingur en hefur verið forstöðumaður skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli frá aldamótum. „Ég ólst upp á skíðunum, ég var svo sem enginn Stenmark bara svona í miðjunni, en fór að fá áhuga á snjótroðurum og lyftum,“ segir Guðmundur. „Eitt leiddi af öðru og hérna er maður í dag,“ segir hann. „Ég var í skíðabransanum í Ameríku í ellefu ár og svo bauðst mér þessi vinna árið 2000,“ segir hann. Fyrst vann hann sem skíðakennari vestanhafs en fór svo í nám í skíðarekstrarfræði við Gogebic-háskóla í Michigan og er eftir því sem hann best veit eini skíðarekstrarfræðingur landsins. Í kjölfarið bauðst Guðmundi vinna hjá sænska fyrirtækinu Lemko, sem býr til snjóframleiðslukerfi. Guðmundur segir farsæla páskahelgi skipta talsverðu máli fyrir rekstrarafkomu skíðasvæðisins. Á síðasta ári seldust lyftupassar á skíðasvæðinu fyrir 15 milljónir króna um páskahelgina. Hér verða 40-50 manns í vinnu,“ segir Guðmundur um viðbúnaðinn í Hlíðarfjalli um helgina. „Það verður líf og fjör í fjallinu, við erum með skíðaskóla og skíðaleigu og erum að búa til smá stemmingu hérna í sólinni, tónlistaratriði og fleira,“ segir hann. Þá segir Guðmundur þá breytingu hafa orðið síðustu ár að páskahelgin sé ekki hlutfallslega jafn stór eftir að vetrarfríin urðu vinsælli skíðafrí, en engu að síður séu um 2.500 manns í Hlíðarfjalli flesta daga yfir páskana. Þá sé veðurspáin góð og útlit fyrir gott skíðafæri.
Skíðasvæði Mest lesið „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Sjá meira