Lýst er eftir fjórða árásarmanninum Guðsteinn Bjarnason skrifar 23. mars 2016 07:00 Lögreglan í Belgíu birti þessa mynd í gær, segir dökklæddu mennina tvo vera árásarmennina en sá ljósklæddi sé nú eftirlýstur. Nordicphotos/AFP Yfir þrír tugir manna létu lífið og um 250 særðust í sjálfsvígsárásum í Brussel í gærmorgun. Grimmdarverkasamtökin DAISH, eða Íslamska ríkið, lýstu síðdegis yfir ábyrgð sinni. Í yfirlýsingu frá DAISH segir að þetta hafi verið hefndaraðgerð vegna þátttöku Belgíu í hernaði Vesturlanda gegn samtökunum í Sýrlandi og Írak. Aðalsaksóknari Belgíu staðfesti í gær að þarna hafi sjálfsvígsárásarmenn verið á ferðinni. Tveir hafi sprengt sig á Zaventem-flugvellinum og einn á Maelbaek-lestarstöðinni. Að minnsta kosti tíu manns létu lífið á flugvellinum en tuttugu á lestarstöðinni. Að auki særðust minnst 100 manns á flugvellinum og 130 á lestarstöðinni, sumir lífshættulega. Þriðja sprengjan fannst á flugvellinum og var hún eyðilögð. Lögreglan í Belgíu hefur lýst eftir manni, sem talinn er hafa verið viðriðinn árásirnar í Brussel í gærmorgun og rýmdi lögregla nokkur hverfi til að leita að honum. Svo virðist sem hann hafi einnig ætlað að sprengja sig en hætt við. Birt hefur verið ljósmynd af honum frá flugvellinum, þar sem hann er klæddur í ljós föt. Á myndinni eru einnig tveir aðrir menn, sem taldir eru vera sjálfsvígsárásarmennirnir. Þá segist lögreglan hafa handtekið tvo grunaða vitorðsmenn stuttu eftir árásirnar í gærmorgun. Sprengingin á Maelbaek-stöðinni heyrðist einnig vel á næstu stöð, Schuman-lestarstöðinni, en báðar þessar stöðvar eru í næsta nágrenni við höfuðstöðvar Evrópusambandsins í borginni. Öryggisráðstafanir voru einnig gerðar í nágrannalöndunum, Frakklandi, Hollandi og Þýskalandi. Frakkar sendu 1.600 lögreglumenn út af örkinni, bæði að landamærum Belgíu og að lestarstöðvum og öðrum miðstöðvum almenningssamgangna. „Það sem við óttuðumst hefur gerst,“ sagði Charles Michel, forsætisráðherra Belgíu. Hann hvatti fólk til að halda ró sinni og standa saman. „Þetta er árás hugleysingja. Árás á gildi okkar og á hin opnu samfélög okkar,“ skrifaði Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO og fyrrverandi forsætisráðherra Noregs, á Twitter-síðu sína. „Hryðjuverkamönnum mun ekki takast að yfirbuga lýðræðið og svipta okkur frelsinu.“ Pitsakassar komu lögreglu á sporið Yfirvöld í Belgíu hafa staðfest að árásirnar í Brussel í gær tengist árásunum í París í nóvember. Aðeins fáeinir dagar eru liðnir frá því Salah Abdeslam, einn þeirra sem tóku þátt í árásunum í París, var handtekinn í Brussel. Abdeslam er talinn hafa verið lykilmaður við skipulagningu árásanna í París, sem kostuðu 130 manns lífið. Hann komst undan og var í felum þar til hann náðist í kjallara í húsi þar sem móðir vinar hans býr í Molenbeek-hverfinu í Brussel. Vinurinn heitir Abid Aberkan. Lögreglan hafði fylgst með honum eftir að hann hafði sést við jarðarför bróður Abdeslams, sem hét Brahim Abdeslam. Brahim var eins og Salah einn þeirra sem tóku þátt í árásunum í París í nóvember. Brahim sprengdi sig þar í loft upp en Salah mun einnig hafa ætlað að sprengja sig, en hætt við á síðustu stundu. Brahim var borinn til grafar á fimmtudaginn í síðustu viku, daginn áður en Salah náðist. Aberkan var einn burðarmanna líkkistu Brahims. Eftir jarðarförina tók lögregla að fylgjast með íbúðinni, sem Aberkan bjó í ásamt móður sinni. Grunur lögreglu vaknaði eftir að mikið magn af pitsum var borið inn í húsið. Þar með tókst lögreglunni loks að handsama Salah, fjórum mánuðum eftir árásirnar í París. Þar í íbúðinni var einnig handtekinn annar maður, Amine Choukri. Loks hafði lögreglan stuttu síðar hendur í hári Aberkans í einu úthverfa Brussels. Lögreglan í Belgíu hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að hafa ekki verið fyrir löngu búin að hafa uppi á Abdeslam.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 23. mars.Sjálfsvígsárásir í Brussel Hryðjuverk í Brussel Tengdar fréttir Óttast að vígamenn gangi enn lausir í Brussel Lögreglan hefur ráðist til atlögu gegn grunuðum hryðjuverkamönnum í borginni. 22. mars 2016 13:22 Ætlaði að skutla foreldrunum út á flugvöll þegar sprengjan sprakk Foreldrar Þorfinns Ómarssonar fréttaritara eru í heimsókn í Brussel. 22. mars 2016 13:01 Íslamska ríkið lýsir yfir ábyrgð á hryðjuverkunum í Belgíu 34 eru látnir eftir sprengingarnar og á annað hundrað særðir. 22. mars 2016 15:38 Öryggisgæsla aukin um Evrópu 1.600 lögreglumönnum verður dreift um Frakkland. 22. mars 2016 10:46 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira
Yfir þrír tugir manna létu lífið og um 250 særðust í sjálfsvígsárásum í Brussel í gærmorgun. Grimmdarverkasamtökin DAISH, eða Íslamska ríkið, lýstu síðdegis yfir ábyrgð sinni. Í yfirlýsingu frá DAISH segir að þetta hafi verið hefndaraðgerð vegna þátttöku Belgíu í hernaði Vesturlanda gegn samtökunum í Sýrlandi og Írak. Aðalsaksóknari Belgíu staðfesti í gær að þarna hafi sjálfsvígsárásarmenn verið á ferðinni. Tveir hafi sprengt sig á Zaventem-flugvellinum og einn á Maelbaek-lestarstöðinni. Að minnsta kosti tíu manns létu lífið á flugvellinum en tuttugu á lestarstöðinni. Að auki særðust minnst 100 manns á flugvellinum og 130 á lestarstöðinni, sumir lífshættulega. Þriðja sprengjan fannst á flugvellinum og var hún eyðilögð. Lögreglan í Belgíu hefur lýst eftir manni, sem talinn er hafa verið viðriðinn árásirnar í Brussel í gærmorgun og rýmdi lögregla nokkur hverfi til að leita að honum. Svo virðist sem hann hafi einnig ætlað að sprengja sig en hætt við. Birt hefur verið ljósmynd af honum frá flugvellinum, þar sem hann er klæddur í ljós föt. Á myndinni eru einnig tveir aðrir menn, sem taldir eru vera sjálfsvígsárásarmennirnir. Þá segist lögreglan hafa handtekið tvo grunaða vitorðsmenn stuttu eftir árásirnar í gærmorgun. Sprengingin á Maelbaek-stöðinni heyrðist einnig vel á næstu stöð, Schuman-lestarstöðinni, en báðar þessar stöðvar eru í næsta nágrenni við höfuðstöðvar Evrópusambandsins í borginni. Öryggisráðstafanir voru einnig gerðar í nágrannalöndunum, Frakklandi, Hollandi og Þýskalandi. Frakkar sendu 1.600 lögreglumenn út af örkinni, bæði að landamærum Belgíu og að lestarstöðvum og öðrum miðstöðvum almenningssamgangna. „Það sem við óttuðumst hefur gerst,“ sagði Charles Michel, forsætisráðherra Belgíu. Hann hvatti fólk til að halda ró sinni og standa saman. „Þetta er árás hugleysingja. Árás á gildi okkar og á hin opnu samfélög okkar,“ skrifaði Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO og fyrrverandi forsætisráðherra Noregs, á Twitter-síðu sína. „Hryðjuverkamönnum mun ekki takast að yfirbuga lýðræðið og svipta okkur frelsinu.“ Pitsakassar komu lögreglu á sporið Yfirvöld í Belgíu hafa staðfest að árásirnar í Brussel í gær tengist árásunum í París í nóvember. Aðeins fáeinir dagar eru liðnir frá því Salah Abdeslam, einn þeirra sem tóku þátt í árásunum í París, var handtekinn í Brussel. Abdeslam er talinn hafa verið lykilmaður við skipulagningu árásanna í París, sem kostuðu 130 manns lífið. Hann komst undan og var í felum þar til hann náðist í kjallara í húsi þar sem móðir vinar hans býr í Molenbeek-hverfinu í Brussel. Vinurinn heitir Abid Aberkan. Lögreglan hafði fylgst með honum eftir að hann hafði sést við jarðarför bróður Abdeslams, sem hét Brahim Abdeslam. Brahim var eins og Salah einn þeirra sem tóku þátt í árásunum í París í nóvember. Brahim sprengdi sig þar í loft upp en Salah mun einnig hafa ætlað að sprengja sig, en hætt við á síðustu stundu. Brahim var borinn til grafar á fimmtudaginn í síðustu viku, daginn áður en Salah náðist. Aberkan var einn burðarmanna líkkistu Brahims. Eftir jarðarförina tók lögregla að fylgjast með íbúðinni, sem Aberkan bjó í ásamt móður sinni. Grunur lögreglu vaknaði eftir að mikið magn af pitsum var borið inn í húsið. Þar með tókst lögreglunni loks að handsama Salah, fjórum mánuðum eftir árásirnar í París. Þar í íbúðinni var einnig handtekinn annar maður, Amine Choukri. Loks hafði lögreglan stuttu síðar hendur í hári Aberkans í einu úthverfa Brussels. Lögreglan í Belgíu hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að hafa ekki verið fyrir löngu búin að hafa uppi á Abdeslam.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 23. mars.Sjálfsvígsárásir í Brussel
Hryðjuverk í Brussel Tengdar fréttir Óttast að vígamenn gangi enn lausir í Brussel Lögreglan hefur ráðist til atlögu gegn grunuðum hryðjuverkamönnum í borginni. 22. mars 2016 13:22 Ætlaði að skutla foreldrunum út á flugvöll þegar sprengjan sprakk Foreldrar Þorfinns Ómarssonar fréttaritara eru í heimsókn í Brussel. 22. mars 2016 13:01 Íslamska ríkið lýsir yfir ábyrgð á hryðjuverkunum í Belgíu 34 eru látnir eftir sprengingarnar og á annað hundrað særðir. 22. mars 2016 15:38 Öryggisgæsla aukin um Evrópu 1.600 lögreglumönnum verður dreift um Frakkland. 22. mars 2016 10:46 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira
Óttast að vígamenn gangi enn lausir í Brussel Lögreglan hefur ráðist til atlögu gegn grunuðum hryðjuverkamönnum í borginni. 22. mars 2016 13:22
Ætlaði að skutla foreldrunum út á flugvöll þegar sprengjan sprakk Foreldrar Þorfinns Ómarssonar fréttaritara eru í heimsókn í Brussel. 22. mars 2016 13:01
Íslamska ríkið lýsir yfir ábyrgð á hryðjuverkunum í Belgíu 34 eru látnir eftir sprengingarnar og á annað hundrað særðir. 22. mars 2016 15:38