Erlingur Gíslason látinn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. mars 2016 09:47 Erlingur Gíslason, leikari, lést á heimili sínu þann 8. mars síðastliðinn. Erlingur var á 83. aldursári en hann fæddist í Reykjavík þann 13. mars 1933. Hann var sonur hjónanna Gísla Ólafssonar, bakarameistara og Kristínar Einarsdóttur, húsmóður. Systkini Erlings eru Anna, f. 30.12.1924, húsmæðrakennari í Reykjavík og Einar Ólafur, f.6.4.1929, flugstjóri í Reykjavík, en hann lést 6.2. 2011. Erlingur lauk stúdentsprófi frá MR 1953, stundaði nám í íslensku við HÍ 1953-54 og lauk prófi í forspjallsvísindum frá HÍ 1954. Þá lauk hann prófi frá Leiklistarskóla Þjóðleikhússins 1956, stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykjavík 1953-54, nam leikhúsfræði við Háskólann í Vínarborg og leiklist við Leiklistarskóla Helmut Kraus í Vín 1956-57. Auk alls þessa sótti hann leiklistarnámskeið í London og Berlín 1965-66 og námskeið í gerð kvikmyndahandrita hjá Dramatiska Instutetet í Svíþjóð. Erlingur var leikari og leikstjóri hjá Þjóðleikhúsinu, leikhópnum Grímu og Leikfélagi Reykjavíkur og fór með fjölda hlutverka í útvarpi, sjónvarpi og í kvikmyndum. Erlingur var einn af stofnendum Leikklúbbsins Grímu 1961, var formaður Leikarafélags Þjóðleikhússins 1967-69 og Félags íslenskra leikstjóra 1975-77 og 1979-81. Hann var fulltrúi Alþýðubandalagsins í Reykjavík á landsfundum Alþýðubandalagsins frá 1987 og sat í framkvæmdarstjórn Leiklistarráðs fyrir Félag leikstjóra á Íslandi 1990-91. Erlingur samdi, ásamt seinni eiginkonu sinni, Brynju Benediktsdóttur, leikstjóra, leikritið Flensað í Malakoff og leikritið Flugleik ásamt fleirum. Erlingur skrifaði handrit að stuttmyndinni Símon Pétur fullu nafni 1988, en fyrir handritið hlaut Erlingur verðlaun Listahátíðar í Reykjavík 1988. Árið 2008 sæmdi forseti Íslands Erling riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir framlag til íslenskrar leiklistar. Fyrri eiginkona Erlings var Katrín Guðjónsdóttir, f. 27.3. 1935, ballett- og gítarkennari. Þau skildu 1961, en hún lést 2.3. 1996. Synir þeirra eru Guðjón, f. 15.12.1955, verkfræðingur og Friðrik, f. 4.3.1962, rithöfundur og skáld. Seinni eiginkona Erlings var Brynja Benediktsdóttir, leikstjóri, leikskáld og leikari, f. 20.2. 1938. Hún lést 21.6. 2008. Sonur þeirra er Benedikt, f. 31.5. 1969, leikari, leikstjóri og kvikmyndahöfundur. Jarðaförin verður auglýst síðar, að því er segir í tilkynningu frá aðstandendum. Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Erlingur Gíslason, leikari, lést á heimili sínu þann 8. mars síðastliðinn. Erlingur var á 83. aldursári en hann fæddist í Reykjavík þann 13. mars 1933. Hann var sonur hjónanna Gísla Ólafssonar, bakarameistara og Kristínar Einarsdóttur, húsmóður. Systkini Erlings eru Anna, f. 30.12.1924, húsmæðrakennari í Reykjavík og Einar Ólafur, f.6.4.1929, flugstjóri í Reykjavík, en hann lést 6.2. 2011. Erlingur lauk stúdentsprófi frá MR 1953, stundaði nám í íslensku við HÍ 1953-54 og lauk prófi í forspjallsvísindum frá HÍ 1954. Þá lauk hann prófi frá Leiklistarskóla Þjóðleikhússins 1956, stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykjavík 1953-54, nam leikhúsfræði við Háskólann í Vínarborg og leiklist við Leiklistarskóla Helmut Kraus í Vín 1956-57. Auk alls þessa sótti hann leiklistarnámskeið í London og Berlín 1965-66 og námskeið í gerð kvikmyndahandrita hjá Dramatiska Instutetet í Svíþjóð. Erlingur var leikari og leikstjóri hjá Þjóðleikhúsinu, leikhópnum Grímu og Leikfélagi Reykjavíkur og fór með fjölda hlutverka í útvarpi, sjónvarpi og í kvikmyndum. Erlingur var einn af stofnendum Leikklúbbsins Grímu 1961, var formaður Leikarafélags Þjóðleikhússins 1967-69 og Félags íslenskra leikstjóra 1975-77 og 1979-81. Hann var fulltrúi Alþýðubandalagsins í Reykjavík á landsfundum Alþýðubandalagsins frá 1987 og sat í framkvæmdarstjórn Leiklistarráðs fyrir Félag leikstjóra á Íslandi 1990-91. Erlingur samdi, ásamt seinni eiginkonu sinni, Brynju Benediktsdóttur, leikstjóra, leikritið Flensað í Malakoff og leikritið Flugleik ásamt fleirum. Erlingur skrifaði handrit að stuttmyndinni Símon Pétur fullu nafni 1988, en fyrir handritið hlaut Erlingur verðlaun Listahátíðar í Reykjavík 1988. Árið 2008 sæmdi forseti Íslands Erling riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir framlag til íslenskrar leiklistar. Fyrri eiginkona Erlings var Katrín Guðjónsdóttir, f. 27.3. 1935, ballett- og gítarkennari. Þau skildu 1961, en hún lést 2.3. 1996. Synir þeirra eru Guðjón, f. 15.12.1955, verkfræðingur og Friðrik, f. 4.3.1962, rithöfundur og skáld. Seinni eiginkona Erlings var Brynja Benediktsdóttir, leikstjóri, leikskáld og leikari, f. 20.2. 1938. Hún lést 21.6. 2008. Sonur þeirra er Benedikt, f. 31.5. 1969, leikari, leikstjóri og kvikmyndahöfundur. Jarðaförin verður auglýst síðar, að því er segir í tilkynningu frá aðstandendum.
Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira