Eldra fólk og karlar líklegri til að styðja ríkisstjórnina Heimir Már Pétursson skrifar 11. mars 2016 18:36 Fjörtíu prósent landsmanna styðja ríkisstjórnina samkvæmt nýrri könnun 365 miðla. Karlar styðja stjórnina fremur en konur, sem og eldra fólk fremur en yngri kynslóðin. Í könnun 365 miðla sem birt er í Fréttablaðinu í dag um fylgi stjórnmálaflokkanna eru Píratar enn stærstir með rúmlega 38 prósenta fylgi og Sjálfstæðisflokkurinn sækir í sig veðrið frá kosningum með 27,6 prósent. Flygli Samfylkingarinnar hrynur hins vegar niður í 8,2 prósent. Aðrir flokkar eru á svipuðum slóðum og áður og Björt framtíð næði ekki inn þingmanni. Samkvæmt sömu könnun styðja 40 prósent landsmanna ríkisstjórnina en sextíu prósent gera það ekki. Karlar styðja ríkisstjórnina frekar en konur eða 45 prósent karla á móti 36 prósentum kvenna. Það kemur ekki á óvart að ríkisstjórnin nýtur mikils stuðnings meðal kjósenda stjórnarflokkanna, eða hjá 96 prósent framsóknarmanna og 91 prósent sjálfstæðismanna. Þá styðja 33 prósent stuðningsfólks Bjartrar framtíðar ríkisstjórnina, en 87 prósent stuðningsmanna Samfylkingarinnar og Vinstri grænna eru andvíg stjórninni og 94 prósent kjósenda Pírata styðja ekki ríkisstjórnina. Ríkisstjórnin nýtur minnst fylgis í Reykjavík, þar sem 34 prósent styðja hana en 66 prósent ekki, 58 prósent styðja stjórnina í Norðvesturkjördæmi, 45 prósent í Norðausturkjördæmi, 52 prósent í Suðirkjördæmi en í Kraganum eins og í Reykjavík er meirihluti íbúanna, eða 63 prósent, andvíg ríkisstjórninni. Eldra fólk er líklegra til að styðja ríkisstjórnina en það yngra, þar sem 37 prósent 18 til 49 ára styðja stjórnina en 44 prósent þeirra sem eru fimmtíu ára og eldri gera það. Alþingi Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkurinn rétt yfir kjörfylgi Stjórnarflokkarnir bæta nokkuð við sig frá könnun sem gerð var í lok janúar. Píratar gefa hins vegar lítillega eftir. Björt framtíð nær ekki að rétta úr kútnum og mælist enn án þingmanns. Ekki er hægt að mynda tveggja flokka stjórn án Pírata. 11. mars 2016 07:00 Píratar halda fylgi að mestu Viðvarandi vinsældir Pírata eru staðfestar í skoðanakönnun sem Fréttablaðið birtir í dag um fylgi flokka. Flokkurinn hefur reyndar aðeins misst fylgi frá því í síðustu könnun blaðsins, en á því eru kannski eðlilegar skýringar. 11. mars 2016 08:54 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Fleiri fréttir Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Sjá meira
Fjörtíu prósent landsmanna styðja ríkisstjórnina samkvæmt nýrri könnun 365 miðla. Karlar styðja stjórnina fremur en konur, sem og eldra fólk fremur en yngri kynslóðin. Í könnun 365 miðla sem birt er í Fréttablaðinu í dag um fylgi stjórnmálaflokkanna eru Píratar enn stærstir með rúmlega 38 prósenta fylgi og Sjálfstæðisflokkurinn sækir í sig veðrið frá kosningum með 27,6 prósent. Flygli Samfylkingarinnar hrynur hins vegar niður í 8,2 prósent. Aðrir flokkar eru á svipuðum slóðum og áður og Björt framtíð næði ekki inn þingmanni. Samkvæmt sömu könnun styðja 40 prósent landsmanna ríkisstjórnina en sextíu prósent gera það ekki. Karlar styðja ríkisstjórnina frekar en konur eða 45 prósent karla á móti 36 prósentum kvenna. Það kemur ekki á óvart að ríkisstjórnin nýtur mikils stuðnings meðal kjósenda stjórnarflokkanna, eða hjá 96 prósent framsóknarmanna og 91 prósent sjálfstæðismanna. Þá styðja 33 prósent stuðningsfólks Bjartrar framtíðar ríkisstjórnina, en 87 prósent stuðningsmanna Samfylkingarinnar og Vinstri grænna eru andvíg stjórninni og 94 prósent kjósenda Pírata styðja ekki ríkisstjórnina. Ríkisstjórnin nýtur minnst fylgis í Reykjavík, þar sem 34 prósent styðja hana en 66 prósent ekki, 58 prósent styðja stjórnina í Norðvesturkjördæmi, 45 prósent í Norðausturkjördæmi, 52 prósent í Suðirkjördæmi en í Kraganum eins og í Reykjavík er meirihluti íbúanna, eða 63 prósent, andvíg ríkisstjórninni. Eldra fólk er líklegra til að styðja ríkisstjórnina en það yngra, þar sem 37 prósent 18 til 49 ára styðja stjórnina en 44 prósent þeirra sem eru fimmtíu ára og eldri gera það.
Alþingi Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkurinn rétt yfir kjörfylgi Stjórnarflokkarnir bæta nokkuð við sig frá könnun sem gerð var í lok janúar. Píratar gefa hins vegar lítillega eftir. Björt framtíð nær ekki að rétta úr kútnum og mælist enn án þingmanns. Ekki er hægt að mynda tveggja flokka stjórn án Pírata. 11. mars 2016 07:00 Píratar halda fylgi að mestu Viðvarandi vinsældir Pírata eru staðfestar í skoðanakönnun sem Fréttablaðið birtir í dag um fylgi flokka. Flokkurinn hefur reyndar aðeins misst fylgi frá því í síðustu könnun blaðsins, en á því eru kannski eðlilegar skýringar. 11. mars 2016 08:54 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Fleiri fréttir Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn rétt yfir kjörfylgi Stjórnarflokkarnir bæta nokkuð við sig frá könnun sem gerð var í lok janúar. Píratar gefa hins vegar lítillega eftir. Björt framtíð nær ekki að rétta úr kútnum og mælist enn án þingmanns. Ekki er hægt að mynda tveggja flokka stjórn án Pírata. 11. mars 2016 07:00
Píratar halda fylgi að mestu Viðvarandi vinsældir Pírata eru staðfestar í skoðanakönnun sem Fréttablaðið birtir í dag um fylgi flokka. Flokkurinn hefur reyndar aðeins misst fylgi frá því í síðustu könnun blaðsins, en á því eru kannski eðlilegar skýringar. 11. mars 2016 08:54