Bankasýslan sagði uppsögn Steinþórs ekki til skoðunar Ingvar Haraldsson skrifar 17. mars 2016 07:00 Steinþór Pálsson hyggst starfa áfram sem bankastjóri Landsbankans. Vísir/Vilhelm „Við höfum ekkert skoðað það,” sagði Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, á mánudaginn um hvort til greina kæmi að gera breytingar á bankaráði eða yfirstjórn Landsbankans vegna Borgunarmálsins. Bankasýslan greindi fjárlaganefnd á mánudagsmorgun frá bréfi sem hún hefði sent bankaráði Landsbankans. Þar kom fram að Bankasýslan teldi allar skýringar Landsbankans fyrir því að selja hlut í Borgun ekki í opnu söluferli ófullnægjandi.Sjá einnig: Milljarðar króna skiptu um hendur og enginn veit hver vissi hvað Í gærkvöldi tilkynntu svo fimm bankaráðsmenn að þeir myndu ekki gefa kost á sér til endurkjörs á aðalfundi í apríl. Þeirra á meðal var Tryggvi Pálsson, formaður bankaráðsins. Í yfirlýsingu fimmmenninganna var fullyrt að áður en bréf Bankasýslunnar til bankaráðsins hefði verið afhent fyrir helgi hafi Lárus boðað Tryggva á sinn fund með þau skilaboð að það eina sem dygði væri að segja Steinþóri Pálssyni, bankastjóra Landsbankans, upp og að formaður og varaformaður bankaráðsins myndu víkja.Sjá einnig: Bankaráðið grípi til „viðeigandi ráðstafana“ til að endurheimta traust „Sú afstaða stjórnar Bankasýslunnar fékkst síðar staðfest,“ segir í yfirlýsingu fimmmenninganna. „Þarna gengur Bankasýslan skrefi of langt. Það er hlutverk bankaráðs og Fjármálaeftirlitsins að meta hæfi bankastjórans. Við munum ekki taka þátt í skollaleik sem hvorki samrýmist meginreglum félagaréttar né góðum stjórnarháttum.“ „Við bíðum eftir því að fá þessar tillögur, eða hugmyndir, frá bankaráðinu og þá veltum við vöngum yfir næstu skrefum þegar það er komið,” sagði Lárus á mánudaginn, en bankaráðinu var gefið til mánaðamóta til að bregðast við bréfi Bankasýslunnar. Í kjölfar yfirlýsingar bankaráðsmannanna í gærkvöldi sendi Steinþór frá sér yfirlýsingu þess efnis að hann myndi starfa áfram sem bankastjóri Landsbankans. Borgunarmálið Tengdar fréttir Landsbankinn ekki seldur á næstu mánuðum "Ég er mjög sáttur við að Bankasýslan bregðist við erindi mínu með þessum hætti. Þeir hafa tekið undir það að þetta mál hefur valdið bankanum vissu tjóni,‟ segir Bjarni Benediktsson, 15. mars 2016 08:00 Segja Bankasýsluna hafa gengið of langt Fimm úr bankaráði Landsbankans ætla að hætta en Steinþór mun halda áfram að stýra bankanum. 16. mars 2016 20:53 Telja óeðlilegt að stjórnendur hafi verið í hópi einu fjárfestanna í Borgun Bankasýsla ríkisins telur að Landsbankinn hafi ekki rökstutt ákvörðun um að selja Borgun í lokuðu söluferli með fullnægjandi hætti. 14. mars 2016 10:33 Bankaráðið grípi til „viðeigandi ráðstafana“ til að endurheimta traust Bankasýsla ríkisins telur rökstuðning Landsbankans fyrir sölunni á Borgun ófullnægjandi, bankinn hafi ofmetið þrýsting frá Samkeppniseftirlitinu að selja hlutinn og að verklagi við söluna hafi verið ábótavant. Bankasýslan vill að bankaráð Landsbankans grípi til viðeigandi ráðstafana til að endurheimta traust á bankanum. 14. mars 2016 18:45 Landsbankinn hafið undirbúning málsóknar vegna Borgunarmálsins Landsbankinn hyggst endurheimta það fé sem bankinn telur sig hafa farið á mis við í Borgunarmálinu. 16. mars 2016 15:12 Mest lesið Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sjá meira
„Við höfum ekkert skoðað það,” sagði Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, á mánudaginn um hvort til greina kæmi að gera breytingar á bankaráði eða yfirstjórn Landsbankans vegna Borgunarmálsins. Bankasýslan greindi fjárlaganefnd á mánudagsmorgun frá bréfi sem hún hefði sent bankaráði Landsbankans. Þar kom fram að Bankasýslan teldi allar skýringar Landsbankans fyrir því að selja hlut í Borgun ekki í opnu söluferli ófullnægjandi.Sjá einnig: Milljarðar króna skiptu um hendur og enginn veit hver vissi hvað Í gærkvöldi tilkynntu svo fimm bankaráðsmenn að þeir myndu ekki gefa kost á sér til endurkjörs á aðalfundi í apríl. Þeirra á meðal var Tryggvi Pálsson, formaður bankaráðsins. Í yfirlýsingu fimmmenninganna var fullyrt að áður en bréf Bankasýslunnar til bankaráðsins hefði verið afhent fyrir helgi hafi Lárus boðað Tryggva á sinn fund með þau skilaboð að það eina sem dygði væri að segja Steinþóri Pálssyni, bankastjóra Landsbankans, upp og að formaður og varaformaður bankaráðsins myndu víkja.Sjá einnig: Bankaráðið grípi til „viðeigandi ráðstafana“ til að endurheimta traust „Sú afstaða stjórnar Bankasýslunnar fékkst síðar staðfest,“ segir í yfirlýsingu fimmmenninganna. „Þarna gengur Bankasýslan skrefi of langt. Það er hlutverk bankaráðs og Fjármálaeftirlitsins að meta hæfi bankastjórans. Við munum ekki taka þátt í skollaleik sem hvorki samrýmist meginreglum félagaréttar né góðum stjórnarháttum.“ „Við bíðum eftir því að fá þessar tillögur, eða hugmyndir, frá bankaráðinu og þá veltum við vöngum yfir næstu skrefum þegar það er komið,” sagði Lárus á mánudaginn, en bankaráðinu var gefið til mánaðamóta til að bregðast við bréfi Bankasýslunnar. Í kjölfar yfirlýsingar bankaráðsmannanna í gærkvöldi sendi Steinþór frá sér yfirlýsingu þess efnis að hann myndi starfa áfram sem bankastjóri Landsbankans.
Borgunarmálið Tengdar fréttir Landsbankinn ekki seldur á næstu mánuðum "Ég er mjög sáttur við að Bankasýslan bregðist við erindi mínu með þessum hætti. Þeir hafa tekið undir það að þetta mál hefur valdið bankanum vissu tjóni,‟ segir Bjarni Benediktsson, 15. mars 2016 08:00 Segja Bankasýsluna hafa gengið of langt Fimm úr bankaráði Landsbankans ætla að hætta en Steinþór mun halda áfram að stýra bankanum. 16. mars 2016 20:53 Telja óeðlilegt að stjórnendur hafi verið í hópi einu fjárfestanna í Borgun Bankasýsla ríkisins telur að Landsbankinn hafi ekki rökstutt ákvörðun um að selja Borgun í lokuðu söluferli með fullnægjandi hætti. 14. mars 2016 10:33 Bankaráðið grípi til „viðeigandi ráðstafana“ til að endurheimta traust Bankasýsla ríkisins telur rökstuðning Landsbankans fyrir sölunni á Borgun ófullnægjandi, bankinn hafi ofmetið þrýsting frá Samkeppniseftirlitinu að selja hlutinn og að verklagi við söluna hafi verið ábótavant. Bankasýslan vill að bankaráð Landsbankans grípi til viðeigandi ráðstafana til að endurheimta traust á bankanum. 14. mars 2016 18:45 Landsbankinn hafið undirbúning málsóknar vegna Borgunarmálsins Landsbankinn hyggst endurheimta það fé sem bankinn telur sig hafa farið á mis við í Borgunarmálinu. 16. mars 2016 15:12 Mest lesið Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sjá meira
Landsbankinn ekki seldur á næstu mánuðum "Ég er mjög sáttur við að Bankasýslan bregðist við erindi mínu með þessum hætti. Þeir hafa tekið undir það að þetta mál hefur valdið bankanum vissu tjóni,‟ segir Bjarni Benediktsson, 15. mars 2016 08:00
Segja Bankasýsluna hafa gengið of langt Fimm úr bankaráði Landsbankans ætla að hætta en Steinþór mun halda áfram að stýra bankanum. 16. mars 2016 20:53
Telja óeðlilegt að stjórnendur hafi verið í hópi einu fjárfestanna í Borgun Bankasýsla ríkisins telur að Landsbankinn hafi ekki rökstutt ákvörðun um að selja Borgun í lokuðu söluferli með fullnægjandi hætti. 14. mars 2016 10:33
Bankaráðið grípi til „viðeigandi ráðstafana“ til að endurheimta traust Bankasýsla ríkisins telur rökstuðning Landsbankans fyrir sölunni á Borgun ófullnægjandi, bankinn hafi ofmetið þrýsting frá Samkeppniseftirlitinu að selja hlutinn og að verklagi við söluna hafi verið ábótavant. Bankasýslan vill að bankaráð Landsbankans grípi til viðeigandi ráðstafana til að endurheimta traust á bankanum. 14. mars 2016 18:45
Landsbankinn hafið undirbúning málsóknar vegna Borgunarmálsins Landsbankinn hyggst endurheimta það fé sem bankinn telur sig hafa farið á mis við í Borgunarmálinu. 16. mars 2016 15:12