Engar upplýsingar í boði um þrjú banaslys í fluginu Garðar Örn Úlfarsson skrifar 2. mars 2016 07:00 Deborah Hersman, forstöðumaður Samgönguöryggisstofnunar Bandaríkjanna, hafnaði gagnrýni samtaka flugmanna vegna upplýsingagjafar NTSB. Hér skýrir Hersmann málin fimm dögum eftir flugslys í San Francisco sumarið 2013. Nordicphotos/AFP Þorkell Ágústsson, rannsóknarstjóri flugslysasviðs Rannsóknarnefndar samgönguslysa, segir drög að lokaskýrslu um flugslysið þegar tveir fórust með sjúkraflugvél í Hlíðarfjalli 5. ágúst 2013 nú vera til skoðunar hjá Rannsóknarnefnd samönguslysa. Drögin verði síðan send til aðila málsins sem fái allt að tveimur mánuðum til að gera athugasemdir. Aðspurður segir Þorkell engar sérstakar skýringar á þeim tíma sem rannsóknin tekur. „Ég hugsa að það komi allt í ljós þegar skýrslan kemur út,“ svarar hann. Tveimur mánuðum eftir að sjúkraflugvélin TF-MYX fórst í Hlíðarfjalli gaf flugslysasvið Rannsóknarnefndar samgönguslysa út bráðabirgðaskýrslu. Þorkell segir engar ákvarðanir hafa verið teknar um að gefa út slíkar bráðabirgðaskýrslur um tvö önnur banaslys í fluginu í fyrra. Þar er átt við þegar Kanadamaður lést og annar maður slasaðist er flugvél þeirra brotlenti í Barkárdal við Eyjafjörð 9. ágúst og slysið þegar tveir flugkennarar létust er vél þeirra skall til jarðar suður af Hafnarfirði 12. nóvember. Þorkell segir að rannsóknarnefndin vilji engum spurningum svara um þessi þrjú flugslys. „Við viljum ekki vera að tjá okkur um rannsóknina fyrr en við gefum út skýrsluna,“ segir hann. Vinnubrögð sambærilegra rannsóknarnefnda erlendis eru verulega frábrugðin. Gott dæmi um það er framganga NTSB (Samgönguöryggisstofnunar Bandaríkjanna) eftir flugslys í San Francisco 6. júlí 2013. Þá hlekktist flugvél suður-kóreska flugfélagsins Asiana á í lendingu þannig að eldur kviknaði, þrír létust og 49 slösuðust alvarlega. Allar staðreyndir sem NTSB aflaði voru jafnóðum lagðar fram á röð blaðamannafunda eftir Asianaslysið. Á einum fundanna var gagnrýni Alþjóðasambands flugmanna á upplýsingastreymi frá NTSB borin undir þáverandi forstöðumann stofnunarinnar, Deborah Hersman. Hún sagði upplýsingagjöfina sambærilega og varðandi önnur samgönguslys. „Eitt aðalsmerki NTSB er gagnsæi,“ sagði Hersman. Mörg samtök og hópar hefðu sína talsmenn en NTSB væri talsmaður almennings. „Við trúum því að það sé mikilvægt að sýna starf okkar og segja fólki hvað við erum að gera.“ Annað dæmi er þegar ellefu manns létust er orrustuþota á flugsýningu skall á þjóðveg í Shoreham í Englandi 22. ágúst í fyrra. Flugslysanefndin þar í landi gaf út sjö síðna bráðabirgðaskýrslu með ítarlegum upplýsingum aðeins þrettán dögum síðar. 21. desember var síðan gefin út viðbótarskýrsla þar sem rannsóknarnefndin benti á sjö atriði sem betur mættu fara í öryggismálum. Akureyri Flugslys í Barkárdal Flugslys í Hlíðarfjalli Fréttir af flugi Hörgársveit Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Sjá meira
Þorkell Ágústsson, rannsóknarstjóri flugslysasviðs Rannsóknarnefndar samgönguslysa, segir drög að lokaskýrslu um flugslysið þegar tveir fórust með sjúkraflugvél í Hlíðarfjalli 5. ágúst 2013 nú vera til skoðunar hjá Rannsóknarnefnd samönguslysa. Drögin verði síðan send til aðila málsins sem fái allt að tveimur mánuðum til að gera athugasemdir. Aðspurður segir Þorkell engar sérstakar skýringar á þeim tíma sem rannsóknin tekur. „Ég hugsa að það komi allt í ljós þegar skýrslan kemur út,“ svarar hann. Tveimur mánuðum eftir að sjúkraflugvélin TF-MYX fórst í Hlíðarfjalli gaf flugslysasvið Rannsóknarnefndar samgönguslysa út bráðabirgðaskýrslu. Þorkell segir engar ákvarðanir hafa verið teknar um að gefa út slíkar bráðabirgðaskýrslur um tvö önnur banaslys í fluginu í fyrra. Þar er átt við þegar Kanadamaður lést og annar maður slasaðist er flugvél þeirra brotlenti í Barkárdal við Eyjafjörð 9. ágúst og slysið þegar tveir flugkennarar létust er vél þeirra skall til jarðar suður af Hafnarfirði 12. nóvember. Þorkell segir að rannsóknarnefndin vilji engum spurningum svara um þessi þrjú flugslys. „Við viljum ekki vera að tjá okkur um rannsóknina fyrr en við gefum út skýrsluna,“ segir hann. Vinnubrögð sambærilegra rannsóknarnefnda erlendis eru verulega frábrugðin. Gott dæmi um það er framganga NTSB (Samgönguöryggisstofnunar Bandaríkjanna) eftir flugslys í San Francisco 6. júlí 2013. Þá hlekktist flugvél suður-kóreska flugfélagsins Asiana á í lendingu þannig að eldur kviknaði, þrír létust og 49 slösuðust alvarlega. Allar staðreyndir sem NTSB aflaði voru jafnóðum lagðar fram á röð blaðamannafunda eftir Asianaslysið. Á einum fundanna var gagnrýni Alþjóðasambands flugmanna á upplýsingastreymi frá NTSB borin undir þáverandi forstöðumann stofnunarinnar, Deborah Hersman. Hún sagði upplýsingagjöfina sambærilega og varðandi önnur samgönguslys. „Eitt aðalsmerki NTSB er gagnsæi,“ sagði Hersman. Mörg samtök og hópar hefðu sína talsmenn en NTSB væri talsmaður almennings. „Við trúum því að það sé mikilvægt að sýna starf okkar og segja fólki hvað við erum að gera.“ Annað dæmi er þegar ellefu manns létust er orrustuþota á flugsýningu skall á þjóðveg í Shoreham í Englandi 22. ágúst í fyrra. Flugslysanefndin þar í landi gaf út sjö síðna bráðabirgðaskýrslu með ítarlegum upplýsingum aðeins þrettán dögum síðar. 21. desember var síðan gefin út viðbótarskýrsla þar sem rannsóknarnefndin benti á sjö atriði sem betur mættu fara í öryggismálum.
Akureyri Flugslys í Barkárdal Flugslys í Hlíðarfjalli Fréttir af flugi Hörgársveit Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Sjá meira