Deilan í Straumsvík: Fimmtán „skrifstofumenn“ mega ganga í störfin Bjarki Ármannsson skrifar 1. mars 2016 21:35 Fimmtán yfirmenn hjá Rio Tinto Alcan mega lesta áli um borð í skip til útflutnings í álverinu í Straumsvík. Vísir/GVA Fimmtán yfirmenn hjá Rio Tinto Alcan mega lesta áli um borð í skip til útflutnings í álverinu í Straumsvík samkvæmt úrskurði sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, sem kveðinn var upp seint í kvöld. Fyrirtækið fór fram á lögbann á þá aðgerð verkalýðsfélagsins Hlífar að meina yfirmönnum að lesta áli á meðan vinnustöðvun hafnarstarfsmanna álversins stendur. Forsvarsmenn álversins töldu að 34 yfirmönnum væri samkvæmt lögum heimilt að skipa álinu út en Hlíf taldi að aðeins þrír, Rannveig Rist forstjóri, verkstjóri hafnarinnar og framkvæmdastjóri fjármálasviðs, mættu ganga í störfin. Sýslumaður komst að þeirri niðurstöðu að ásamt þeim þremur mættu tólf yfirmenn taka þátt í útskipuninni, framkvæmdastjórar, aðstoðarframkvæmdastjórar og svo fimm stjórnarmenn.Verður að koma í ljós hvernig útskipun gengur „Yfirleitt hefur vinnulöggjöfin virkað þannig hér á landi að menn eru ekki að ganga í störf annarra ef menn eru í aðgerðum,“ segir Kolbeinn Gunnarsson, formaður Hlífar, um úrskurðinn. „Mér finnst þetta vera svolítið inngrip í það en við verðum bara að bíða og sjá.“Sjá einnig: Langvarandi deilu er hvergi nærri lokið Kolbeinn segist eiga von á því að gengið verði í það að lesta skipið um tíuleytið í fyrramálið. Hann segir það verða að koma í ljós hvernig vinnan gengur en meðal stjórnarmannanna fimm eru þrír Frakkar og Katrín Pétursdóttir, forstjóri Lýsis. „Þetta byggist upp af skrifstofufólki sem hefur aldrei komið nálægt þessari vinnu,“ segir Kolbeinn. „Ég veit ekki alveg hvernig þetta gengur hjá þeim en við fylgjumst bara með því í fyrramálið.“ Verkfallsvarsla á vegum Hlífar verður áfram í álverinu á morgun. Kjaradeila í Straumsvík Tengdar fréttir Rio Tinto vill lögbann á að yfirmönnum sé meinað að lesta áli Fyrirtækið hefur farið fram á það við sýslumann að yfirmenn fyrirtækisins geti lestað áli til útflutnings um borð í flutningaskip. 29. febrúar 2016 16:27 Rio Tinto vill láta reyna á aðgerðir yfirmanna fyrir dómstólum „Það væri sérkennilegt að láta svona ágreining um hvar rétturinn liggur, liggja svona óleystan,“ segir upplýsingafulltrúi álversins. 25. febrúar 2016 12:31 Sáttafundi í álversdeilunni lokið án árangurs Annar fundur hefur ekki verið ákveðinn en lögum samkvæmt ber ríkissáttasemjara að boða til annars fundar innan tveggja vikna. 24. febrúar 2016 15:04 Lausna leitað í álversdeilunni hjá sáttasemjara í dag Næsta skip væntanlegt til Straumsvíkur í dag. 29. febrúar 2016 11:25 Heldur til Rotterdam með einn tíunda af fyrirhuguðum farmi Flutningaskip sem átti að lesta ál í Straumsvík og er þar í höfninni verður gert sjóklárt með morgninum. 25. febrúar 2016 07:58 Mest lesið Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Sjá meira
Fimmtán yfirmenn hjá Rio Tinto Alcan mega lesta áli um borð í skip til útflutnings í álverinu í Straumsvík samkvæmt úrskurði sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, sem kveðinn var upp seint í kvöld. Fyrirtækið fór fram á lögbann á þá aðgerð verkalýðsfélagsins Hlífar að meina yfirmönnum að lesta áli á meðan vinnustöðvun hafnarstarfsmanna álversins stendur. Forsvarsmenn álversins töldu að 34 yfirmönnum væri samkvæmt lögum heimilt að skipa álinu út en Hlíf taldi að aðeins þrír, Rannveig Rist forstjóri, verkstjóri hafnarinnar og framkvæmdastjóri fjármálasviðs, mættu ganga í störfin. Sýslumaður komst að þeirri niðurstöðu að ásamt þeim þremur mættu tólf yfirmenn taka þátt í útskipuninni, framkvæmdastjórar, aðstoðarframkvæmdastjórar og svo fimm stjórnarmenn.Verður að koma í ljós hvernig útskipun gengur „Yfirleitt hefur vinnulöggjöfin virkað þannig hér á landi að menn eru ekki að ganga í störf annarra ef menn eru í aðgerðum,“ segir Kolbeinn Gunnarsson, formaður Hlífar, um úrskurðinn. „Mér finnst þetta vera svolítið inngrip í það en við verðum bara að bíða og sjá.“Sjá einnig: Langvarandi deilu er hvergi nærri lokið Kolbeinn segist eiga von á því að gengið verði í það að lesta skipið um tíuleytið í fyrramálið. Hann segir það verða að koma í ljós hvernig vinnan gengur en meðal stjórnarmannanna fimm eru þrír Frakkar og Katrín Pétursdóttir, forstjóri Lýsis. „Þetta byggist upp af skrifstofufólki sem hefur aldrei komið nálægt þessari vinnu,“ segir Kolbeinn. „Ég veit ekki alveg hvernig þetta gengur hjá þeim en við fylgjumst bara með því í fyrramálið.“ Verkfallsvarsla á vegum Hlífar verður áfram í álverinu á morgun.
Kjaradeila í Straumsvík Tengdar fréttir Rio Tinto vill lögbann á að yfirmönnum sé meinað að lesta áli Fyrirtækið hefur farið fram á það við sýslumann að yfirmenn fyrirtækisins geti lestað áli til útflutnings um borð í flutningaskip. 29. febrúar 2016 16:27 Rio Tinto vill láta reyna á aðgerðir yfirmanna fyrir dómstólum „Það væri sérkennilegt að láta svona ágreining um hvar rétturinn liggur, liggja svona óleystan,“ segir upplýsingafulltrúi álversins. 25. febrúar 2016 12:31 Sáttafundi í álversdeilunni lokið án árangurs Annar fundur hefur ekki verið ákveðinn en lögum samkvæmt ber ríkissáttasemjara að boða til annars fundar innan tveggja vikna. 24. febrúar 2016 15:04 Lausna leitað í álversdeilunni hjá sáttasemjara í dag Næsta skip væntanlegt til Straumsvíkur í dag. 29. febrúar 2016 11:25 Heldur til Rotterdam með einn tíunda af fyrirhuguðum farmi Flutningaskip sem átti að lesta ál í Straumsvík og er þar í höfninni verður gert sjóklárt með morgninum. 25. febrúar 2016 07:58 Mest lesið Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Sjá meira
Rio Tinto vill lögbann á að yfirmönnum sé meinað að lesta áli Fyrirtækið hefur farið fram á það við sýslumann að yfirmenn fyrirtækisins geti lestað áli til útflutnings um borð í flutningaskip. 29. febrúar 2016 16:27
Rio Tinto vill láta reyna á aðgerðir yfirmanna fyrir dómstólum „Það væri sérkennilegt að láta svona ágreining um hvar rétturinn liggur, liggja svona óleystan,“ segir upplýsingafulltrúi álversins. 25. febrúar 2016 12:31
Sáttafundi í álversdeilunni lokið án árangurs Annar fundur hefur ekki verið ákveðinn en lögum samkvæmt ber ríkissáttasemjara að boða til annars fundar innan tveggja vikna. 24. febrúar 2016 15:04
Lausna leitað í álversdeilunni hjá sáttasemjara í dag Næsta skip væntanlegt til Straumsvíkur í dag. 29. febrúar 2016 11:25
Heldur til Rotterdam með einn tíunda af fyrirhuguðum farmi Flutningaskip sem átti að lesta ál í Straumsvík og er þar í höfninni verður gert sjóklárt með morgninum. 25. febrúar 2016 07:58