Jeb Bush dregur sig í hlé Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. febrúar 2016 08:45 Sonur og bróðir fyrrverandi forseta Bandaríkjanna sækist ekki lengur eftir útnefningu Repúblikana-flokksins til forseta Bandaríkjanna. Vísir/Getty Jeb Bush hefur dregið framboð sitt til forseta Bandaríkjanna til baka eftir að hann lenti í fjórða sæti í forkosningum flokksins í Suður-Karólínu í gær. Hann var lengi vel talinn sigurstranglegur en verulega hefur fjarað undan stuðningi við hann að undanförnu. Bush fékk aðeins tæp átta prósent atkvæða í Suður-Karólínu og var hann langt á eftir Donald Trump, Marco Rubio og Ted Cruz sem röðuðu sér í efstu þrjú sætin. Verandi sonur og bróðir fyrrverandi forseta Bandaríkjanna tókst honum að safna háum fjárhæðum í kosningasjóð sinn og var búist við mikið af Jeb sem er fyrrverandi ríkisstjóri í Flórída-ríki. Alls hafði kosningasjóður Bush safnað um 150 milljónum dollara, umtalsvert meira en aðrir frambjóðendur náðu að nurla saman.Sjá einnig: Allt sem þú þarft að vita um forkosningarnar í BandaríkjunumBush þótti vera helsti frambjóðandi hins hefðbundna kjarna kjósenda í Repúblikana-flokknum en Bush, líkt og aðrir frambjóðendur, átti í erfiðleikum með að takast á við óvænta velgengni Donald Trump. Bush gekk illa í forkosningunum í Iowa og New Hampshire en það að hann stigi nú til hliðar þykir boða gott fyrir Marco Rubio sem barðist við Bush um stuðnings hins hefðbundna kjarna flokksins. Rubio lenti í öðru sæti í Suður-Karólínu með rúm 22 prósent atkvæða og er talið líklegt að einvígið um útnefningu flokksins standi nú á milli Rubio og Trump en auk þeirra er Ted Cruz, John Kasich og Ben Carson enn með í kapphlaupinu.Bush sagðist vera stoltur af kosningabaráttu sinni þegar hann tilkynnti að hann hefði dregið sig í hlé.Ekki hefur blásið byrlega fyrir Bush í kosningabaráttunni og þótti þetta myndbandsbrot sýna hversu erfiðlega hefur gengið hjá honum. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Repúblikanar gerðu grín að Trump í fjarveru hans Sjöundu og síðustu kappræður frambjóðenda Repúblikana fóru fram í Des Moines í nótt. 29. janúar 2016 07:13 Trump fór létt með Suður-Karólínu Auðkýfingurinn umdeildi styrkti enn frekar stöðu sína í forkosningum Repúblikana með sigri í Suður-Karólínu. 21. febrúar 2016 08:45 Allt sem þú þarft að vita um forkosningarnar í Bandaríkjunum Forkosningar Demókrata og Repúblikana hefjast í Iowa í dag en framundan er langt og strangt kapphlaup um hver hlýtur tilnefningu síns flokks. 1. febrúar 2016 14:00 Bitrustu kappræður Repúblikana til þessa Fjölmiðlar ytra eru þeirrar skoðunar að enginn hafi í raun skarað fram úr í þessum kappræðum, þess í stað hafi áhorfendur orðið vitni að bitrustu rifrildum kosningabaráttunnar til þessa. 14. febrúar 2016 10:23 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Sjá meira
Jeb Bush hefur dregið framboð sitt til forseta Bandaríkjanna til baka eftir að hann lenti í fjórða sæti í forkosningum flokksins í Suður-Karólínu í gær. Hann var lengi vel talinn sigurstranglegur en verulega hefur fjarað undan stuðningi við hann að undanförnu. Bush fékk aðeins tæp átta prósent atkvæða í Suður-Karólínu og var hann langt á eftir Donald Trump, Marco Rubio og Ted Cruz sem röðuðu sér í efstu þrjú sætin. Verandi sonur og bróðir fyrrverandi forseta Bandaríkjanna tókst honum að safna háum fjárhæðum í kosningasjóð sinn og var búist við mikið af Jeb sem er fyrrverandi ríkisstjóri í Flórída-ríki. Alls hafði kosningasjóður Bush safnað um 150 milljónum dollara, umtalsvert meira en aðrir frambjóðendur náðu að nurla saman.Sjá einnig: Allt sem þú þarft að vita um forkosningarnar í BandaríkjunumBush þótti vera helsti frambjóðandi hins hefðbundna kjarna kjósenda í Repúblikana-flokknum en Bush, líkt og aðrir frambjóðendur, átti í erfiðleikum með að takast á við óvænta velgengni Donald Trump. Bush gekk illa í forkosningunum í Iowa og New Hampshire en það að hann stigi nú til hliðar þykir boða gott fyrir Marco Rubio sem barðist við Bush um stuðnings hins hefðbundna kjarna flokksins. Rubio lenti í öðru sæti í Suður-Karólínu með rúm 22 prósent atkvæða og er talið líklegt að einvígið um útnefningu flokksins standi nú á milli Rubio og Trump en auk þeirra er Ted Cruz, John Kasich og Ben Carson enn með í kapphlaupinu.Bush sagðist vera stoltur af kosningabaráttu sinni þegar hann tilkynnti að hann hefði dregið sig í hlé.Ekki hefur blásið byrlega fyrir Bush í kosningabaráttunni og þótti þetta myndbandsbrot sýna hversu erfiðlega hefur gengið hjá honum.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Repúblikanar gerðu grín að Trump í fjarveru hans Sjöundu og síðustu kappræður frambjóðenda Repúblikana fóru fram í Des Moines í nótt. 29. janúar 2016 07:13 Trump fór létt með Suður-Karólínu Auðkýfingurinn umdeildi styrkti enn frekar stöðu sína í forkosningum Repúblikana með sigri í Suður-Karólínu. 21. febrúar 2016 08:45 Allt sem þú þarft að vita um forkosningarnar í Bandaríkjunum Forkosningar Demókrata og Repúblikana hefjast í Iowa í dag en framundan er langt og strangt kapphlaup um hver hlýtur tilnefningu síns flokks. 1. febrúar 2016 14:00 Bitrustu kappræður Repúblikana til þessa Fjölmiðlar ytra eru þeirrar skoðunar að enginn hafi í raun skarað fram úr í þessum kappræðum, þess í stað hafi áhorfendur orðið vitni að bitrustu rifrildum kosningabaráttunnar til þessa. 14. febrúar 2016 10:23 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Sjá meira
Repúblikanar gerðu grín að Trump í fjarveru hans Sjöundu og síðustu kappræður frambjóðenda Repúblikana fóru fram í Des Moines í nótt. 29. janúar 2016 07:13
Trump fór létt með Suður-Karólínu Auðkýfingurinn umdeildi styrkti enn frekar stöðu sína í forkosningum Repúblikana með sigri í Suður-Karólínu. 21. febrúar 2016 08:45
Allt sem þú þarft að vita um forkosningarnar í Bandaríkjunum Forkosningar Demókrata og Repúblikana hefjast í Iowa í dag en framundan er langt og strangt kapphlaup um hver hlýtur tilnefningu síns flokks. 1. febrúar 2016 14:00
Bitrustu kappræður Repúblikana til þessa Fjölmiðlar ytra eru þeirrar skoðunar að enginn hafi í raun skarað fram úr í þessum kappræðum, þess í stað hafi áhorfendur orðið vitni að bitrustu rifrildum kosningabaráttunnar til þessa. 14. febrúar 2016 10:23