Hefur ekki áhyggjur af klofningi í röðum Pírata Una Sighvatsdóttir skrifar 21. febrúar 2016 20:00 Píratar eru ósáttir við að ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur hafi verið þrengt þannig að hlutfall kjósenda sem geti krafist þeirra hækki um helming, úr 10% í 15%. Sömuleiðis setja píratar spurningamerki við að orðalagi í auðlindaákvæði sé breytt þannig að í stað þess að ríkið taki „fullt gjald“ fyrir nýtingu auðlinda, sé nú talað um að ríkið taki „að jafnaði eðlilegt“ auðlindagjald.Samkvæmt tillögum stjórnarskrárnefndar munu 15% kosningabærra manna geta knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu. Í frumvarpi stjórnlagaráðs var hlutfallið 10%.Á opnum umræðufundi pírata í dag um tillögur stjórnarskrárnefndar töluðu sumir gegn því að tillögur stjórnarskrárnefndar verði samþykktar, þar sem þær gangi ekki nógu langt. Helgi Hrafn Gunnarsson kapteinn pírata og varaformaður þingflokksins segir að um mikilvæg atriði sé að ræða og því sé eðlilegt að umræða eigi sér stað. Hann ítrekaði fundinum að óháð þessum tillögum þá muni píratar beita sér fyrir heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar. „Það hefur margkomið fram úr okkar röðum að sama hvað verður um okkar mál þá vilja Píratar nýja stjórnarskrá. Það er alveg á hreinu," segir Helgi Hrafn í samtali við fréttastofu.Þorvaldur Gylfason segir að stjórnarskrá sé viðkvæmt og umdeilt efni sem verði aldrei afgreidd í fullri sátt.Meðal þeirra sem gagnrýndi tillögurnar hvað harðast í dag var Þorvaldur Gylfason, fyrrverandi meðlimur stjórnlagaráðs. Hann segir alveg ljóst í sínum huga að tillögur stjórnarskrárnefndar séu miklum mun lakari en samsvarandi ákvæði í frumvarpi stjórnlagaráðs. Þá er hann þeirrar skoðunar að þinginu sé ekki heimilt að breyta niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu eftir á. „Þessar breytingar sem fulltrúar flokkanna í þessari stjórnarskrárnefnd hafa komið sér saman um eru róttækar efnisbreytingar og þær eru allar til hagsbóta fyrir óbreytt ástand. Það er þess vegna sem ég tel að ekkert komi til greina annað en samþykkt þeirrar stjórnarskrár, sem fólkið samþykkti sem grundvöll í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012. Og sem betur fer þá er þetta óhaggaða atriði í stefnuskrá stærsta stjórnmálaflokksins, sem eru Píratar,“ segir Þorvaldur.Mjög skiptar skoðanir voru á opnum kynningar- og umræðufundi Pírata um tillögur stjórnarskrárnefndar í dag.Píratar hafa ekki tekið efnislega afstöðu til þess ennþá hvort þingmenn þeirra muni greiða atkvæði með frumvörpum stjórnarskrárnefndar á Alþingi. „Það fer auðvitað eftir því hvernig umræðunni lýkur um það hvort þessar tillögur eru til bóta eða ekki,“ segir Helgi Hrafn.En er hætta á því að ágreiningur um tillögur stjórnarskrárnefndar verði til þess að kljúfa þá fjöldahreyfingu sem Píratar eru nú orðnir? „Veistu, ég verð að viðurkenna og segja alveg eins og er að ég hef ekki mikinn áhuga á að velta því fyrir mér," segir hann og bætir við að það hafi alltaf verið skiptar skoðanir, ágreinings mál „og alls konar drama“ meðal pírata en ákvarðanatakan stjórnist ekki af því. „Þetta snýst um að taka réttar ákvarðanir út frá grunngildum flokksins og gera það með sem lýðræðislegum hætti. Það hvort það valdi klofningi er bara ekki eitthvað sem að mínu mati allavega skiptir máli í því samhengi. Við verðum bara að reyna að gera þetta eins vel og við getum og svo verður bara að gerast það sem gerist.“ Alþingi Tengdar fréttir Skrýtið ef stjórnarskrármálið er óleyst þegar forseti er kosinn Óljóst er í hvers konar embætti verið er að kjósa forseta Íslands í sumar, verði tillögur stjórnlaganefndar um þjóðaratkvæðagreiðslur ekki afgreiddar af Alþingi í vor. Salvör Nordal, fyrrverandi formaður stjórnlagaráðs, segir sorglegt hvernig stjórnarskrármálið hefur þróast. 21. febrúar 2016 12:30 Þjóðin gæti kosið um stjórnarskrárbreytingar fyrir jól Samkomulag um hvernig þjóðin geti kallað fram þjóðaratkvæðagreiðslur, auðlindir í þjóðareign og umgengni við náttúruna. 19. febrúar 2016 19:39 Lagt til að þjóðin eigi auðlindirnar Stjórnarskrárnefnd birti í gær drög að þremur frumvörpum til stjórnskipunarlaga. 20. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Sjómenn mótmæla breytingum um samsköttun hjóna Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Fleiri fréttir Sjómenn mótmæla breytingum um samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum Sjá meira
Píratar eru ósáttir við að ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur hafi verið þrengt þannig að hlutfall kjósenda sem geti krafist þeirra hækki um helming, úr 10% í 15%. Sömuleiðis setja píratar spurningamerki við að orðalagi í auðlindaákvæði sé breytt þannig að í stað þess að ríkið taki „fullt gjald“ fyrir nýtingu auðlinda, sé nú talað um að ríkið taki „að jafnaði eðlilegt“ auðlindagjald.Samkvæmt tillögum stjórnarskrárnefndar munu 15% kosningabærra manna geta knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu. Í frumvarpi stjórnlagaráðs var hlutfallið 10%.Á opnum umræðufundi pírata í dag um tillögur stjórnarskrárnefndar töluðu sumir gegn því að tillögur stjórnarskrárnefndar verði samþykktar, þar sem þær gangi ekki nógu langt. Helgi Hrafn Gunnarsson kapteinn pírata og varaformaður þingflokksins segir að um mikilvæg atriði sé að ræða og því sé eðlilegt að umræða eigi sér stað. Hann ítrekaði fundinum að óháð þessum tillögum þá muni píratar beita sér fyrir heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar. „Það hefur margkomið fram úr okkar röðum að sama hvað verður um okkar mál þá vilja Píratar nýja stjórnarskrá. Það er alveg á hreinu," segir Helgi Hrafn í samtali við fréttastofu.Þorvaldur Gylfason segir að stjórnarskrá sé viðkvæmt og umdeilt efni sem verði aldrei afgreidd í fullri sátt.Meðal þeirra sem gagnrýndi tillögurnar hvað harðast í dag var Þorvaldur Gylfason, fyrrverandi meðlimur stjórnlagaráðs. Hann segir alveg ljóst í sínum huga að tillögur stjórnarskrárnefndar séu miklum mun lakari en samsvarandi ákvæði í frumvarpi stjórnlagaráðs. Þá er hann þeirrar skoðunar að þinginu sé ekki heimilt að breyta niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu eftir á. „Þessar breytingar sem fulltrúar flokkanna í þessari stjórnarskrárnefnd hafa komið sér saman um eru róttækar efnisbreytingar og þær eru allar til hagsbóta fyrir óbreytt ástand. Það er þess vegna sem ég tel að ekkert komi til greina annað en samþykkt þeirrar stjórnarskrár, sem fólkið samþykkti sem grundvöll í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012. Og sem betur fer þá er þetta óhaggaða atriði í stefnuskrá stærsta stjórnmálaflokksins, sem eru Píratar,“ segir Þorvaldur.Mjög skiptar skoðanir voru á opnum kynningar- og umræðufundi Pírata um tillögur stjórnarskrárnefndar í dag.Píratar hafa ekki tekið efnislega afstöðu til þess ennþá hvort þingmenn þeirra muni greiða atkvæði með frumvörpum stjórnarskrárnefndar á Alþingi. „Það fer auðvitað eftir því hvernig umræðunni lýkur um það hvort þessar tillögur eru til bóta eða ekki,“ segir Helgi Hrafn.En er hætta á því að ágreiningur um tillögur stjórnarskrárnefndar verði til þess að kljúfa þá fjöldahreyfingu sem Píratar eru nú orðnir? „Veistu, ég verð að viðurkenna og segja alveg eins og er að ég hef ekki mikinn áhuga á að velta því fyrir mér," segir hann og bætir við að það hafi alltaf verið skiptar skoðanir, ágreinings mál „og alls konar drama“ meðal pírata en ákvarðanatakan stjórnist ekki af því. „Þetta snýst um að taka réttar ákvarðanir út frá grunngildum flokksins og gera það með sem lýðræðislegum hætti. Það hvort það valdi klofningi er bara ekki eitthvað sem að mínu mati allavega skiptir máli í því samhengi. Við verðum bara að reyna að gera þetta eins vel og við getum og svo verður bara að gerast það sem gerist.“
Alþingi Tengdar fréttir Skrýtið ef stjórnarskrármálið er óleyst þegar forseti er kosinn Óljóst er í hvers konar embætti verið er að kjósa forseta Íslands í sumar, verði tillögur stjórnlaganefndar um þjóðaratkvæðagreiðslur ekki afgreiddar af Alþingi í vor. Salvör Nordal, fyrrverandi formaður stjórnlagaráðs, segir sorglegt hvernig stjórnarskrármálið hefur þróast. 21. febrúar 2016 12:30 Þjóðin gæti kosið um stjórnarskrárbreytingar fyrir jól Samkomulag um hvernig þjóðin geti kallað fram þjóðaratkvæðagreiðslur, auðlindir í þjóðareign og umgengni við náttúruna. 19. febrúar 2016 19:39 Lagt til að þjóðin eigi auðlindirnar Stjórnarskrárnefnd birti í gær drög að þremur frumvörpum til stjórnskipunarlaga. 20. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Sjómenn mótmæla breytingum um samsköttun hjóna Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Fleiri fréttir Sjómenn mótmæla breytingum um samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum Sjá meira
Skrýtið ef stjórnarskrármálið er óleyst þegar forseti er kosinn Óljóst er í hvers konar embætti verið er að kjósa forseta Íslands í sumar, verði tillögur stjórnlaganefndar um þjóðaratkvæðagreiðslur ekki afgreiddar af Alþingi í vor. Salvör Nordal, fyrrverandi formaður stjórnlagaráðs, segir sorglegt hvernig stjórnarskrármálið hefur þróast. 21. febrúar 2016 12:30
Þjóðin gæti kosið um stjórnarskrárbreytingar fyrir jól Samkomulag um hvernig þjóðin geti kallað fram þjóðaratkvæðagreiðslur, auðlindir í þjóðareign og umgengni við náttúruna. 19. febrúar 2016 19:39
Lagt til að þjóðin eigi auðlindirnar Stjórnarskrárnefnd birti í gær drög að þremur frumvörpum til stjórnskipunarlaga. 20. febrúar 2016 07:00