Reyna að sporna gegn kennitöluflakki Samúel Karl Ólason skrifar 22. febrúar 2016 15:41 Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Vísir/Vilhelm Karl Garðarsson leggur í dag fram sem ætlað er að sporna gegn kennitöluflakki. Samkvæmt frumvarpinu mættu stjórnarmenn og framkvæmdastjórar ekki, á þremur árum, vera í forsvari fyrir tvö félög eða fleiri sem hafi orðið gjaldþrota. Meðflutningsmenn frumvarpsins eru þau Vigdís Hauksdóttir, Höskuldur Þórhallsson, Páll Jóhann Pálsson, Elsa Lára Arnardóttir, Haraldur Einarsson, Þórunn Egilsdóttir, Helgi Hrafn Gunnarsson, Brynhildur Pétursdóttir og Helgi Hjörvar. „Þetta er fyrsta raunverulega atlagan sem gerð er gegn kennitöluflakki, þar sem hópur manna hefur stundað misnotkun á þeirri takmörkuðu ábyrgð sem felst í félagaforminu,“ segir Karl í tilkynningu til fjölmiðla. „Ákvæðið er vissulega íþyngjandi, en þó nauðsynlegt með tilliti til þeirra hagsmuna sem fyrir hendi eru. Stundum er nauðsynlegt að setja skorður á frelsið, sérstaklega ef hagsmunir þorra almennings eru þess eðlis. Atvinnufrelsisákvæði 75. gr. stjórnarskrár opnar einnig fyrir þann möguleika.“ Hann segist stefna að því að leggja fram fleiri frumvörp á næstu mánuðum þar sem tekið verði á kennitöluflakki. Í greinargerð við frumvarpið er bent á að starfshópur á vegum ríkisskattstjóra hafi nýverið kannað umfang skattaundanskota í atvinnustarfsemi. Niðurstaðan hafi verið að um 80 milljarða krónur vanti upp á skatttekjur ríkisins. Ýmsar lagabreytingar hafi verið reyndar á síðustu árum til að sporna gegn kennitöluflakki, en það hafi ekki borið árangur. Nauðsynlegt sé að horfa til þess að ekki sé gengið of nærri atvinnufrelsi manna, sem sé varið af 75. grein stjórnarskrárinnar. Flutningsmenn frumvarpsins meta það þó sem svo að þetta frumvarp geri það ekki. Alþingi Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira
Karl Garðarsson leggur í dag fram sem ætlað er að sporna gegn kennitöluflakki. Samkvæmt frumvarpinu mættu stjórnarmenn og framkvæmdastjórar ekki, á þremur árum, vera í forsvari fyrir tvö félög eða fleiri sem hafi orðið gjaldþrota. Meðflutningsmenn frumvarpsins eru þau Vigdís Hauksdóttir, Höskuldur Þórhallsson, Páll Jóhann Pálsson, Elsa Lára Arnardóttir, Haraldur Einarsson, Þórunn Egilsdóttir, Helgi Hrafn Gunnarsson, Brynhildur Pétursdóttir og Helgi Hjörvar. „Þetta er fyrsta raunverulega atlagan sem gerð er gegn kennitöluflakki, þar sem hópur manna hefur stundað misnotkun á þeirri takmörkuðu ábyrgð sem felst í félagaforminu,“ segir Karl í tilkynningu til fjölmiðla. „Ákvæðið er vissulega íþyngjandi, en þó nauðsynlegt með tilliti til þeirra hagsmuna sem fyrir hendi eru. Stundum er nauðsynlegt að setja skorður á frelsið, sérstaklega ef hagsmunir þorra almennings eru þess eðlis. Atvinnufrelsisákvæði 75. gr. stjórnarskrár opnar einnig fyrir þann möguleika.“ Hann segist stefna að því að leggja fram fleiri frumvörp á næstu mánuðum þar sem tekið verði á kennitöluflakki. Í greinargerð við frumvarpið er bent á að starfshópur á vegum ríkisskattstjóra hafi nýverið kannað umfang skattaundanskota í atvinnustarfsemi. Niðurstaðan hafi verið að um 80 milljarða krónur vanti upp á skatttekjur ríkisins. Ýmsar lagabreytingar hafi verið reyndar á síðustu árum til að sporna gegn kennitöluflakki, en það hafi ekki borið árangur. Nauðsynlegt sé að horfa til þess að ekki sé gengið of nærri atvinnufrelsi manna, sem sé varið af 75. grein stjórnarskrárinnar. Flutningsmenn frumvarpsins meta það þó sem svo að þetta frumvarp geri það ekki.
Alþingi Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira