Stærir sig af að hafa beygt Evrópusambandið Guðsteinn Bjarnason skrifar 23. febrúar 2016 07:00 David Cameron gerði óspart grín að Boris Johnson, borgarstjóra í London, fyrir að vilja hafna aðild í von um að ná fram enn betri samningum. Nordicphotos/AFP David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, hvetur Breta til þess að kjósa áframhaldandi aðild að Evrópusambandinu. Þjóðaratkvæðagreiðsla um breytingar á aðildarsamningnum verður haldin í Bretlandi 23. júní næstkomandi. Cameron hélt þrumuræðu á breska þinginu í gær þar sem hann stærði sig af því að hafa fengið Evrópusambandið til að fallast á allar helstu kröfur sínar. Hann hefði náð því fram að Bretland hafi skýra sérstöðu innan Evrópusambandsins. Hagsmunir Breta gagnvart evrusvæðinu hefðu verið tryggðir og Bretar yrðu til frambúðar undanþegnir öllum kröfum af hálfu ESB um „æ nánara samband“, sem fælu í sér aukin yfirráð Brussel-stjórnarinnar yfir málefnum Bretlands. Jafnframt skaut Cameron föstum skotum að flokksbróður sínum, Boris Johnson, sem bæði er þingmaður og borgarstjóri í London. Boris vill að Bretar hafni samningnum, sem Cameron hefur gert við Evrópusambandið, í von um að hægt verði að ná fram betri samningi. „Við ættum að hafa það á hreinu að þetta verður endanleg ákvörðun,“ sagði Cameron. Það væri ekkert hægt að kjósa gegn aðild í von um að samið yrði upp á nýtt og þá efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu á ný. „Ég hef því miður þekkt nokkur hjón sem hafa byrjað á skilnaðarferli,“ hélt Cameron áfram, og vísaði þar augljóslega til Johnsons. „En ég þekki engin sem hafa byrjað á skilnaðarferli í þeim tilgangi að endurnýja hjúskaparheit sín.“ Cameron sagðist sannfærður um að Bretlandi væri betur borgið innan Evrópusambandsins en utan. Mikil óvissa myndi fylgja því að segja skilið við Evrópusambandið. Það væri ekkert annað en „stökk út í myrkrið“. Með samningnum við Bretland hafi Evrópusambandið því í raun staðfest „tveggja hraða“ fyrirkomulag, þannig að sum ríki Evrópusambandsins geti tekið þátt í öllu sem tilheyrir hinu „æ nánara sambandi“, en önnur geti staðið utan við evrusamstarfið og fleiri þætti án þess þó að missa áhrif sín innan sambandsins. Þetta þýði að Bretland geti nú notið hins „besta úr báðum heimum“, bæði verið innan Evrópusambandsins, og þar með í „bílstjórasætinu“, en um leið undanskilið samstarfi á þeim sviðum, sem henta ekki Bretlandi. ESB-málið Tengdar fréttir Boris vill að Bretar yfirgefi ESB Boris Johnson borgarstjóri Lundúna hefur lýst því yfir að hann hyggist berjast fyrir því að Bretar yfirgefi Evrópusambandið í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu um málið sem fram fer í sumar. 22. febrúar 2016 07:39 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, hvetur Breta til þess að kjósa áframhaldandi aðild að Evrópusambandinu. Þjóðaratkvæðagreiðsla um breytingar á aðildarsamningnum verður haldin í Bretlandi 23. júní næstkomandi. Cameron hélt þrumuræðu á breska þinginu í gær þar sem hann stærði sig af því að hafa fengið Evrópusambandið til að fallast á allar helstu kröfur sínar. Hann hefði náð því fram að Bretland hafi skýra sérstöðu innan Evrópusambandsins. Hagsmunir Breta gagnvart evrusvæðinu hefðu verið tryggðir og Bretar yrðu til frambúðar undanþegnir öllum kröfum af hálfu ESB um „æ nánara samband“, sem fælu í sér aukin yfirráð Brussel-stjórnarinnar yfir málefnum Bretlands. Jafnframt skaut Cameron föstum skotum að flokksbróður sínum, Boris Johnson, sem bæði er þingmaður og borgarstjóri í London. Boris vill að Bretar hafni samningnum, sem Cameron hefur gert við Evrópusambandið, í von um að hægt verði að ná fram betri samningi. „Við ættum að hafa það á hreinu að þetta verður endanleg ákvörðun,“ sagði Cameron. Það væri ekkert hægt að kjósa gegn aðild í von um að samið yrði upp á nýtt og þá efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu á ný. „Ég hef því miður þekkt nokkur hjón sem hafa byrjað á skilnaðarferli,“ hélt Cameron áfram, og vísaði þar augljóslega til Johnsons. „En ég þekki engin sem hafa byrjað á skilnaðarferli í þeim tilgangi að endurnýja hjúskaparheit sín.“ Cameron sagðist sannfærður um að Bretlandi væri betur borgið innan Evrópusambandsins en utan. Mikil óvissa myndi fylgja því að segja skilið við Evrópusambandið. Það væri ekkert annað en „stökk út í myrkrið“. Með samningnum við Bretland hafi Evrópusambandið því í raun staðfest „tveggja hraða“ fyrirkomulag, þannig að sum ríki Evrópusambandsins geti tekið þátt í öllu sem tilheyrir hinu „æ nánara sambandi“, en önnur geti staðið utan við evrusamstarfið og fleiri þætti án þess þó að missa áhrif sín innan sambandsins. Þetta þýði að Bretland geti nú notið hins „besta úr báðum heimum“, bæði verið innan Evrópusambandsins, og þar með í „bílstjórasætinu“, en um leið undanskilið samstarfi á þeim sviðum, sem henta ekki Bretlandi.
ESB-málið Tengdar fréttir Boris vill að Bretar yfirgefi ESB Boris Johnson borgarstjóri Lundúna hefur lýst því yfir að hann hyggist berjast fyrir því að Bretar yfirgefi Evrópusambandið í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu um málið sem fram fer í sumar. 22. febrúar 2016 07:39 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Boris vill að Bretar yfirgefi ESB Boris Johnson borgarstjóri Lundúna hefur lýst því yfir að hann hyggist berjast fyrir því að Bretar yfirgefi Evrópusambandið í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu um málið sem fram fer í sumar. 22. febrúar 2016 07:39