Fjórir stubbar í varnarlínu Bayern í kvöld? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. febrúar 2016 13:15 David Alaba. Vísir/Getty Hún verður væntanlega ekki hávaxin varnarlínan hjá Bayern München þegar þýska liðið heimsækir Juventus á Juventus-leikvanginn í Torinó í kvöld. Allir miðverðir Bayern München eru meiddir og því þarf Pep Guardiola að endurskipuleggja öftustu línu liðsins fyrir þennan mikilvæga leik. Jerome Boateng meiddist strax í fyrsta leik eftir vetrarfríið og hin óheppni Holger Badstuber meiddist illa á æfingu á dögunum. Medhi Benatia og Javier Martinez eru líka að ná sér eftir vöðvatognanir. Bayern fékk Serdar Tasci á láni frá Spartak Moskvu í byrjun febrúar en hann er ekki í mikilli leikæfingu og því ólíklegur kostur fyrir svona stóran leik. Það bendir allt til þess að Pep Guardiola tefli fram óvenju lávaxnari varnarlínu í leiknum. Þar verða væntanlega þeir Philipp Lahm (170 sentímetrar), Joshua Kimmich (176 sm), David Alaba (180 sm) og Juan Bernat (170 sm). Joshua Kimmich er 21 árs gamall og mjög efnilegur miðvörður. Austurríkismaðurinn David Alaba getur spilað allstaðar á vellinum en hann er oftast vinstri bakvörður. Þeir verða líklegast saman í miðri vörninni. Þessar tölur fara kannski fyrst að þýða eitthvað þegar hæð sóknarmanna Juventus-liðsins er skoðuð. Hinn 190 sentímetra hái Alvaro Morata og hinn 187 sentímetra hái Mario Mandzukic ættu nefnilega að vinna flesta skallabolta í kvöld. Fari svo að enginn varnarmanna Bayern verði yfir 180 sentímetra í leiknum er hætt við því að Juventus leggi ofurkapp á fyrirgjafir á þá Morata og Mandzukic. Mario Mandzukic er kominn til baka eftir meiðsli og örugglega ekki búinn að gleyma því að Pep Guardiola lét hann fara frá Bayern. Leikur Juventus og Bayern München í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar hefst klukkan 19.45 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Í bann fyrir að kasta flösku í barn Körfubolti Dagskráin í dag: Sá elsti á HM í pílu og enski boltinn Sport Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Sjá meira
Hún verður væntanlega ekki hávaxin varnarlínan hjá Bayern München þegar þýska liðið heimsækir Juventus á Juventus-leikvanginn í Torinó í kvöld. Allir miðverðir Bayern München eru meiddir og því þarf Pep Guardiola að endurskipuleggja öftustu línu liðsins fyrir þennan mikilvæga leik. Jerome Boateng meiddist strax í fyrsta leik eftir vetrarfríið og hin óheppni Holger Badstuber meiddist illa á æfingu á dögunum. Medhi Benatia og Javier Martinez eru líka að ná sér eftir vöðvatognanir. Bayern fékk Serdar Tasci á láni frá Spartak Moskvu í byrjun febrúar en hann er ekki í mikilli leikæfingu og því ólíklegur kostur fyrir svona stóran leik. Það bendir allt til þess að Pep Guardiola tefli fram óvenju lávaxnari varnarlínu í leiknum. Þar verða væntanlega þeir Philipp Lahm (170 sentímetrar), Joshua Kimmich (176 sm), David Alaba (180 sm) og Juan Bernat (170 sm). Joshua Kimmich er 21 árs gamall og mjög efnilegur miðvörður. Austurríkismaðurinn David Alaba getur spilað allstaðar á vellinum en hann er oftast vinstri bakvörður. Þeir verða líklegast saman í miðri vörninni. Þessar tölur fara kannski fyrst að þýða eitthvað þegar hæð sóknarmanna Juventus-liðsins er skoðuð. Hinn 190 sentímetra hái Alvaro Morata og hinn 187 sentímetra hái Mario Mandzukic ættu nefnilega að vinna flesta skallabolta í kvöld. Fari svo að enginn varnarmanna Bayern verði yfir 180 sentímetra í leiknum er hætt við því að Juventus leggi ofurkapp á fyrirgjafir á þá Morata og Mandzukic. Mario Mandzukic er kominn til baka eftir meiðsli og örugglega ekki búinn að gleyma því að Pep Guardiola lét hann fara frá Bayern. Leikur Juventus og Bayern München í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar hefst klukkan 19.45 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Í bann fyrir að kasta flösku í barn Körfubolti Dagskráin í dag: Sá elsti á HM í pílu og enski boltinn Sport Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Sjá meira