Fjórir stubbar í varnarlínu Bayern í kvöld? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. febrúar 2016 13:15 David Alaba. Vísir/Getty Hún verður væntanlega ekki hávaxin varnarlínan hjá Bayern München þegar þýska liðið heimsækir Juventus á Juventus-leikvanginn í Torinó í kvöld. Allir miðverðir Bayern München eru meiddir og því þarf Pep Guardiola að endurskipuleggja öftustu línu liðsins fyrir þennan mikilvæga leik. Jerome Boateng meiddist strax í fyrsta leik eftir vetrarfríið og hin óheppni Holger Badstuber meiddist illa á æfingu á dögunum. Medhi Benatia og Javier Martinez eru líka að ná sér eftir vöðvatognanir. Bayern fékk Serdar Tasci á láni frá Spartak Moskvu í byrjun febrúar en hann er ekki í mikilli leikæfingu og því ólíklegur kostur fyrir svona stóran leik. Það bendir allt til þess að Pep Guardiola tefli fram óvenju lávaxnari varnarlínu í leiknum. Þar verða væntanlega þeir Philipp Lahm (170 sentímetrar), Joshua Kimmich (176 sm), David Alaba (180 sm) og Juan Bernat (170 sm). Joshua Kimmich er 21 árs gamall og mjög efnilegur miðvörður. Austurríkismaðurinn David Alaba getur spilað allstaðar á vellinum en hann er oftast vinstri bakvörður. Þeir verða líklegast saman í miðri vörninni. Þessar tölur fara kannski fyrst að þýða eitthvað þegar hæð sóknarmanna Juventus-liðsins er skoðuð. Hinn 190 sentímetra hái Alvaro Morata og hinn 187 sentímetra hái Mario Mandzukic ættu nefnilega að vinna flesta skallabolta í kvöld. Fari svo að enginn varnarmanna Bayern verði yfir 180 sentímetra í leiknum er hætt við því að Juventus leggi ofurkapp á fyrirgjafir á þá Morata og Mandzukic. Mario Mandzukic er kominn til baka eftir meiðsli og örugglega ekki búinn að gleyma því að Pep Guardiola lét hann fara frá Bayern. Leikur Juventus og Bayern München í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar hefst klukkan 19.45 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Fleiri fréttir Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Sjá meira
Hún verður væntanlega ekki hávaxin varnarlínan hjá Bayern München þegar þýska liðið heimsækir Juventus á Juventus-leikvanginn í Torinó í kvöld. Allir miðverðir Bayern München eru meiddir og því þarf Pep Guardiola að endurskipuleggja öftustu línu liðsins fyrir þennan mikilvæga leik. Jerome Boateng meiddist strax í fyrsta leik eftir vetrarfríið og hin óheppni Holger Badstuber meiddist illa á æfingu á dögunum. Medhi Benatia og Javier Martinez eru líka að ná sér eftir vöðvatognanir. Bayern fékk Serdar Tasci á láni frá Spartak Moskvu í byrjun febrúar en hann er ekki í mikilli leikæfingu og því ólíklegur kostur fyrir svona stóran leik. Það bendir allt til þess að Pep Guardiola tefli fram óvenju lávaxnari varnarlínu í leiknum. Þar verða væntanlega þeir Philipp Lahm (170 sentímetrar), Joshua Kimmich (176 sm), David Alaba (180 sm) og Juan Bernat (170 sm). Joshua Kimmich er 21 árs gamall og mjög efnilegur miðvörður. Austurríkismaðurinn David Alaba getur spilað allstaðar á vellinum en hann er oftast vinstri bakvörður. Þeir verða líklegast saman í miðri vörninni. Þessar tölur fara kannski fyrst að þýða eitthvað þegar hæð sóknarmanna Juventus-liðsins er skoðuð. Hinn 190 sentímetra hái Alvaro Morata og hinn 187 sentímetra hái Mario Mandzukic ættu nefnilega að vinna flesta skallabolta í kvöld. Fari svo að enginn varnarmanna Bayern verði yfir 180 sentímetra í leiknum er hætt við því að Juventus leggi ofurkapp á fyrirgjafir á þá Morata og Mandzukic. Mario Mandzukic er kominn til baka eftir meiðsli og örugglega ekki búinn að gleyma því að Pep Guardiola lét hann fara frá Bayern. Leikur Juventus og Bayern München í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar hefst klukkan 19.45 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Fleiri fréttir Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Sjá meira
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn