Gunnar Bragi fundaði með Bandaríkjamönnum um öryggis-og varnarmál Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. febrúar 2016 17:22 Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra. Vísir/GVA Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, fundaði í dag með þeim Jim Townsend, aðstoðarvarnarmálaráðherra Bandaríkjanna, og Benjamin Ziff, aðstoðarutanríkisráðherra, um samstarf þjóðanna í öryggis- og varnarmálum. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu segir að fundurinn sé „hluti af reglubundnu samráði um öryggis- og varnarmál með þátttöku fulltrúa úr forsætisráðuneyti og innanríkisráðuneyti, auk utanríkisráðuneytis.“ Á fundinum var meðal annars rætt um breytt öryggisumhverfi í Evrópu og Miðausturlöndum og hvaða áhrif það hefur á Evrópu auk þess sem fjallað var um aukna hættu á hermdar-og hryðjuverkum. Þá voru aukin hernaðarumsvif Rússa í Norður-Atlantshafi einnig rædd. Fulltrúar ríkjanna fjölluðu jafnframt „um aðkomu bandaríska hersins á Íslandi að loftrýmisgæslu, kafbátaleit og þátttöku í æfingum, sem er hluti af vörnum landsins og sameiginlegum vörnum Atlantshafsbandalagsins, sem byggir á aðild okkar að bandalaginu og varnarsamningnum við Bandaríkin frá 1951. Engar viðræður hafa farið fram um fasta viðveru bandaríska hersins á Íslandi og engar óskir lagðar fram þar að lútandi,“ eins og segir í tilkynningu utanríkisráðuneytisins. Frétt á vef Stars and Stripes, tímariti Bandaríkjahers, sem birtist fyrr í mánuðinum vakti mikla athygli en þar kom fram að bandaríski sjóherinn hafi farið fram á fjárveitingu til þess að búa flugskýlin undir P-8 Poseidon eftirlitsflugvél, sem hefði það að markmiði að fylgjast með rússneskum kafbátum við Íslandsstrendur. Gunnar Bragi sagði í kjölfarið þetta ekki þýða endurkomu Bandaríkjahers til Íslands. Ekki var um annað að ræða en að Bandaríkjamenn væru tilbúnir til að kosta breytingar til að geta notað kafbátaleitarvélar sem hafa haft viðkomu hér á landi undanfarin 2-3 ár. Alþingi Tengdar fréttir Bandaríkjamenn setja þrjá milljarða í viðhald á Keflavíkurflugvelli Bandaríska varnarmálaráðuneytið vill gera upp gamalt flugskýli á Keflavíkurflugvelli fyrir þrjá milljarða króna. 10. febrúar 2016 19:00 Bandaríkjaher hyggur á endurkomu til Íslands Vill koma fyrir eftirlitsflugvél til að fylgjast með rússneskum kafbátum. 9. febrúar 2016 21:01 Stjórnmálavísir: Óttast að aukin umsvif hersins í Keflavík sé aðeins upphafið Steinunn Þóra Árnadóttir, þingkona Vinstri grænna, vill umræðu um veru Íslands í NATO og aukin umsvif bandaríska hersins í Keflavík. 11. febrúar 2016 21:05 Ekkert annað en tímabundnar viðkomur Bandaríkjahers til umræðu Gunnar Bragi Sveinsson segir engar viðræður hafa átt sér stað um varanlega staðsetningu bandarísks liðsafla á Íslandi. 9. febrúar 2016 22:56 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, fundaði í dag með þeim Jim Townsend, aðstoðarvarnarmálaráðherra Bandaríkjanna, og Benjamin Ziff, aðstoðarutanríkisráðherra, um samstarf þjóðanna í öryggis- og varnarmálum. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu segir að fundurinn sé „hluti af reglubundnu samráði um öryggis- og varnarmál með þátttöku fulltrúa úr forsætisráðuneyti og innanríkisráðuneyti, auk utanríkisráðuneytis.“ Á fundinum var meðal annars rætt um breytt öryggisumhverfi í Evrópu og Miðausturlöndum og hvaða áhrif það hefur á Evrópu auk þess sem fjallað var um aukna hættu á hermdar-og hryðjuverkum. Þá voru aukin hernaðarumsvif Rússa í Norður-Atlantshafi einnig rædd. Fulltrúar ríkjanna fjölluðu jafnframt „um aðkomu bandaríska hersins á Íslandi að loftrýmisgæslu, kafbátaleit og þátttöku í æfingum, sem er hluti af vörnum landsins og sameiginlegum vörnum Atlantshafsbandalagsins, sem byggir á aðild okkar að bandalaginu og varnarsamningnum við Bandaríkin frá 1951. Engar viðræður hafa farið fram um fasta viðveru bandaríska hersins á Íslandi og engar óskir lagðar fram þar að lútandi,“ eins og segir í tilkynningu utanríkisráðuneytisins. Frétt á vef Stars and Stripes, tímariti Bandaríkjahers, sem birtist fyrr í mánuðinum vakti mikla athygli en þar kom fram að bandaríski sjóherinn hafi farið fram á fjárveitingu til þess að búa flugskýlin undir P-8 Poseidon eftirlitsflugvél, sem hefði það að markmiði að fylgjast með rússneskum kafbátum við Íslandsstrendur. Gunnar Bragi sagði í kjölfarið þetta ekki þýða endurkomu Bandaríkjahers til Íslands. Ekki var um annað að ræða en að Bandaríkjamenn væru tilbúnir til að kosta breytingar til að geta notað kafbátaleitarvélar sem hafa haft viðkomu hér á landi undanfarin 2-3 ár.
Alþingi Tengdar fréttir Bandaríkjamenn setja þrjá milljarða í viðhald á Keflavíkurflugvelli Bandaríska varnarmálaráðuneytið vill gera upp gamalt flugskýli á Keflavíkurflugvelli fyrir þrjá milljarða króna. 10. febrúar 2016 19:00 Bandaríkjaher hyggur á endurkomu til Íslands Vill koma fyrir eftirlitsflugvél til að fylgjast með rússneskum kafbátum. 9. febrúar 2016 21:01 Stjórnmálavísir: Óttast að aukin umsvif hersins í Keflavík sé aðeins upphafið Steinunn Þóra Árnadóttir, þingkona Vinstri grænna, vill umræðu um veru Íslands í NATO og aukin umsvif bandaríska hersins í Keflavík. 11. febrúar 2016 21:05 Ekkert annað en tímabundnar viðkomur Bandaríkjahers til umræðu Gunnar Bragi Sveinsson segir engar viðræður hafa átt sér stað um varanlega staðsetningu bandarísks liðsafla á Íslandi. 9. febrúar 2016 22:56 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Bandaríkjamenn setja þrjá milljarða í viðhald á Keflavíkurflugvelli Bandaríska varnarmálaráðuneytið vill gera upp gamalt flugskýli á Keflavíkurflugvelli fyrir þrjá milljarða króna. 10. febrúar 2016 19:00
Bandaríkjaher hyggur á endurkomu til Íslands Vill koma fyrir eftirlitsflugvél til að fylgjast með rússneskum kafbátum. 9. febrúar 2016 21:01
Stjórnmálavísir: Óttast að aukin umsvif hersins í Keflavík sé aðeins upphafið Steinunn Þóra Árnadóttir, þingkona Vinstri grænna, vill umræðu um veru Íslands í NATO og aukin umsvif bandaríska hersins í Keflavík. 11. febrúar 2016 21:05
Ekkert annað en tímabundnar viðkomur Bandaríkjahers til umræðu Gunnar Bragi Sveinsson segir engar viðræður hafa átt sér stað um varanlega staðsetningu bandarísks liðsafla á Íslandi. 9. febrúar 2016 22:56