Fjöldi flugvéla nýtir meðvindinn yfir landinu til að komast til Norður-Ameríku Birgir Olgeirsson skrifar 13. febrúar 2016 18:08 Mynd sem tekin var í Grafarvogi á fimmta tímanum af flugumferðinni yfir höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Kristófer Helgason Íbúar á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki farið varhluta af því fallega veðri sem hefur verið í dag. Heiðskírt og logn, sem sagt afbragðs veður til útivistar. Því fylgir að margir hafa horft til himins og séð þar rákir eftir flugvélar sem eru á leið yfir landið. Hefur ýmsum þótt þær vera ansi margar yfir höfuðborgarsvæðinu en Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, fyrirtækisins sem stýrir flugumferð í íslenska flugstjórnarsvæðinu, segir þetta stafa af hagstæðum vindaskilyrðum yfir suðvesturhorni landsins. „Flugvélarnar eru þarna í meðvindi og eru á leið frá Evrópu til Norður-Ameríku. Þær koma hérna á 64. breiddargráðu beint yfir Ísland,“ segir Guðni en allt að 8-9 farþegaþotur voru yfir suðvesturhorni landsins fyrir skemmstu. Guðni segir margar þeirra vera frá tyrkneska flugfélaginu Turkish Airlines. Íslenska flugstjórnarsvæðið er 5,4 milljónir ferkílómetrar að stærð og eitt það stærsta í heimi. Árið 2015 flugu 145.891 flugvél, sem er 11,5% fleiri en árið áður, rúma 209 milljónir kílómetra um íslenska flugstjórnarsvæðið. Vegalengdin er 1,4 AU, en 1 Au, stjarnfræðieining, er fjarlægðin frá jörðinni til sólar. Um 64% umferðarinnar var á vesturleið og 36% á austurleið sem stafar af ríkjandi vindáttum á svæðinu. Mikill hluti þessarar umferðar er á milli Evrópu og Norður-Ameríku, en um íslenska svæðið fer um 25% þeirrar flugumferðar. Algengasta leiðin innan flugstjórnarsvæðisins var sem fyrr frá London til Los Angeles en 2.581 ferðir voru farnar þá leið á árinu. 2.232 ferðir voru farnar frá London til Keflavíkur og 2.186 frá Keflavík til London. Þau sjö flugfélög sem flugu oftast um íslenska svæðið í fyrra eru Icelandair, United Airlines, Delta, Emirates, Lufthansa, British Airways og SAS.Sjá nánar á vef Isavia. Fréttir af flugi Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
Íbúar á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki farið varhluta af því fallega veðri sem hefur verið í dag. Heiðskírt og logn, sem sagt afbragðs veður til útivistar. Því fylgir að margir hafa horft til himins og séð þar rákir eftir flugvélar sem eru á leið yfir landið. Hefur ýmsum þótt þær vera ansi margar yfir höfuðborgarsvæðinu en Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, fyrirtækisins sem stýrir flugumferð í íslenska flugstjórnarsvæðinu, segir þetta stafa af hagstæðum vindaskilyrðum yfir suðvesturhorni landsins. „Flugvélarnar eru þarna í meðvindi og eru á leið frá Evrópu til Norður-Ameríku. Þær koma hérna á 64. breiddargráðu beint yfir Ísland,“ segir Guðni en allt að 8-9 farþegaþotur voru yfir suðvesturhorni landsins fyrir skemmstu. Guðni segir margar þeirra vera frá tyrkneska flugfélaginu Turkish Airlines. Íslenska flugstjórnarsvæðið er 5,4 milljónir ferkílómetrar að stærð og eitt það stærsta í heimi. Árið 2015 flugu 145.891 flugvél, sem er 11,5% fleiri en árið áður, rúma 209 milljónir kílómetra um íslenska flugstjórnarsvæðið. Vegalengdin er 1,4 AU, en 1 Au, stjarnfræðieining, er fjarlægðin frá jörðinni til sólar. Um 64% umferðarinnar var á vesturleið og 36% á austurleið sem stafar af ríkjandi vindáttum á svæðinu. Mikill hluti þessarar umferðar er á milli Evrópu og Norður-Ameríku, en um íslenska svæðið fer um 25% þeirrar flugumferðar. Algengasta leiðin innan flugstjórnarsvæðisins var sem fyrr frá London til Los Angeles en 2.581 ferðir voru farnar þá leið á árinu. 2.232 ferðir voru farnar frá London til Keflavíkur og 2.186 frá Keflavík til London. Þau sjö flugfélög sem flugu oftast um íslenska svæðið í fyrra eru Icelandair, United Airlines, Delta, Emirates, Lufthansa, British Airways og SAS.Sjá nánar á vef Isavia.
Fréttir af flugi Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira