Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 5. ágúst 2025 18:46 Lögreglan hélt uppi öflugu umferðareftirliti nærri Landeyjahöfn í gær. Vísir/Magnús Hlynur Konu á leið frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur í gær var sagt að hún væri bær til að aka þegar hún blés í áfengismæli lögreglu við Landeyjahöfn en var handtekin vegna gruns um ölvunarakstur eftir að hafa blásið á næsta eftirlitspósti, nokkrum mínútum síðar. Hún reiknar með hárri sekt og að missa ökuréttindin. Aðalvarðstjóri segir ökumenn alfarið ábyrga í tilfellum sem þessu og að áfengismælar gefi einungis vísbendingu um vínandamagn. Svala Birna Þórisdóttir kom í land í Landeyjahöfn um níuleytið í gærmorgun eftir að hafa eytt helginni í Vestmannaeyjum. „Ég fer í röðina þar sem fólk fær að blása áður en það fer út í bíl. Þar er mér sagt að það mælist ekkert og að ég megi keyra. Ég spyr, ertu viss um það? Og þau segja: Já, ef þú treystir þér til,“ segir Svala í samtali við fréttastofu. Hún segist hafa klárað síðasta áfenga drykkinn sinn um eittleytið nóttina áður. Þá hafi hún ekið af stað ásamt vinkonu sinni. Eftir að hafa ekið í nokkrar mínútur hafi hún verið látin blása á ný við eftirlitspóst skammt frá. „Þar er mér tjáð að það mælist vínandi hjá mér. Ég segi að mér finnist það skrítið því ég fékk go á að keyra á hinum staðnum,“ segir Svala. Þá hafi henni verið tjáð að hún væri handtekin og henni vísað inn í lögreglubíl þar sem henni var ekið á lögreglustöð og blóðsýni tekið af henni. Bíður niðurstaðna sem gætu kostað réttindin Svala segist ekki hafa verið sú eina sem lenti í að mælast innan marka á einum stað en utan marka á öðrum. „Það var önnur stelpa með mér í bílnum sem fékk líka go hinu megin en mældist síðan með vínanda. Við vorum settar saman í þennan gám og blóðsýni tekin af okkur.“ Svala bíður nú niðurstaðna úr blóðsýnatökunni, sem henni er sagt að taki allt að mánuð að berast. Hún segist hafa spurt lögreglumenn á staðnum hverjar afleiðingarnar verði mælist vínandamagn utan marka og fengið þau svör að hún megi reikna með að missa ökuréttindin og fá sekt. „Mér finnst þetta gríðarlega óréttlátt. Ég fer til fyrri löggu til að athuga hvort ég megi ekki keyra. Annars hefði ég aldrei sest undir stýri. Óréttlæti er eiginlega bara orðið sem kemur upp í hugann, mér finnst þetta ekki mér að kenna,“ segir Svala, sem segist vera með hreint sakavottorð og ekki einn punkt á ökuskírteininu sínu. „Mér finnst þetta glatað, ömurlegur endir á góðri helgi.“ Ekki við lögreglu að sakast Þorsteinn M. Kristinsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, sagðist ekki hafa heyrt um atvik eins og þetta þegar blaðamaður náði tali af honum. Hann segir fyrst og fremst á ábyrgð ökumanns að huga að ástandi sínu áður en hann sest undir stýri eftir áfengisneyslu. Áfengismælarnir séu einungis próf og ekkert segi raunverulega til um áfengismagn í blóði nema blóðsýni. Mælarnir gefi bara vísbendingar. „Menn eru ekki tilbúnir að aka bifreiðum eftir mikla áfengisneyslu. Ef menn eru til dæmis að koma í land eftir að hafa tekið ferjuna klukkan átta og voru kannski að drekka fram á nótt kvöldið áður þá eru mjög miklar líkur á að þeir séu ekki í standi. En þetta er líka einstaklingsbundið,“ segir Þorsteinn. Er að einhverju leyti við lögreglumennina að sakast? „Nei, það er fyrst og fremst ökumanns að passa upp á sitt ástand.“ Lögreglumál Þjóðhátíð í Eyjum Umferð Áfengi Rangárþing eystra Umferðaröryggi Landeyjahöfn Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Svala Birna Þórisdóttir kom í land í Landeyjahöfn um níuleytið í gærmorgun eftir að hafa eytt helginni í Vestmannaeyjum. „Ég fer í röðina þar sem fólk fær að blása áður en það fer út í bíl. Þar er mér sagt að það mælist ekkert og að ég megi keyra. Ég spyr, ertu viss um það? Og þau segja: Já, ef þú treystir þér til,“ segir Svala í samtali við fréttastofu. Hún segist hafa klárað síðasta áfenga drykkinn sinn um eittleytið nóttina áður. Þá hafi hún ekið af stað ásamt vinkonu sinni. Eftir að hafa ekið í nokkrar mínútur hafi hún verið látin blása á ný við eftirlitspóst skammt frá. „Þar er mér tjáð að það mælist vínandi hjá mér. Ég segi að mér finnist það skrítið því ég fékk go á að keyra á hinum staðnum,“ segir Svala. Þá hafi henni verið tjáð að hún væri handtekin og henni vísað inn í lögreglubíl þar sem henni var ekið á lögreglustöð og blóðsýni tekið af henni. Bíður niðurstaðna sem gætu kostað réttindin Svala segist ekki hafa verið sú eina sem lenti í að mælast innan marka á einum stað en utan marka á öðrum. „Það var önnur stelpa með mér í bílnum sem fékk líka go hinu megin en mældist síðan með vínanda. Við vorum settar saman í þennan gám og blóðsýni tekin af okkur.“ Svala bíður nú niðurstaðna úr blóðsýnatökunni, sem henni er sagt að taki allt að mánuð að berast. Hún segist hafa spurt lögreglumenn á staðnum hverjar afleiðingarnar verði mælist vínandamagn utan marka og fengið þau svör að hún megi reikna með að missa ökuréttindin og fá sekt. „Mér finnst þetta gríðarlega óréttlátt. Ég fer til fyrri löggu til að athuga hvort ég megi ekki keyra. Annars hefði ég aldrei sest undir stýri. Óréttlæti er eiginlega bara orðið sem kemur upp í hugann, mér finnst þetta ekki mér að kenna,“ segir Svala, sem segist vera með hreint sakavottorð og ekki einn punkt á ökuskírteininu sínu. „Mér finnst þetta glatað, ömurlegur endir á góðri helgi.“ Ekki við lögreglu að sakast Þorsteinn M. Kristinsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, sagðist ekki hafa heyrt um atvik eins og þetta þegar blaðamaður náði tali af honum. Hann segir fyrst og fremst á ábyrgð ökumanns að huga að ástandi sínu áður en hann sest undir stýri eftir áfengisneyslu. Áfengismælarnir séu einungis próf og ekkert segi raunverulega til um áfengismagn í blóði nema blóðsýni. Mælarnir gefi bara vísbendingar. „Menn eru ekki tilbúnir að aka bifreiðum eftir mikla áfengisneyslu. Ef menn eru til dæmis að koma í land eftir að hafa tekið ferjuna klukkan átta og voru kannski að drekka fram á nótt kvöldið áður þá eru mjög miklar líkur á að þeir séu ekki í standi. En þetta er líka einstaklingsbundið,“ segir Þorsteinn. Er að einhverju leyti við lögreglumennina að sakast? „Nei, það er fyrst og fremst ökumanns að passa upp á sitt ástand.“
Lögreglumál Þjóðhátíð í Eyjum Umferð Áfengi Rangárþing eystra Umferðaröryggi Landeyjahöfn Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira