Frávísunarkröfu Bill Cosby hafnað Jóhann Óli Eiðsson skrifar 3. febrúar 2016 23:43 Cosby skömmu eftir að dómarinn hvað upp úrskurð sinn. vísir/getty Dómari í Norristown í Pennsilvaníu hefur hafnað kröfu Bill Cosby þess efnis að fella skuli sakamál á hendur honum niður. Cosby er grunaður um að hafa byrlað Andreu Constand ólyfjan og að hafa síðar misnotað hana á heimili sínu í úthverfi Philadelphia árið 2004. Verði hann sakfelldur getur hann átt von á allt að tíu ára fangelsi. Þetta kemur fram á vef AP. Frávísunarkrafa Cosby byggði á því að árið 2005 hefði sama mál verið fellt niður af þáverandi saksóknara sýslunnar þar sem sönnunargögn þóttu ekki fullnægjandi. Málið var tekið fyrir að nýju eftir að vitnisburður Constand, úr einkamáli sem hún höfðaði gegn Cosby, var gerður opinber í kjölfar þess að tugir kvenna stigu fram og lýstu ofbeldi Cosby gegn sér. Meðal vitna varnarinnar var saksóknarinn sem felldi málið niður árið 2005, Bruce Castor. Castor sagði meðal annars að hann teldi að ekki ætti að saksækja Cosby þar sem málið hefði verið fellt niður. „Þetta mál ætti að vera stöðvað hið snarasta. Það var gerður samningur sem ber að halda,“ sagði Castor meðal annars. Kevin Steele, núverandi saksóknari, sagði hins vegar að ekkert slíkt samkomulag væri að finna í gögnum málsins. Hann sagði einnig að slík samkomulög væru oft gerð þegar sakborningur væri auðugur og þyrfti að komast undan réttlætinu. Ekki var hægt að kalla þáverandi verjanda Cosby sem vitni þar sem hann er dáinn. Mál Constand gegn Cosby er hið eina sem sjónvarpsstjarnan hefur verið ákærð fyrir. Dómarinn sagði að það væri ólíklegt að áþekkt mál væri til þar sem grunaður maður, sem aldrei hlaut ákæru, hafi fengið loforð um að verða aldrei sóttur til saka. Hann hafnaði málflutningi varnarinnar og sagði að málið myndi halda áfram fyrir réttinum. Óvíst er hve langan tíma rekstur þess mun taka. Bill Cosby Tengdar fréttir Konurnar 35 sem ásaka Bill Cosby stíga fram á áhrifamikilli forsíðu New York Magazine birtir sögur 35 kvenna sem telja sig hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi af hálfu Bill Cosby. 27. júlí 2015 14:15 Mál Cosby hefði fyrnst innan nokkurra daga „Það var aldrei spurning að hefja rannsókn að nýju, okkur bar skylda til þess.“ 30. desember 2015 22:54 Cosby ákærður fyrir kynferðisbrot Bill Cosby er sakaður um að hafa byrlað Andrea Constand ólyfjan og beitt hana kynferðislegu ofbeldi á heimili Cosby í Philadelphia árið 2004. 30. desember 2015 15:28 Cosby viðurkenndi árið 2005 að hafa byrlað konu lyf og misnotað hana Hefur undanfarna mánuði neitað ásökunum tuga kvenna um að hafa nauðgað þeim. 7. júlí 2015 07:03 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Sjá meira
Dómari í Norristown í Pennsilvaníu hefur hafnað kröfu Bill Cosby þess efnis að fella skuli sakamál á hendur honum niður. Cosby er grunaður um að hafa byrlað Andreu Constand ólyfjan og að hafa síðar misnotað hana á heimili sínu í úthverfi Philadelphia árið 2004. Verði hann sakfelldur getur hann átt von á allt að tíu ára fangelsi. Þetta kemur fram á vef AP. Frávísunarkrafa Cosby byggði á því að árið 2005 hefði sama mál verið fellt niður af þáverandi saksóknara sýslunnar þar sem sönnunargögn þóttu ekki fullnægjandi. Málið var tekið fyrir að nýju eftir að vitnisburður Constand, úr einkamáli sem hún höfðaði gegn Cosby, var gerður opinber í kjölfar þess að tugir kvenna stigu fram og lýstu ofbeldi Cosby gegn sér. Meðal vitna varnarinnar var saksóknarinn sem felldi málið niður árið 2005, Bruce Castor. Castor sagði meðal annars að hann teldi að ekki ætti að saksækja Cosby þar sem málið hefði verið fellt niður. „Þetta mál ætti að vera stöðvað hið snarasta. Það var gerður samningur sem ber að halda,“ sagði Castor meðal annars. Kevin Steele, núverandi saksóknari, sagði hins vegar að ekkert slíkt samkomulag væri að finna í gögnum málsins. Hann sagði einnig að slík samkomulög væru oft gerð þegar sakborningur væri auðugur og þyrfti að komast undan réttlætinu. Ekki var hægt að kalla þáverandi verjanda Cosby sem vitni þar sem hann er dáinn. Mál Constand gegn Cosby er hið eina sem sjónvarpsstjarnan hefur verið ákærð fyrir. Dómarinn sagði að það væri ólíklegt að áþekkt mál væri til þar sem grunaður maður, sem aldrei hlaut ákæru, hafi fengið loforð um að verða aldrei sóttur til saka. Hann hafnaði málflutningi varnarinnar og sagði að málið myndi halda áfram fyrir réttinum. Óvíst er hve langan tíma rekstur þess mun taka.
Bill Cosby Tengdar fréttir Konurnar 35 sem ásaka Bill Cosby stíga fram á áhrifamikilli forsíðu New York Magazine birtir sögur 35 kvenna sem telja sig hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi af hálfu Bill Cosby. 27. júlí 2015 14:15 Mál Cosby hefði fyrnst innan nokkurra daga „Það var aldrei spurning að hefja rannsókn að nýju, okkur bar skylda til þess.“ 30. desember 2015 22:54 Cosby ákærður fyrir kynferðisbrot Bill Cosby er sakaður um að hafa byrlað Andrea Constand ólyfjan og beitt hana kynferðislegu ofbeldi á heimili Cosby í Philadelphia árið 2004. 30. desember 2015 15:28 Cosby viðurkenndi árið 2005 að hafa byrlað konu lyf og misnotað hana Hefur undanfarna mánuði neitað ásökunum tuga kvenna um að hafa nauðgað þeim. 7. júlí 2015 07:03 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Sjá meira
Konurnar 35 sem ásaka Bill Cosby stíga fram á áhrifamikilli forsíðu New York Magazine birtir sögur 35 kvenna sem telja sig hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi af hálfu Bill Cosby. 27. júlí 2015 14:15
Mál Cosby hefði fyrnst innan nokkurra daga „Það var aldrei spurning að hefja rannsókn að nýju, okkur bar skylda til þess.“ 30. desember 2015 22:54
Cosby ákærður fyrir kynferðisbrot Bill Cosby er sakaður um að hafa byrlað Andrea Constand ólyfjan og beitt hana kynferðislegu ofbeldi á heimili Cosby í Philadelphia árið 2004. 30. desember 2015 15:28
Cosby viðurkenndi árið 2005 að hafa byrlað konu lyf og misnotað hana Hefur undanfarna mánuði neitað ásökunum tuga kvenna um að hafa nauðgað þeim. 7. júlí 2015 07:03