Flugvél AA109 kaus að lenda ekki í Keflavík þrátt fyrir dularfull veikindi Bjarki Ármannsson skrifar 28. janúar 2016 14:30 Flugvél American Airlines sem sneri við innan íslenska flugstjórnarsvæðisins síðdegis í gær vegna dularfullra veikinda hefur vakið mikla athygli í fjölmiðlum víða um heim. Vísir/Getty/Flightradar Flugvél American Airlines sem sneri við innan íslenska flugstjórnarsvæðisins síðdegis í gær vegna dularfullra veikinda hefur vakið mikla athygli í fjölmiðlum víða um heim. Flugvélinni stóð til boða að lenda í Keflavík en sneri í staðinn við þegar upp komst um veikindi bæði meðal áhafnar og farþega. Vélin var á leið frá Lundúnum til Los Angeles. Að því er farþegar hafa greint frá, leið skyndilega yfir marga um borð, þeirra á meðal flugþjón sem féll á gólfið. Flugfélagið hefur ekki getað greint frá því hvað olli veikindunum þó mörgum kenningum hafi verið slengt fram. Flugvélin var innan íslenska flugstjórnarsvæðisins þegar veikindin komu í ljós og spurt var í kallkerfinu hvort einhverjir læknar eða hjúkrunarfræðingar væru um borð. Svo fór að vélin sneri aftur til Lundúna og lenti á Heathrow-flugvelli en farþegar sem rætt hefur verið við velta því margir fyrir sér hvers vegna ekki hafi verið lent á Íslandi, í stað þess að fljúga nokkra klukkutíma í viðbót með veika farþega og áhafnarmeðlimi.The welcome into Heathrow earlier! #AA109... What a day! pic.twitter.com/qg0ge99Zvi— Lee Gunn (@gunn_lee) January 27, 2016 Samkvæmt upplýsingum frá ISAVIA hafði flugstjórinn samband við flugstjórnarmiðstöðina í Reykjavík og tilkynnti að hann þyrfti að snúa við til Bretlands. Flugstjórnarmiðstöðin spurði hvort hann vildi lenda í Keflavík en flugstjórinn, sem tekur ávallt úrslitaákvörðun í málum sem þessum, ákvað frekar að halda aftur til Heathrow. Þegar vélin lenti á Heathrow tók fjöldi sjúkrabíla á móti henni og læknar og slökkviliðsmenn komu um borð til að meta loftgæði í vélinni. Slökkviliðsmennirnir gátu ekkert fundið sem útskýrði veikindin, að því er talsmaður slökkviliðsins segir í samtali við fréttaveituna Daily Mail.He's not wearing a hazmat suit thankfully but apparently checking Air Quality / Reading ... and we passed the test! pic.twitter.com/j2RvkdFoEe— Eric Winter (@elwinter) January 27, 2016 Fréttir af flugi Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira
Flugvél American Airlines sem sneri við innan íslenska flugstjórnarsvæðisins síðdegis í gær vegna dularfullra veikinda hefur vakið mikla athygli í fjölmiðlum víða um heim. Flugvélinni stóð til boða að lenda í Keflavík en sneri í staðinn við þegar upp komst um veikindi bæði meðal áhafnar og farþega. Vélin var á leið frá Lundúnum til Los Angeles. Að því er farþegar hafa greint frá, leið skyndilega yfir marga um borð, þeirra á meðal flugþjón sem féll á gólfið. Flugfélagið hefur ekki getað greint frá því hvað olli veikindunum þó mörgum kenningum hafi verið slengt fram. Flugvélin var innan íslenska flugstjórnarsvæðisins þegar veikindin komu í ljós og spurt var í kallkerfinu hvort einhverjir læknar eða hjúkrunarfræðingar væru um borð. Svo fór að vélin sneri aftur til Lundúna og lenti á Heathrow-flugvelli en farþegar sem rætt hefur verið við velta því margir fyrir sér hvers vegna ekki hafi verið lent á Íslandi, í stað þess að fljúga nokkra klukkutíma í viðbót með veika farþega og áhafnarmeðlimi.The welcome into Heathrow earlier! #AA109... What a day! pic.twitter.com/qg0ge99Zvi— Lee Gunn (@gunn_lee) January 27, 2016 Samkvæmt upplýsingum frá ISAVIA hafði flugstjórinn samband við flugstjórnarmiðstöðina í Reykjavík og tilkynnti að hann þyrfti að snúa við til Bretlands. Flugstjórnarmiðstöðin spurði hvort hann vildi lenda í Keflavík en flugstjórinn, sem tekur ávallt úrslitaákvörðun í málum sem þessum, ákvað frekar að halda aftur til Heathrow. Þegar vélin lenti á Heathrow tók fjöldi sjúkrabíla á móti henni og læknar og slökkviliðsmenn komu um borð til að meta loftgæði í vélinni. Slökkviliðsmennirnir gátu ekkert fundið sem útskýrði veikindin, að því er talsmaður slökkviliðsins segir í samtali við fréttaveituna Daily Mail.He's not wearing a hazmat suit thankfully but apparently checking Air Quality / Reading ... and we passed the test! pic.twitter.com/j2RvkdFoEe— Eric Winter (@elwinter) January 27, 2016
Fréttir af flugi Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira