Rio Tinto frystir laun út árið: Óljós áhrif á kjaraviðræður starfsmanna álversins í Straumsvík Aðalsteinn Kjartansson skrifar 14. janúar 2016 13:43 Talsmaður samninganefndar starfsmanna Rio Tinto Alcan segir ákvörðunina skýra upplifun sína af samningaviðræðunum. Vísir/Vilhelm Launahækkanir hafa verið frystar hjá Rio Tinto í heiminum. Þetta kom fram í tölvupósti sem sendur var starfsmönnum álversins í Straumsvík í gær þar sem vitnað var til orða Sam Walsh, aðalforstjóra Rio Tinto. Gylfi Ingvarsson, talsmaður samninganefndar starfsmanna álversins, segir þessa ákvörðun skýra afstöðu félagsins í samningaviðræðum hingað til. Markmið launafrystingarinnar er að hámarka lausafé fyrirtækisins. Frystingin felur í sér að engar launahækkanir verði hjá fyrirtækinu nema kveðið sé á um þær í lögum eða þegar búið að semja um þær. Þetta gildir um alla starfsmenn; þar með talið forstjóra og aðra stjórnendur. Í bréfinu sem starfsmenn Rio Tinto Alcan í Straumsvík fengu segir að verið sé að skoða hvernig þessi ákvörðun snertir kjaradeiluna sem staðið hefur á milli starfsmanna og fyrirtækisins í meira en ár. Ekkert hefur gengið í að ná samningum og hefur samningaviðræðunum ítrekað verið slitið. Gylfi segir ákvörðunina skýra upplifun sína af samningaviðræðunum. „Þarna er það komið í ljós að það var aldrei meiningin að semja við okkur enda hafa þeir í öllu ferlinu ítrekað slitið viðræðum við okkur,“ segir hann. „Ég hef upplifað það þannig að það hafi ekki verið meining þeirra að semja og ég held að það sé komið í ljós nú.“ Óljóst er hvaða skref starfsmenn munu næst stíga til að knýja á um launakröfur sínar. „Það er ekki búið að taka ákvörðun um það,“ segir hann. „Í síðustu viðræðum slökuðum við mjög verulega til til þess að koma til móts við það að ríkissáttasemjari gæti lagt fram með miðlunartillögu.“ „Við vorum þá komnir nokkuð mikið yfir þau strik sem við ætluðum okkur til að teygja okkur fram, þá settu þeir [ÍSAL] allan pakkann inn aftur. Þá voru þeir ekkert að koma til móts, þá áttum við bara að gefa eftir og kyngja öllum þeirra kröfum. Það var deginum ljósara að þeir ætluðu ekkert að semja.“ Kjaradeila í Straumsvík Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Sjá meira
Launahækkanir hafa verið frystar hjá Rio Tinto í heiminum. Þetta kom fram í tölvupósti sem sendur var starfsmönnum álversins í Straumsvík í gær þar sem vitnað var til orða Sam Walsh, aðalforstjóra Rio Tinto. Gylfi Ingvarsson, talsmaður samninganefndar starfsmanna álversins, segir þessa ákvörðun skýra afstöðu félagsins í samningaviðræðum hingað til. Markmið launafrystingarinnar er að hámarka lausafé fyrirtækisins. Frystingin felur í sér að engar launahækkanir verði hjá fyrirtækinu nema kveðið sé á um þær í lögum eða þegar búið að semja um þær. Þetta gildir um alla starfsmenn; þar með talið forstjóra og aðra stjórnendur. Í bréfinu sem starfsmenn Rio Tinto Alcan í Straumsvík fengu segir að verið sé að skoða hvernig þessi ákvörðun snertir kjaradeiluna sem staðið hefur á milli starfsmanna og fyrirtækisins í meira en ár. Ekkert hefur gengið í að ná samningum og hefur samningaviðræðunum ítrekað verið slitið. Gylfi segir ákvörðunina skýra upplifun sína af samningaviðræðunum. „Þarna er það komið í ljós að það var aldrei meiningin að semja við okkur enda hafa þeir í öllu ferlinu ítrekað slitið viðræðum við okkur,“ segir hann. „Ég hef upplifað það þannig að það hafi ekki verið meining þeirra að semja og ég held að það sé komið í ljós nú.“ Óljóst er hvaða skref starfsmenn munu næst stíga til að knýja á um launakröfur sínar. „Það er ekki búið að taka ákvörðun um það,“ segir hann. „Í síðustu viðræðum slökuðum við mjög verulega til til þess að koma til móts við það að ríkissáttasemjari gæti lagt fram með miðlunartillögu.“ „Við vorum þá komnir nokkuð mikið yfir þau strik sem við ætluðum okkur til að teygja okkur fram, þá settu þeir [ÍSAL] allan pakkann inn aftur. Þá voru þeir ekkert að koma til móts, þá áttum við bara að gefa eftir og kyngja öllum þeirra kröfum. Það var deginum ljósara að þeir ætluðu ekkert að semja.“
Kjaradeila í Straumsvík Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Sjá meira