„Það var mjög mikill samningsvilji hjá fyrirtækinu“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 14. janúar 2016 15:04 Upplýsingafulltrúi Rio Tinto Alcan hafnar niðurstöðu talsmanns samninganefndar starfsmanna álversins. Vísir/GVA Rio Tinto Alcan í Straumsvík vinnur nú að því að skoða hvaða áhrif launafrysting sem stjórnendur Rio Tinto kynntu starfsmönnum fyrirtækisins í gær hafa á launadeilu á milli starfsmanna og stjórnenda í Straumsvík. „Við erum bara að meta svona hvaða áhrif þessi ákvörðun hjá Rio Tinto hefur á kjaraviðræðurnar. það liggur ekki fyrir á þessari stundu,“ segir Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi álversins. „En það er alla vega ljóst að ákvörðunin gildir um þá stjórnendur og sérfræðinga sem starfa samkvæmt einstaklingsbundnum sérsamningum og svo er bara verið að meta hvernig hún sneri kjarasamningana við aðra starfsmenn.“ Ólafur Teitur hafnar því sem Gylfi Ingvarsson, talsmaður samninganefndar starfsmanna, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag um að enginn samningsvilji væri hjá fyrirtækinu. „Við vorum að bjóða hér fyrir áramót tímasett tilboð sem fól í sér mjög miklar launahækkanir og meiri heldur en samið var um á almennum markaði í fyrra,“ segir Ólafur Teitur. „Það þarf enginn að velkjast í vafa um að það var mjög mikill samningsvilji hjá fyrirtækinu.“ „Fyrirtækið er að greiða hærri laun en gengur og gerist en er samt að bjóða meiri hækkanir en gengur og gerist. Það er mjög langsótt að túlka það sem svo að það sé ekki samningsvilji,“ segir hann. Ólafur Teitur segir að Rio Tinto hafi einnig slakað á kröfum sínum í viðræðunum í þeirri von um að ná samkomulagi fyrir áramót. „Við slökuðum svo sannarlega á okkar kröfum, þannig að það er algjörlega kristaltært að báðir aðilar gáfu eftir. Við gáfum líka eftir í okkar kröfum til þess að reyna til þrautar að ná samningum áður en okkar góða tilboð rynni út.“Rio Tinto gaf ekki eftir kröfu sína um að fá að bjóða út hluta starfseminnar en það hefur verið helsta deilumálið í samningaviðræðunum. „Ágreiningurinn snerist áfram um það að verkalýðshreyfingin meinar álverinu í Straumsvík að sitja við sama borð og öll önnur fyrirtæki á Íslandi,“ segir hann. Þannig að málið stendur enn á sama stað og það hefur í raun alltaf gert? „Já.“ Kjaradeila í Straumsvík Tengdar fréttir Rio Tinto frystir laun út árið: Óljós áhrif á kjaraviðræður starfsmanna álversins í Straumsvík Talsmaður samninganefndar starfsmanna Rio Tinto Alcan segir ákvörðunina skýra upplifun sína af samningaviðræðunum. 14. janúar 2016 13:43 Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Sjá meira
Rio Tinto Alcan í Straumsvík vinnur nú að því að skoða hvaða áhrif launafrysting sem stjórnendur Rio Tinto kynntu starfsmönnum fyrirtækisins í gær hafa á launadeilu á milli starfsmanna og stjórnenda í Straumsvík. „Við erum bara að meta svona hvaða áhrif þessi ákvörðun hjá Rio Tinto hefur á kjaraviðræðurnar. það liggur ekki fyrir á þessari stundu,“ segir Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi álversins. „En það er alla vega ljóst að ákvörðunin gildir um þá stjórnendur og sérfræðinga sem starfa samkvæmt einstaklingsbundnum sérsamningum og svo er bara verið að meta hvernig hún sneri kjarasamningana við aðra starfsmenn.“ Ólafur Teitur hafnar því sem Gylfi Ingvarsson, talsmaður samninganefndar starfsmanna, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag um að enginn samningsvilji væri hjá fyrirtækinu. „Við vorum að bjóða hér fyrir áramót tímasett tilboð sem fól í sér mjög miklar launahækkanir og meiri heldur en samið var um á almennum markaði í fyrra,“ segir Ólafur Teitur. „Það þarf enginn að velkjast í vafa um að það var mjög mikill samningsvilji hjá fyrirtækinu.“ „Fyrirtækið er að greiða hærri laun en gengur og gerist en er samt að bjóða meiri hækkanir en gengur og gerist. Það er mjög langsótt að túlka það sem svo að það sé ekki samningsvilji,“ segir hann. Ólafur Teitur segir að Rio Tinto hafi einnig slakað á kröfum sínum í viðræðunum í þeirri von um að ná samkomulagi fyrir áramót. „Við slökuðum svo sannarlega á okkar kröfum, þannig að það er algjörlega kristaltært að báðir aðilar gáfu eftir. Við gáfum líka eftir í okkar kröfum til þess að reyna til þrautar að ná samningum áður en okkar góða tilboð rynni út.“Rio Tinto gaf ekki eftir kröfu sína um að fá að bjóða út hluta starfseminnar en það hefur verið helsta deilumálið í samningaviðræðunum. „Ágreiningurinn snerist áfram um það að verkalýðshreyfingin meinar álverinu í Straumsvík að sitja við sama borð og öll önnur fyrirtæki á Íslandi,“ segir hann. Þannig að málið stendur enn á sama stað og það hefur í raun alltaf gert? „Já.“
Kjaradeila í Straumsvík Tengdar fréttir Rio Tinto frystir laun út árið: Óljós áhrif á kjaraviðræður starfsmanna álversins í Straumsvík Talsmaður samninganefndar starfsmanna Rio Tinto Alcan segir ákvörðunina skýra upplifun sína af samningaviðræðunum. 14. janúar 2016 13:43 Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Sjá meira
Rio Tinto frystir laun út árið: Óljós áhrif á kjaraviðræður starfsmanna álversins í Straumsvík Talsmaður samninganefndar starfsmanna Rio Tinto Alcan segir ákvörðunina skýra upplifun sína af samningaviðræðunum. 14. janúar 2016 13:43