Árið sem leið var í takt við spár greiningaraðila sæunn gísladóttir skrifar 6. janúar 2016 07:00 Hér má sjá samanburð á spám greiningaraðila og hver raunin varð undir lok ársins. fréttablaðið Árið sem leið var að mestu leyti í takt við spár greiningaraðila. Almennt var þó spáð meira atvinnuleysi, en raun bar vitni, meiri verðbólgu og sumir spáðu meiri húsnæðisverðshækkunum. Verðbólga hélst undir flestum spám greiningaraðila fyrir árið, þrátt fyrir erfiða kjarabaráttu og launahækkanir sem fylgdu á árinu. Verðbólga mældist tvö prósent í árslok, líkt og Íslandsbanki spáði í upphafi árs og nálægt 1,8 prósenta spá Arion banka á síðari hluta ársins. Atvinnuleysi mældist minna á árinu en spáð var. Það mældist að meðaltali 2,97 prósent á fyrstu ellefu mánuðum ársins samkvæmt tölum frá Vinnumálastofnun. Hins vegar spáði stofnunin 4,1 prósents atvinnuleysi á árinu í skýrslu í mars 2015. Nýtt vandamál tók við þar sem erfitt hefur verið að manna sum störf, sérstaklega í þjónustugeiranum. Verð á íbúðarhúsnæði rauk upp á árinu og hækkaði um 8,2 prósent samkvæmt tölum Hagstofunnar. Þetta var undir spá Landsbankans frá því í janúar 2015, en í takt við spá Íslandsbanka og Arion banka. Enn liggja ekki fyrir lokatölur um hagvöxt á árinu. Seðlabankinn spáði fjögurra prósenta hagvexti á árinu og spáðu bankarnir hagvexti á bilinu 4,3 til 5,5 prósent. Samkvæmt tölum frá Hagstofunni mældist hagvöxtur 4,5 prósent á fyrstu níu mánuðum ársins. Lokatölur fyrir árið verða ekki ljósar fyrr en í mars. Fréttir ársins 2015 Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Sjá meira
Árið sem leið var að mestu leyti í takt við spár greiningaraðila. Almennt var þó spáð meira atvinnuleysi, en raun bar vitni, meiri verðbólgu og sumir spáðu meiri húsnæðisverðshækkunum. Verðbólga hélst undir flestum spám greiningaraðila fyrir árið, þrátt fyrir erfiða kjarabaráttu og launahækkanir sem fylgdu á árinu. Verðbólga mældist tvö prósent í árslok, líkt og Íslandsbanki spáði í upphafi árs og nálægt 1,8 prósenta spá Arion banka á síðari hluta ársins. Atvinnuleysi mældist minna á árinu en spáð var. Það mældist að meðaltali 2,97 prósent á fyrstu ellefu mánuðum ársins samkvæmt tölum frá Vinnumálastofnun. Hins vegar spáði stofnunin 4,1 prósents atvinnuleysi á árinu í skýrslu í mars 2015. Nýtt vandamál tók við þar sem erfitt hefur verið að manna sum störf, sérstaklega í þjónustugeiranum. Verð á íbúðarhúsnæði rauk upp á árinu og hækkaði um 8,2 prósent samkvæmt tölum Hagstofunnar. Þetta var undir spá Landsbankans frá því í janúar 2015, en í takt við spá Íslandsbanka og Arion banka. Enn liggja ekki fyrir lokatölur um hagvöxt á árinu. Seðlabankinn spáði fjögurra prósenta hagvexti á árinu og spáðu bankarnir hagvexti á bilinu 4,3 til 5,5 prósent. Samkvæmt tölum frá Hagstofunni mældist hagvöxtur 4,5 prósent á fyrstu níu mánuðum ársins. Lokatölur fyrir árið verða ekki ljósar fyrr en í mars.
Fréttir ársins 2015 Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Sjá meira