Nýta sér vaxtamun í milljarða viðskiptum Ingvar Haraldsson skrifar 12. ágúst 2015 10:00 Hrafn Steinarsson sérfræðingur hjá Greiningardeild Arion banka. Erlendir aðilar hafa aukið eignarhlut sinn í ríkisskuldabréfum um 8,2 milljarða króna í júní og júlí. Hrafn Steinarsson, hagfræðingur og sérfræðingur hjá greiningardeild Arion banka, segir fjárfesta vera að nýta sér hærri vexti sem bjóðist hér á landi miðað við í nágrannalöndum. Fjárfestarnir hafi fjármagnað kaupin með því að koma með nýtt fé til landsins á álandsgengi. Þannig komist fjárfestarnir út með féð á ný óháð því hvort liðkað verði frekar fyrir gjaldeyrishöftum eða ekki. Hrafn bendir á að efnahagsumhverfið á Íslandi sé fremur hagfellt sem skýri áhuga erlendra fjárfesta. „Ef þú horfir á hagvöxt, atvinnuleysi, viðskiptaafgang og ríkisfjármál – það er sama hvert þú lítur – þetta eru allt frekar jákvæðar tölur samanborið við önnur lönd,“ segir hann. Þá hafi Seðlabankinn brugðist við auknu flæði gjaldeyris inn í landið vegna vaxtamunarviðskipta og auknum tekjum af ferðamönnum með miklum gjaldeyrisinngripum í júlí. „Seðlabankinn er að leggjast gegn of hraðri og of mikilli styrkingu krónunnar,“ segir Hrafn. Hrafn telur aukin viðskipti erlendra aðila ekki vera áhyggjuefni eins og er enda séu þau langt frá því að vera í sama mæli og fyrir bankahrun.Hrafn segir aukið gjaldeyrisinnflæði skýrast af vaxtamunaviðskiptum og auknum tekjum af ferðamönnum. Myndin sýnir tíu daga hlaupandi meðaltal.Miklu fremur séu það góðar fréttir að erlendir aðilar hafi áhuga á Íslandi. „Ég myndi telja það frekar jákvætt að það sé áhugi fjárfesta á Íslandi. Það er gott hvað varðar afléttingu hafta ef erlend fjárfesting eykst,“ segir Hrafn. „En ef þessi viðskipti fara að verða allsráðandi á markaðnum þá er það óheppilegt. Íslenski skuldabréfamarkaðurinn er ekki það stór eða djúpur. En það er ekkert sem bendir til þess eins og er,“ segir Hrafn. Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað þar sem Seðlabankinn hygðist kynna vaxtaákvörðun í næstu viku. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Erlendir aðilar hafa aukið eignarhlut sinn í ríkisskuldabréfum um 8,2 milljarða króna í júní og júlí. Hrafn Steinarsson, hagfræðingur og sérfræðingur hjá greiningardeild Arion banka, segir fjárfesta vera að nýta sér hærri vexti sem bjóðist hér á landi miðað við í nágrannalöndum. Fjárfestarnir hafi fjármagnað kaupin með því að koma með nýtt fé til landsins á álandsgengi. Þannig komist fjárfestarnir út með féð á ný óháð því hvort liðkað verði frekar fyrir gjaldeyrishöftum eða ekki. Hrafn bendir á að efnahagsumhverfið á Íslandi sé fremur hagfellt sem skýri áhuga erlendra fjárfesta. „Ef þú horfir á hagvöxt, atvinnuleysi, viðskiptaafgang og ríkisfjármál – það er sama hvert þú lítur – þetta eru allt frekar jákvæðar tölur samanborið við önnur lönd,“ segir hann. Þá hafi Seðlabankinn brugðist við auknu flæði gjaldeyris inn í landið vegna vaxtamunarviðskipta og auknum tekjum af ferðamönnum með miklum gjaldeyrisinngripum í júlí. „Seðlabankinn er að leggjast gegn of hraðri og of mikilli styrkingu krónunnar,“ segir Hrafn. Hrafn telur aukin viðskipti erlendra aðila ekki vera áhyggjuefni eins og er enda séu þau langt frá því að vera í sama mæli og fyrir bankahrun.Hrafn segir aukið gjaldeyrisinnflæði skýrast af vaxtamunaviðskiptum og auknum tekjum af ferðamönnum. Myndin sýnir tíu daga hlaupandi meðaltal.Miklu fremur séu það góðar fréttir að erlendir aðilar hafi áhuga á Íslandi. „Ég myndi telja það frekar jákvætt að það sé áhugi fjárfesta á Íslandi. Það er gott hvað varðar afléttingu hafta ef erlend fjárfesting eykst,“ segir Hrafn. „En ef þessi viðskipti fara að verða allsráðandi á markaðnum þá er það óheppilegt. Íslenski skuldabréfamarkaðurinn er ekki það stór eða djúpur. En það er ekkert sem bendir til þess eins og er,“ segir Hrafn. Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað þar sem Seðlabankinn hygðist kynna vaxtaákvörðun í næstu viku.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira