Neikvæð afstaða stjórnvalda til aldraðra og öryrkja! Björgvin Guðmundsson skrifar 12. ágúst 2015 07:00 Í Danmörku spyrja stjórnvöld hvað þau geti gert til þess að bæta kjör og aðstöðu eldri borgara. Hér á landi leita stjórnvöld allra leiða til þess að komast hjá því að hækka lífeyri eldri borgara jafnvel þótt kaup launþega sé að hækka. Ólíkt hafast stjórnvöld að í þessum tveimur löndum. Það er mismunandi afstaða til eldri borgara í Danmörku og á Íslandi. Það er eins og Alþingi og ríkisstjórn á Íslandi séu andsnúin eldri borgurum. Það er orðið tímabært, að þessar valdastofnanir á Íslandi breyti um afstöðu til aldraðra og öryrkja og taki upp jákvæðari afstöðu til þeirra. Alþingi ætti að taka sig á strax í haust, nú í september og samþykkja ríflegar kjarabætur til lífeyrisþega. Nýjar skoðanakannanir leiða í ljós, að kjósendur ætla ekki að sætta sig við hvað sem er frá stjórnmálaflokkunum. Eldri stjórnmálaflokkar hafa fengið rauða spjaldið. Það er eins og þeir séu á skilorði. Ef þeir ekki taka sig á og vinna betur fyrir kjósendur má búast við að einhverjir þeirra verði slegnir út. Þeir fá nýtt tækifæri strax í næsta mánuði.Alþingi kemur saman 8. september Það styttist í að Alþingi komi saman á ný en það mun koma saman 8. september. Þá gefst aftur möguleiki til þess fyrir stjórnarflokkana að efna kosningaloforðin við aldraða og öryrkja sem enn eru óuppfyllt. Þar ber hæst kjaragliðnun tímabilsins frá 2009, sem ekki er farið að efna enn. Það þýðir a.m.k. 20% hækkun á lífeyri að efna þetta loforð. Lífeyrisþega munar um það. Einnig er eftir að efna nokkur loforð um afturköllun kjaraskerðingar frá 2009 en þar munar mikið um að leiðrétta skerðingu á frítekjumarki vegna fjármagnstekna. Það mál rataði inn í stjórnarsáttmálann en það hefur ekki dugað til. Það er ekki farið að efna það enn.Lífeyrisþegar fá ekki eina krónu Síðan bætist nú eftirfarandi við í syndaregistur stjórnarflokkanna: Stjórnin hefur hlunnfarið aldraða og öryrkja í kjölfar nýrra kjarasamninga, sem tóku gildi 1. maí á þessu ári. Gamli leikurinn er leikinn gagnvart lífeyrisþegum: Þó að launafólk fái verulegar kjarabætur, eða 31 þúsund króna hækkun á mánaðarlaunum frá 1. maí (14,5%), fá lífeyrisþegar ekki samhliða því eina krónu í hækkun. Aldraðir og öryrkjar eiga ekki að fá neinar kjarabætur í átta mánuði. Og þegar ríkisstjórninni loks þóknast að láta lífeyrisþega fá einhverja hækkun er það eins brot af því, sem láglaunafólk fær, eða 8,9% í stað 14,5%. Launþegar fá 28% hækkun á þremur árum en lífeyrisþegar virðast aðeins eiga að fá þessi 8,9% eða tæplega þriðjung af hækkun launþega.Hvað er til ráða? Rætt verður í kjaranefnd Félags eldri borgara í Reykjavík hvað er til ráða í kjaramálum eldri borgara. Stjórnvöld leiðrétta ekki kjaragliðnun liðins tíma þrátt fyrir ákveðin loforð þar um. Og stjórnvöld neita að láta lífeyrisþega fá sömu kjarabætur og láglaunafólk er að fá. Kjaragliðnunin eykst því en minnkar ekki þrátt fyrir fyrirheit um hið gagnstæða. Ljóst er því, að gömlu baráttuaðferðirnar duga ekki lengur. Það verður að fara nýjar leiðir til þess að knýja kjarabæturnar fram. Þar koma ýmis úrræði til greina. Þau munu sjá dagsins ljós á næstunni. Stjórnvöld geta ekki hundsað eldri borgara og öryrkja áfram án þess að þeir grípi til nýrra aðgerða og varna. Eldri borgarar, 67 ára og eldri, voru 37 þúsund talsins 2014 og verða 45 þúsund árið 2020. Þetta er því stór og öflugur hópur. Hann mun ekki áfram láta valta yfir sig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Í Danmörku spyrja stjórnvöld hvað þau geti gert til þess að bæta kjör og aðstöðu eldri borgara. Hér á landi leita stjórnvöld allra leiða til þess að komast hjá því að hækka lífeyri eldri borgara jafnvel þótt kaup launþega sé að hækka. Ólíkt hafast stjórnvöld að í þessum tveimur löndum. Það er mismunandi afstaða til eldri borgara í Danmörku og á Íslandi. Það er eins og Alþingi og ríkisstjórn á Íslandi séu andsnúin eldri borgurum. Það er orðið tímabært, að þessar valdastofnanir á Íslandi breyti um afstöðu til aldraðra og öryrkja og taki upp jákvæðari afstöðu til þeirra. Alþingi ætti að taka sig á strax í haust, nú í september og samþykkja ríflegar kjarabætur til lífeyrisþega. Nýjar skoðanakannanir leiða í ljós, að kjósendur ætla ekki að sætta sig við hvað sem er frá stjórnmálaflokkunum. Eldri stjórnmálaflokkar hafa fengið rauða spjaldið. Það er eins og þeir séu á skilorði. Ef þeir ekki taka sig á og vinna betur fyrir kjósendur má búast við að einhverjir þeirra verði slegnir út. Þeir fá nýtt tækifæri strax í næsta mánuði.Alþingi kemur saman 8. september Það styttist í að Alþingi komi saman á ný en það mun koma saman 8. september. Þá gefst aftur möguleiki til þess fyrir stjórnarflokkana að efna kosningaloforðin við aldraða og öryrkja sem enn eru óuppfyllt. Þar ber hæst kjaragliðnun tímabilsins frá 2009, sem ekki er farið að efna enn. Það þýðir a.m.k. 20% hækkun á lífeyri að efna þetta loforð. Lífeyrisþega munar um það. Einnig er eftir að efna nokkur loforð um afturköllun kjaraskerðingar frá 2009 en þar munar mikið um að leiðrétta skerðingu á frítekjumarki vegna fjármagnstekna. Það mál rataði inn í stjórnarsáttmálann en það hefur ekki dugað til. Það er ekki farið að efna það enn.Lífeyrisþegar fá ekki eina krónu Síðan bætist nú eftirfarandi við í syndaregistur stjórnarflokkanna: Stjórnin hefur hlunnfarið aldraða og öryrkja í kjölfar nýrra kjarasamninga, sem tóku gildi 1. maí á þessu ári. Gamli leikurinn er leikinn gagnvart lífeyrisþegum: Þó að launafólk fái verulegar kjarabætur, eða 31 þúsund króna hækkun á mánaðarlaunum frá 1. maí (14,5%), fá lífeyrisþegar ekki samhliða því eina krónu í hækkun. Aldraðir og öryrkjar eiga ekki að fá neinar kjarabætur í átta mánuði. Og þegar ríkisstjórninni loks þóknast að láta lífeyrisþega fá einhverja hækkun er það eins brot af því, sem láglaunafólk fær, eða 8,9% í stað 14,5%. Launþegar fá 28% hækkun á þremur árum en lífeyrisþegar virðast aðeins eiga að fá þessi 8,9% eða tæplega þriðjung af hækkun launþega.Hvað er til ráða? Rætt verður í kjaranefnd Félags eldri borgara í Reykjavík hvað er til ráða í kjaramálum eldri borgara. Stjórnvöld leiðrétta ekki kjaragliðnun liðins tíma þrátt fyrir ákveðin loforð þar um. Og stjórnvöld neita að láta lífeyrisþega fá sömu kjarabætur og láglaunafólk er að fá. Kjaragliðnunin eykst því en minnkar ekki þrátt fyrir fyrirheit um hið gagnstæða. Ljóst er því, að gömlu baráttuaðferðirnar duga ekki lengur. Það verður að fara nýjar leiðir til þess að knýja kjarabæturnar fram. Þar koma ýmis úrræði til greina. Þau munu sjá dagsins ljós á næstunni. Stjórnvöld geta ekki hundsað eldri borgara og öryrkja áfram án þess að þeir grípi til nýrra aðgerða og varna. Eldri borgarar, 67 ára og eldri, voru 37 þúsund talsins 2014 og verða 45 þúsund árið 2020. Þetta er því stór og öflugur hópur. Hann mun ekki áfram láta valta yfir sig.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar