Stefna að byggingu nýs heilsuhótels í Hveragerði jón hákon halldórsson skrifar 6. ágúst 2015 07:00 Áformað er að heilsuhótelið verði byggt á lóð Heilsustofnunar Náttúrulækningafélagsins. vísir/pjetur Náttúrulækningafélag Íslands hefur síðustu þrjú ár skoðað möguleika á að byggja upp heilsuþjónustu fyrir almenning og ferðamenn í Hveragerði. Á dögunum var lögð inn umsókn til Hveragerðisbæjar um verkefnið. Þetta segir Ingi Þór Jónsson, stjórnarmaður hjá Náttúrulækningafélaginu. Erindi þessa efnis er hjá skipulagsyfirvöldum til umfjöllunar með tilliti til breytinga á aðal- og deiliskipulagi og segir Ingi Þór að vonast sé til þess að skýr svör liggi fyrir fljótlega. „Við erum búin að skoða markaðinn og fara mjög vandlega yfir þetta. Hugmyndin snýr að því að vera sem næst náttúrunni og að upplifunin sé vatnið og krafturinn úr jörðinni og náttúran og hreina loftið,“ segir Ingi Þór. Áformað er að byggingin verði 8.500 fermetrar að flatarmáli, 90 herbergi með heilsulind og gróðurhúsum. Markhópurinn yrði fólk á bilinu 30 til 70 ára. Ingi Þór segir að aukin eftirspurn sé eftir heilsuþjónustu, bæði vellíðunar- og lækningaþjónustu, og gert sé ráð fyrir að á næstu árum og áratugum muni sú eftirspurn aukast verulega. „Það eru allt að fimmtán prósent ferðamanna í Evrópu sem eru skilgreind heilsuferðamenn,“ segir Ingi Þór, en einnig sé vaxandi markaður í Bandaríkjunum. Hann segir að inn í áformin spili 60 ára reynsla af rekstri Heilsustofnunar Náttúrulækningafélagsins í endurhæfingu. Heilsustofnunin muni þó starfa áfram með svipuðum hætti og verið hefur. „Við viljum vanda til verka og enn er ekki búið að taka endanlega ákvörðun um verkið en það skýrist von bráðar,“ segir Ingi. Frekari heilsutengd ferðaþjónusta er ráðgerð í nágrenni Hveragerðis. Fréttablaðið greindi frá því í síðustu viku að bæjarráð hefði samþykkt beiðni eignarhaldsfélagsins First um forgang að byggingarlóð til byggingar heilsulindar í Ölfusdal. Hugmyndirnar ganga út á byggingu hostels auk fjölbreyttrar aðstöðu fyrir náttúruböð. Undirbúningur er kominn vel á veg, en verkefnið er unnið í samstarfi við EFLU verkfræðistofu og nokkra arkitekta. Hugmyndir First ehf. ganga út á byggingu 65 herbergja hostels auk fjölbreyttrar aðstöðu fyrir náttúruböð. „Á hostelinu verður gisting ódýr og þarna verða baðlón með heitu vatni, leirböð og gufuböð auk aðstöðu fyrir viðeigandi slökunarmeðferðir,“ sagði Ólafur Sigurðsson hjá First ehf. í samtali við Fréttablaðið. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Náttúrulækningafélag Íslands hefur síðustu þrjú ár skoðað möguleika á að byggja upp heilsuþjónustu fyrir almenning og ferðamenn í Hveragerði. Á dögunum var lögð inn umsókn til Hveragerðisbæjar um verkefnið. Þetta segir Ingi Þór Jónsson, stjórnarmaður hjá Náttúrulækningafélaginu. Erindi þessa efnis er hjá skipulagsyfirvöldum til umfjöllunar með tilliti til breytinga á aðal- og deiliskipulagi og segir Ingi Þór að vonast sé til þess að skýr svör liggi fyrir fljótlega. „Við erum búin að skoða markaðinn og fara mjög vandlega yfir þetta. Hugmyndin snýr að því að vera sem næst náttúrunni og að upplifunin sé vatnið og krafturinn úr jörðinni og náttúran og hreina loftið,“ segir Ingi Þór. Áformað er að byggingin verði 8.500 fermetrar að flatarmáli, 90 herbergi með heilsulind og gróðurhúsum. Markhópurinn yrði fólk á bilinu 30 til 70 ára. Ingi Þór segir að aukin eftirspurn sé eftir heilsuþjónustu, bæði vellíðunar- og lækningaþjónustu, og gert sé ráð fyrir að á næstu árum og áratugum muni sú eftirspurn aukast verulega. „Það eru allt að fimmtán prósent ferðamanna í Evrópu sem eru skilgreind heilsuferðamenn,“ segir Ingi Þór, en einnig sé vaxandi markaður í Bandaríkjunum. Hann segir að inn í áformin spili 60 ára reynsla af rekstri Heilsustofnunar Náttúrulækningafélagsins í endurhæfingu. Heilsustofnunin muni þó starfa áfram með svipuðum hætti og verið hefur. „Við viljum vanda til verka og enn er ekki búið að taka endanlega ákvörðun um verkið en það skýrist von bráðar,“ segir Ingi. Frekari heilsutengd ferðaþjónusta er ráðgerð í nágrenni Hveragerðis. Fréttablaðið greindi frá því í síðustu viku að bæjarráð hefði samþykkt beiðni eignarhaldsfélagsins First um forgang að byggingarlóð til byggingar heilsulindar í Ölfusdal. Hugmyndirnar ganga út á byggingu hostels auk fjölbreyttrar aðstöðu fyrir náttúruböð. Undirbúningur er kominn vel á veg, en verkefnið er unnið í samstarfi við EFLU verkfræðistofu og nokkra arkitekta. Hugmyndir First ehf. ganga út á byggingu 65 herbergja hostels auk fjölbreyttrar aðstöðu fyrir náttúruböð. „Á hostelinu verður gisting ódýr og þarna verða baðlón með heitu vatni, leirböð og gufuböð auk aðstöðu fyrir viðeigandi slökunarmeðferðir,“ sagði Ólafur Sigurðsson hjá First ehf. í samtali við Fréttablaðið.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira