Töfrum fótboltans ógnað Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 30. maí 2015 09:45 Svisslendingurinn Sepp Blatter rétt marði endurkjör í forsetastól Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, í skugga lögreglurannsókna sem snúast um peningaþvætti og mútur. Lítil reisn er yfir kappanum sem hefur verið höfuð fótboltans á uppgangstímum, sem sökum spillingar og græðgi gætu snúist upp í andhverfu sína. Þetta er háalvarlegt mál, sem snertir alla heimsbyggðina. Enginn leikur nær álíka tökum á tilfinningum karlpeningsins og fótbolti. Í Súdan og Grímsnesinu geta karlar rætt smáatvik á vellinum, sem átti sér stað fyrir langalöngu, tímunum saman. Þeir deila um hvor var betri, þessi eða hinn, æsa sig, hækka róminn og tárast af einlægri hrifningu, líkt og listviðburður sé á ferð. Vagga fótboltans er á Wembley í London. Þar er mikið safn, þar sem þrautþjálfaðir leiðsögumenn fræða gesti um sögu íþróttarinnar. Þeir hafa fyrir satt að dag hvern, að afloknum vinnudegi, fari fram funheitar umræður milli 300 þúsund karla á krám vítt og breitt um Bretland um markið umdeilda, sem tryggði Englendingum sigur í úrslitaleiknum gegn Þjóðverjum í heimsmeistarakeppninni 1966, umdeildasta mark sögunnar. Geoff Hurst, landsliðsmaður Englendinga, skaut í slá og niður. Rifist er um hvort boltinn var á línu, fyrir innan eða utan. Markið var dæmt gilt og tryggði Englandi jafntefli að loknum venjulegum leiktíma og heimsmeistaratitil í æsispennandi framlengingu. Sumum þykir þetta ómerkilegt karp. En það er hroki að gera lítið úr daglegu umræðuefni 300 þúsund karla, þótt þeir hafi kneyfað nokkrar ölkönnur. Heimsmeistarakeppnin 1966 var sú fyrsta sem sýnd var beint í sjónvarpi. Milljónir manna fylgdust með keppninni heima í stofu. Beinar útsendingar voru nýjar af nálinni. Nú á tímum Sepps Blatter fylgjast vel á annan milljarð manna með heimsmeistarakeppni í beinni útsendingu. Líklega skipta karlarnir tugum milljóna, sem núna í dag ræða einstök atvik í einstökum leikjum. Fótboltamenn verða fyrirmyndir. Ruud Gullit og Frank Rijkard voru fyrir um aldarfjórðungi fyrstu þeldökku stjörnur hollenska landsliðsins. Sagt er að þeirra frammistaða á fótboltavelli hafi um tíma haft meiri áhrif á batnandi samskipti kynþátta í heimalandinu en nokkuð annað. Í Afríkuríkinu Líberíu var um langt árabil háð blóðug borgarastyrjöld. Þaðan er knattspyrnumaðurinn George Weah. Hann lék lengst af á Ítalíu og var talinn sá besti í heiminum. Heima í Líberíu naut hann slíkrar hylli að dæmi voru um að á meðan beinar útsendingar fóru fram legðu stríðandi fylkingar niður vopn og fylgdust saman með goðinu á skjánum. Hvergi heyrðust skothvellir á meðan leikir fóru fram. Nú stendur litla Ísland mögulega frammi fyrir því að verða merkur hluti af sögu fótboltans. Við eigum raunhæfa möguleika á að komast í lokakeppni Evrópumótsins í Frakklandi á næsta ári. Þar með yrðum við minnsta þjóðin til að ná slíkum árangri. Verra væri ef það merka afrek verður í skugga leiðindanna, sem nú skyggja á þessa töfrandi íþrótt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Skoðun Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Svisslendingurinn Sepp Blatter rétt marði endurkjör í forsetastól Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, í skugga lögreglurannsókna sem snúast um peningaþvætti og mútur. Lítil reisn er yfir kappanum sem hefur verið höfuð fótboltans á uppgangstímum, sem sökum spillingar og græðgi gætu snúist upp í andhverfu sína. Þetta er háalvarlegt mál, sem snertir alla heimsbyggðina. Enginn leikur nær álíka tökum á tilfinningum karlpeningsins og fótbolti. Í Súdan og Grímsnesinu geta karlar rætt smáatvik á vellinum, sem átti sér stað fyrir langalöngu, tímunum saman. Þeir deila um hvor var betri, þessi eða hinn, æsa sig, hækka róminn og tárast af einlægri hrifningu, líkt og listviðburður sé á ferð. Vagga fótboltans er á Wembley í London. Þar er mikið safn, þar sem þrautþjálfaðir leiðsögumenn fræða gesti um sögu íþróttarinnar. Þeir hafa fyrir satt að dag hvern, að afloknum vinnudegi, fari fram funheitar umræður milli 300 þúsund karla á krám vítt og breitt um Bretland um markið umdeilda, sem tryggði Englendingum sigur í úrslitaleiknum gegn Þjóðverjum í heimsmeistarakeppninni 1966, umdeildasta mark sögunnar. Geoff Hurst, landsliðsmaður Englendinga, skaut í slá og niður. Rifist er um hvort boltinn var á línu, fyrir innan eða utan. Markið var dæmt gilt og tryggði Englandi jafntefli að loknum venjulegum leiktíma og heimsmeistaratitil í æsispennandi framlengingu. Sumum þykir þetta ómerkilegt karp. En það er hroki að gera lítið úr daglegu umræðuefni 300 þúsund karla, þótt þeir hafi kneyfað nokkrar ölkönnur. Heimsmeistarakeppnin 1966 var sú fyrsta sem sýnd var beint í sjónvarpi. Milljónir manna fylgdust með keppninni heima í stofu. Beinar útsendingar voru nýjar af nálinni. Nú á tímum Sepps Blatter fylgjast vel á annan milljarð manna með heimsmeistarakeppni í beinni útsendingu. Líklega skipta karlarnir tugum milljóna, sem núna í dag ræða einstök atvik í einstökum leikjum. Fótboltamenn verða fyrirmyndir. Ruud Gullit og Frank Rijkard voru fyrir um aldarfjórðungi fyrstu þeldökku stjörnur hollenska landsliðsins. Sagt er að þeirra frammistaða á fótboltavelli hafi um tíma haft meiri áhrif á batnandi samskipti kynþátta í heimalandinu en nokkuð annað. Í Afríkuríkinu Líberíu var um langt árabil háð blóðug borgarastyrjöld. Þaðan er knattspyrnumaðurinn George Weah. Hann lék lengst af á Ítalíu og var talinn sá besti í heiminum. Heima í Líberíu naut hann slíkrar hylli að dæmi voru um að á meðan beinar útsendingar fóru fram legðu stríðandi fylkingar niður vopn og fylgdust saman með goðinu á skjánum. Hvergi heyrðust skothvellir á meðan leikir fóru fram. Nú stendur litla Ísland mögulega frammi fyrir því að verða merkur hluti af sögu fótboltans. Við eigum raunhæfa möguleika á að komast í lokakeppni Evrópumótsins í Frakklandi á næsta ári. Þar með yrðum við minnsta þjóðin til að ná slíkum árangri. Verra væri ef það merka afrek verður í skugga leiðindanna, sem nú skyggja á þessa töfrandi íþrótt.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun