Töfrum fótboltans ógnað Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 30. maí 2015 09:45 Svisslendingurinn Sepp Blatter rétt marði endurkjör í forsetastól Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, í skugga lögreglurannsókna sem snúast um peningaþvætti og mútur. Lítil reisn er yfir kappanum sem hefur verið höfuð fótboltans á uppgangstímum, sem sökum spillingar og græðgi gætu snúist upp í andhverfu sína. Þetta er háalvarlegt mál, sem snertir alla heimsbyggðina. Enginn leikur nær álíka tökum á tilfinningum karlpeningsins og fótbolti. Í Súdan og Grímsnesinu geta karlar rætt smáatvik á vellinum, sem átti sér stað fyrir langalöngu, tímunum saman. Þeir deila um hvor var betri, þessi eða hinn, æsa sig, hækka róminn og tárast af einlægri hrifningu, líkt og listviðburður sé á ferð. Vagga fótboltans er á Wembley í London. Þar er mikið safn, þar sem þrautþjálfaðir leiðsögumenn fræða gesti um sögu íþróttarinnar. Þeir hafa fyrir satt að dag hvern, að afloknum vinnudegi, fari fram funheitar umræður milli 300 þúsund karla á krám vítt og breitt um Bretland um markið umdeilda, sem tryggði Englendingum sigur í úrslitaleiknum gegn Þjóðverjum í heimsmeistarakeppninni 1966, umdeildasta mark sögunnar. Geoff Hurst, landsliðsmaður Englendinga, skaut í slá og niður. Rifist er um hvort boltinn var á línu, fyrir innan eða utan. Markið var dæmt gilt og tryggði Englandi jafntefli að loknum venjulegum leiktíma og heimsmeistaratitil í æsispennandi framlengingu. Sumum þykir þetta ómerkilegt karp. En það er hroki að gera lítið úr daglegu umræðuefni 300 þúsund karla, þótt þeir hafi kneyfað nokkrar ölkönnur. Heimsmeistarakeppnin 1966 var sú fyrsta sem sýnd var beint í sjónvarpi. Milljónir manna fylgdust með keppninni heima í stofu. Beinar útsendingar voru nýjar af nálinni. Nú á tímum Sepps Blatter fylgjast vel á annan milljarð manna með heimsmeistarakeppni í beinni útsendingu. Líklega skipta karlarnir tugum milljóna, sem núna í dag ræða einstök atvik í einstökum leikjum. Fótboltamenn verða fyrirmyndir. Ruud Gullit og Frank Rijkard voru fyrir um aldarfjórðungi fyrstu þeldökku stjörnur hollenska landsliðsins. Sagt er að þeirra frammistaða á fótboltavelli hafi um tíma haft meiri áhrif á batnandi samskipti kynþátta í heimalandinu en nokkuð annað. Í Afríkuríkinu Líberíu var um langt árabil háð blóðug borgarastyrjöld. Þaðan er knattspyrnumaðurinn George Weah. Hann lék lengst af á Ítalíu og var talinn sá besti í heiminum. Heima í Líberíu naut hann slíkrar hylli að dæmi voru um að á meðan beinar útsendingar fóru fram legðu stríðandi fylkingar niður vopn og fylgdust saman með goðinu á skjánum. Hvergi heyrðust skothvellir á meðan leikir fóru fram. Nú stendur litla Ísland mögulega frammi fyrir því að verða merkur hluti af sögu fótboltans. Við eigum raunhæfa möguleika á að komast í lokakeppni Evrópumótsins í Frakklandi á næsta ári. Þar með yrðum við minnsta þjóðin til að ná slíkum árangri. Verra væri ef það merka afrek verður í skugga leiðindanna, sem nú skyggja á þessa töfrandi íþrótt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Skoðun Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Svisslendingurinn Sepp Blatter rétt marði endurkjör í forsetastól Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, í skugga lögreglurannsókna sem snúast um peningaþvætti og mútur. Lítil reisn er yfir kappanum sem hefur verið höfuð fótboltans á uppgangstímum, sem sökum spillingar og græðgi gætu snúist upp í andhverfu sína. Þetta er háalvarlegt mál, sem snertir alla heimsbyggðina. Enginn leikur nær álíka tökum á tilfinningum karlpeningsins og fótbolti. Í Súdan og Grímsnesinu geta karlar rætt smáatvik á vellinum, sem átti sér stað fyrir langalöngu, tímunum saman. Þeir deila um hvor var betri, þessi eða hinn, æsa sig, hækka róminn og tárast af einlægri hrifningu, líkt og listviðburður sé á ferð. Vagga fótboltans er á Wembley í London. Þar er mikið safn, þar sem þrautþjálfaðir leiðsögumenn fræða gesti um sögu íþróttarinnar. Þeir hafa fyrir satt að dag hvern, að afloknum vinnudegi, fari fram funheitar umræður milli 300 þúsund karla á krám vítt og breitt um Bretland um markið umdeilda, sem tryggði Englendingum sigur í úrslitaleiknum gegn Þjóðverjum í heimsmeistarakeppninni 1966, umdeildasta mark sögunnar. Geoff Hurst, landsliðsmaður Englendinga, skaut í slá og niður. Rifist er um hvort boltinn var á línu, fyrir innan eða utan. Markið var dæmt gilt og tryggði Englandi jafntefli að loknum venjulegum leiktíma og heimsmeistaratitil í æsispennandi framlengingu. Sumum þykir þetta ómerkilegt karp. En það er hroki að gera lítið úr daglegu umræðuefni 300 þúsund karla, þótt þeir hafi kneyfað nokkrar ölkönnur. Heimsmeistarakeppnin 1966 var sú fyrsta sem sýnd var beint í sjónvarpi. Milljónir manna fylgdust með keppninni heima í stofu. Beinar útsendingar voru nýjar af nálinni. Nú á tímum Sepps Blatter fylgjast vel á annan milljarð manna með heimsmeistarakeppni í beinni útsendingu. Líklega skipta karlarnir tugum milljóna, sem núna í dag ræða einstök atvik í einstökum leikjum. Fótboltamenn verða fyrirmyndir. Ruud Gullit og Frank Rijkard voru fyrir um aldarfjórðungi fyrstu þeldökku stjörnur hollenska landsliðsins. Sagt er að þeirra frammistaða á fótboltavelli hafi um tíma haft meiri áhrif á batnandi samskipti kynþátta í heimalandinu en nokkuð annað. Í Afríkuríkinu Líberíu var um langt árabil háð blóðug borgarastyrjöld. Þaðan er knattspyrnumaðurinn George Weah. Hann lék lengst af á Ítalíu og var talinn sá besti í heiminum. Heima í Líberíu naut hann slíkrar hylli að dæmi voru um að á meðan beinar útsendingar fóru fram legðu stríðandi fylkingar niður vopn og fylgdust saman með goðinu á skjánum. Hvergi heyrðust skothvellir á meðan leikir fóru fram. Nú stendur litla Ísland mögulega frammi fyrir því að verða merkur hluti af sögu fótboltans. Við eigum raunhæfa möguleika á að komast í lokakeppni Evrópumótsins í Frakklandi á næsta ári. Þar með yrðum við minnsta þjóðin til að ná slíkum árangri. Verra væri ef það merka afrek verður í skugga leiðindanna, sem nú skyggja á þessa töfrandi íþrótt.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun