200 tonn föst í tolli Sveinn Arnarsson skrifar 13. maí 2015 00:01 Ekki er hægt að koma vörunum til verslana eða í vinnslu hér á landi þar sem dýralæknar þurfa að votta innfluttar matvörur. vísir/valli Á þriðja hundrað tonna af matvælum liggur á hafnarbakka í Sundahöfn á meðan kjaradeila dýralækna hjá Matvælastofnun er óleyst. Ekki er hægt að koma vörunum til verslana eða í vinnslu hér á landi þar sem dýralæknar þurfa að votta innfluttar matvörur. Rúmar þrjár vikur eru síðan félagsmenn Stéttarfélags háskólamanna á matvæla- og næringarsviði Matvælastofnunar og Félags íslenskra náttúrufræðinga hjá stofnuninni lögðu niður störf sem og dýralæknar. Verkfallið hefur haft mikil áhrif á starfsemi Matvælastofnunar. Í samtali við helstu innflytjenda matvæla og kjötafurða er ljóst að það magn sem bíður eftir því að vera tollafgreitt og það magn sem er á leið til landsins losar um 200 tonn. Alls hafa Matvælastofnun borist þrettán beiðnir um undanþágu frá verkfalli dýralækna vegna innflutnings á matvælum. Aðeins hluti af einni undanþágubeiðninni var samþykktur en þar var um að ræða ungbarnamjólk. Ekkert kjöt hefur verið flutt inn til landsins. Páll Hilmarsson, framkvæmdastjóri markaðssviðs Innness, segir verkfallið bitna hart á neytendum og fyrirtækjum. „Við erum með matvöru á hafnarbakkanum fyrir um 30 milljónir króna. Sum matvæli í þessari sendingu eru með stuttum tímastimpli og því gætu matvælin farið að skemmast,“ segir Páll. „Hér er um að ræða kjúkling, nautakjöt, pitsur, ost, mjólkurduft, poppmaís og önd svo dæmi séu tekin. Vörunum fylgir einnig heilbrigðisvottorð og búið að votta allt kjöt og uppfylla frystiskyldu á þeim vörum.“ Jón Gíslason, forstjóri Matvælastofnunar, vonar að deilan leysist sem fyrst. „Við metum það þannig að það sé mjög mikilvægt að deiluaðilar nái saman svo verkfallið leysist. Þetta er mjög slæmt fyrir þriðja aðila sem er að lenda í erfiðri stöðu í sínum viðskiptum. Sama gildir um einkaaðila sem vilja flytja út gæludýr. Umfangið er mjög mikið,“ segir Jón. „Varðandi innflutning matvæla má segja að engin heimild hafi fengist fyrir innflutningi. Meiri hreyfing er hins vegar á innflutningi á plöntum og sáðvörum og innflutningi á lífrænum vörnum fyrir garðyrkju.“ Mikill skortur er á nautakjöti, kjúklingakjöti og fersku svínakjöti á innanlandsmarkaði vegna verkfalls dýralækna. Slátrun á svínum og alifuglum hefur verið heimiluð með þeirri kröfu að afurðir fari í frost og að ekki verði unnið úr þeim fyrr en verkfalli lýkur. Verkfall 2016 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Á þriðja hundrað tonna af matvælum liggur á hafnarbakka í Sundahöfn á meðan kjaradeila dýralækna hjá Matvælastofnun er óleyst. Ekki er hægt að koma vörunum til verslana eða í vinnslu hér á landi þar sem dýralæknar þurfa að votta innfluttar matvörur. Rúmar þrjár vikur eru síðan félagsmenn Stéttarfélags háskólamanna á matvæla- og næringarsviði Matvælastofnunar og Félags íslenskra náttúrufræðinga hjá stofnuninni lögðu niður störf sem og dýralæknar. Verkfallið hefur haft mikil áhrif á starfsemi Matvælastofnunar. Í samtali við helstu innflytjenda matvæla og kjötafurða er ljóst að það magn sem bíður eftir því að vera tollafgreitt og það magn sem er á leið til landsins losar um 200 tonn. Alls hafa Matvælastofnun borist þrettán beiðnir um undanþágu frá verkfalli dýralækna vegna innflutnings á matvælum. Aðeins hluti af einni undanþágubeiðninni var samþykktur en þar var um að ræða ungbarnamjólk. Ekkert kjöt hefur verið flutt inn til landsins. Páll Hilmarsson, framkvæmdastjóri markaðssviðs Innness, segir verkfallið bitna hart á neytendum og fyrirtækjum. „Við erum með matvöru á hafnarbakkanum fyrir um 30 milljónir króna. Sum matvæli í þessari sendingu eru með stuttum tímastimpli og því gætu matvælin farið að skemmast,“ segir Páll. „Hér er um að ræða kjúkling, nautakjöt, pitsur, ost, mjólkurduft, poppmaís og önd svo dæmi séu tekin. Vörunum fylgir einnig heilbrigðisvottorð og búið að votta allt kjöt og uppfylla frystiskyldu á þeim vörum.“ Jón Gíslason, forstjóri Matvælastofnunar, vonar að deilan leysist sem fyrst. „Við metum það þannig að það sé mjög mikilvægt að deiluaðilar nái saman svo verkfallið leysist. Þetta er mjög slæmt fyrir þriðja aðila sem er að lenda í erfiðri stöðu í sínum viðskiptum. Sama gildir um einkaaðila sem vilja flytja út gæludýr. Umfangið er mjög mikið,“ segir Jón. „Varðandi innflutning matvæla má segja að engin heimild hafi fengist fyrir innflutningi. Meiri hreyfing er hins vegar á innflutningi á plöntum og sáðvörum og innflutningi á lífrænum vörnum fyrir garðyrkju.“ Mikill skortur er á nautakjöti, kjúklingakjöti og fersku svínakjöti á innanlandsmarkaði vegna verkfalls dýralækna. Slátrun á svínum og alifuglum hefur verið heimiluð með þeirri kröfu að afurðir fari í frost og að ekki verði unnið úr þeim fyrr en verkfalli lýkur.
Verkfall 2016 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira