Innlent

Bein út­sending: Opinn fundur um áfallaþol Ís­lands

Árni Sæberg skrifar
Fundurinn er haldinn í Norræna húsinu.
Fundurinn er haldinn í Norræna húsinu. Norræna húsið

Varðberg, dómsmálaráðuneytið og utanríkisráðuneytið halda fund í Norræna húsinu á milli klukkan 12:00 og 13:00 um áfallaþol Íslands. Kynnt verður áfangaskýrsla stjórnvalda sem byggir á sjö grunnviðmiðum Atlantshafsbandalagsins um áfallaþol en hún markar einn áfanga í vinnu stjórnvalda að heildstæðri kortlagningu, stefnumótun og tillögum að aðgerðum til að efla áfallaþol samfélagsins. Beina útsendingu frá fundinum má sjá hér á Vísi.

„Öryggisumhverfi Evrópu breyttist til verri vegar í kjölfar allsherjarinnrásar Rússlands í Úkraínu og má segja að ný heimsmynd hafi teiknast upp. Vaxandi óvissa í alþjóðamálum hefur gert áfallaþol og öryggismál að brýnum forgangsmálum. Hversu vel undirbúið er Ísland til að takast á við óvænt og alvarleg áföll?“ segir í fréttatilkynningu um fundinn.

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

  • Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra: Opnunarávarp.
  • Hinrika Sandra Ingimundardóttir, verkefnisstjóri varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins: Umfjöllun um sjö grunnviðmið Atlantshafsbandalagsins um áfallaþol. Mótun heildrænnar nálgunar stjórnvalda að eflingu áfallaþols.
  • Runólfur Þórhallsson, sviðsstjóri almannavarnasviðs ríkislögreglustjóra: Af hverju áfallaþol? Áfallaþol og nýtt frumvarp um almannavarnir.
  • Sólrún Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Veitna og stjórnarformaður Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja: Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins.

Beina útsendingu frá fundinum má sjá í spilaranum hér að neðan:




Fleiri fréttir

Sjá meira


×