Finnum lausn Hinrik A. Hansen skrifar 22. apríl 2015 08:45 Enn ríkir neyðarástand á spítölum landsins, þar sem lífi sjúklinga er stefnt í hættu í nafni kjarabaráttu. Skrif mín í Fréttablaðinu síðastliðinn miðvikudag vöktu hörð viðbrögð. Það ber að þakka. Hvernig aukið er á þjáningar sjúklinga og aðstandenda í nafni kjarabaráttu getur enginn réttlætt. Enginn getur haldið því fram að lífi sjúklinga sé ekki stefnt í hættu með yfirstandandi verkföllum heilbrigðisstétta. Við sem þjóð verðum að svara því hvort við metum líf sjúklinga meira en þau réttindi sem leyfa að líf og heilsa þeirra sé notuð sem skiptimynt í kjarabaráttu. Til að benda á raunverulegt dæmi um hvernig afleiðingar verkfallsins birtast, ákvað ég að segja mína sögu í síðustu viku. Eftir að greinin birtist fékk ég loksins myndgreiningu tveimur sólarhringum síðar. Ef starfsemi spítalans hefði verið með eðlilegum hætti hefði niðurstaða myndgreiningar legið fyrir níu dögum fyrr. Hvort það hafi breytt einhverju í mínu tilviki mun aldrei verða hægt að svara. Ég gekkst undir heilauppskurð strax á mánudagsmorgun eftir að niðurstaða myndgreiningar lá loksins fyrir. Mínu bráðatilviki var forgangsraðað þannig að önnur bráðatilvik voru færð aftar, það er ömurleg tilhugsun. Viðbrögð eru einskis virði ef aðgerðir fylgja ekki í kjölfarið. Það er ekki hægt að hneykslast yfir ástandinu og horfa síðan í hina áttina. Staða sjúklinga versnar með hverjum deginum og á bara eftir að versna enn frekar á meðan þetta ástand ríkir. Á næstu misserum má gera ráð fyrir að ástandið endurtaki sig þegar aðrar heilbrigðisstéttir eru neyddar í aðgerðir sem bitna munu á sjúklingum þessa lands. Hægt er að finna lausn á þessu óverjandi ástandi. Leiðin að lausninni þarf ekki að vera flóknari en við viljum. Mörgum spurningum þarf að svara til að komast að sem réttastri lausn. Mikilvægt er að forgangsraða spurningum eftir mikilvægi og svara þeim mikilvægustu, áður en svara er leitað við þeim sem á eftir koma. Fyrsta spurningin sem þarf að svara er hvort við sem þjóð samþykkjum að sjúklingum þessa lands sé neitað um aðstoð. Ef svarið er NEI er næst að stöðva það ástand sem ríkir. Þegar það hefur verið gert er hægt að snúa sér að næstu spurningu. Hvernig getum við komið í veg fyrir að heilbrigðisstarfsmenn séu settir í þá hörmulegu stöðu að þurfa að neita sjúklingum um aðstoð? Ég skora á alla alþingismenn okkar að stöðva þegar í stað með lögum verkfall heilbrigðisstétta. Ég skora á alþingismenn okkar að nota ekki ömurlega stöðu sjúklinga til pólitískra skylminga. Hver og einn alþingismaður verður að svara eftir sinni sannfæringu: Er það leyfilegt að sjúklingum þessa lands sé neitað um aðstoð? Ef niðurstaða Alþingis er að stöðva verkfallið, þarf í sömu samþykkt að vera loforð Alþingis um að innan ákveðinna tímamarka verði fundin leið til að tryggja það að framvegis verði kjör heilbrigðisstétta ákveðin þannig að núverandi ástand geti ekki endurtekið sig. Dæmi um slíkt er hjá öðrum starfsstéttum sem vinna fyrir hið opinbera. Allt sem þarf er viljinn. Með samtakamætti Alþingis er hægt að leysa þetta ömurlega ástand á einum degi. Alþingismenn, sýnið gott fordæmi. Við, sjúklingar þessa lands, erum í neyð. Í guðanna bænum, hjálpið okkur!Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Enn ríkir neyðarástand á spítölum landsins, þar sem lífi sjúklinga er stefnt í hættu í nafni kjarabaráttu. Skrif mín í Fréttablaðinu síðastliðinn miðvikudag vöktu hörð viðbrögð. Það ber að þakka. Hvernig aukið er á þjáningar sjúklinga og aðstandenda í nafni kjarabaráttu getur enginn réttlætt. Enginn getur haldið því fram að lífi sjúklinga sé ekki stefnt í hættu með yfirstandandi verkföllum heilbrigðisstétta. Við sem þjóð verðum að svara því hvort við metum líf sjúklinga meira en þau réttindi sem leyfa að líf og heilsa þeirra sé notuð sem skiptimynt í kjarabaráttu. Til að benda á raunverulegt dæmi um hvernig afleiðingar verkfallsins birtast, ákvað ég að segja mína sögu í síðustu viku. Eftir að greinin birtist fékk ég loksins myndgreiningu tveimur sólarhringum síðar. Ef starfsemi spítalans hefði verið með eðlilegum hætti hefði niðurstaða myndgreiningar legið fyrir níu dögum fyrr. Hvort það hafi breytt einhverju í mínu tilviki mun aldrei verða hægt að svara. Ég gekkst undir heilauppskurð strax á mánudagsmorgun eftir að niðurstaða myndgreiningar lá loksins fyrir. Mínu bráðatilviki var forgangsraðað þannig að önnur bráðatilvik voru færð aftar, það er ömurleg tilhugsun. Viðbrögð eru einskis virði ef aðgerðir fylgja ekki í kjölfarið. Það er ekki hægt að hneykslast yfir ástandinu og horfa síðan í hina áttina. Staða sjúklinga versnar með hverjum deginum og á bara eftir að versna enn frekar á meðan þetta ástand ríkir. Á næstu misserum má gera ráð fyrir að ástandið endurtaki sig þegar aðrar heilbrigðisstéttir eru neyddar í aðgerðir sem bitna munu á sjúklingum þessa lands. Hægt er að finna lausn á þessu óverjandi ástandi. Leiðin að lausninni þarf ekki að vera flóknari en við viljum. Mörgum spurningum þarf að svara til að komast að sem réttastri lausn. Mikilvægt er að forgangsraða spurningum eftir mikilvægi og svara þeim mikilvægustu, áður en svara er leitað við þeim sem á eftir koma. Fyrsta spurningin sem þarf að svara er hvort við sem þjóð samþykkjum að sjúklingum þessa lands sé neitað um aðstoð. Ef svarið er NEI er næst að stöðva það ástand sem ríkir. Þegar það hefur verið gert er hægt að snúa sér að næstu spurningu. Hvernig getum við komið í veg fyrir að heilbrigðisstarfsmenn séu settir í þá hörmulegu stöðu að þurfa að neita sjúklingum um aðstoð? Ég skora á alla alþingismenn okkar að stöðva þegar í stað með lögum verkfall heilbrigðisstétta. Ég skora á alþingismenn okkar að nota ekki ömurlega stöðu sjúklinga til pólitískra skylminga. Hver og einn alþingismaður verður að svara eftir sinni sannfæringu: Er það leyfilegt að sjúklingum þessa lands sé neitað um aðstoð? Ef niðurstaða Alþingis er að stöðva verkfallið, þarf í sömu samþykkt að vera loforð Alþingis um að innan ákveðinna tímamarka verði fundin leið til að tryggja það að framvegis verði kjör heilbrigðisstétta ákveðin þannig að núverandi ástand geti ekki endurtekið sig. Dæmi um slíkt er hjá öðrum starfsstéttum sem vinna fyrir hið opinbera. Allt sem þarf er viljinn. Með samtakamætti Alþingis er hægt að leysa þetta ömurlega ástand á einum degi. Alþingismenn, sýnið gott fordæmi. Við, sjúklingar þessa lands, erum í neyð. Í guðanna bænum, hjálpið okkur!Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun