Staða leikskólamála í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar 12. júní 2025 13:01 Á yfirstandandi kjörtímabili hefur meirihluti Reykjanesbæjar forgangsraðað tæpum 3 milljörðum í uppbyggingu leikskóla til að fjölga leikskólaplássum. Í haust þegar nýju leikskólarnir hafa fyllt plássin sín hefur meirihluti Reykjanesbæjar fjölgað leikskólaplássum um 175 pláss á kjörtímabilinu. Þar með eru leikskólar í sveitarfélaginu orðnir 12 talsins með yfir 1.200 pláss. Haustið 2025 munum við geta lækkað innritunaraldur leikskólabarna í 18-24 mánaða, líkt og við settum okkur markmið um að ná á kjörtímabilinu. Meirihlutinn mun auk þess rýna tækifæri til enn frekari fjölgunar leikskólaplássa í fjárhagsáætlun næsta árs. Það gerum við því við vitum að til okkar flytjast um 1.000 manns á ári og talsverður fjöldi þeirra er börn. Aðlögunarhæfni leikskólanna okkar Það er rétt að taka það fram að starfsfólkið í okkar leikskólum er einstaklega lausnamiðað. Það sést best á viðbrögðum þeirra til að taka á móti börnum frá Grindavík þegar náttúruhörmungarnar dundu yfir nágranna okkar. Alls tóku leikskólar Reykjanesbæjar við 54 börnum á leikskólaaldri á mjög stuttum tíma og fyrir þau viðbrögð erum við afar þakklát. Það er nefnilega áskorun að taka við hálfum leikskóla af börnum á augabragði. Önnur góð úrræði til framtíðar Meirihlutinn í Reykjanesbæ hefur lagst í umtalsverða vinnu til að bæta starfsumhverfið í leikskólunum okkar. Við bjóðum starfsfólkinu okkar upp á frí milli jóla og nýárs, við bjóðum góð starfsskilyrði fyrir leiðbeinendur í námi til leikskólakennara, við höfum samræmt frí milli allra skólastiga í sveitarfélaginu og við höfum tryggt úrræði vegna styttingu vinnuvikunnar sem kemur þó ekki niður á þjónustu til foreldra og barna. Samhliða því höfum við ekki, líkt og nokkur sveitarfélög, hækkað leikskólagjöld til foreldra. Auk þess sjáum við til þess að þeir foreldrar sem hafa ekki fengið leikskólapláss fyrir barnið sitt fyrir 18 mánaða aldur greiða til dagforeldra sama gjald og þau hefðu greitt í leikskólagjöld. Dagforeldrar í Reykjanesbæ hafa aldrei verið fleiri en nú og ætti foreldrum allra barna sem náð hafa 12 mánaða aldri að standa til boða að komast að hjá dagforeldrum. Meirihluti Reykjanesbæjar er hvergi nærri hætt að vinna að leikskólamálum því við vitum hversu mikilvægir leikskólarnir okkar eru fyrir samfélagið okkar. Höfundur er formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjanesbær Leikskólar Mest lesið Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Á yfirstandandi kjörtímabili hefur meirihluti Reykjanesbæjar forgangsraðað tæpum 3 milljörðum í uppbyggingu leikskóla til að fjölga leikskólaplássum. Í haust þegar nýju leikskólarnir hafa fyllt plássin sín hefur meirihluti Reykjanesbæjar fjölgað leikskólaplássum um 175 pláss á kjörtímabilinu. Þar með eru leikskólar í sveitarfélaginu orðnir 12 talsins með yfir 1.200 pláss. Haustið 2025 munum við geta lækkað innritunaraldur leikskólabarna í 18-24 mánaða, líkt og við settum okkur markmið um að ná á kjörtímabilinu. Meirihlutinn mun auk þess rýna tækifæri til enn frekari fjölgunar leikskólaplássa í fjárhagsáætlun næsta árs. Það gerum við því við vitum að til okkar flytjast um 1.000 manns á ári og talsverður fjöldi þeirra er börn. Aðlögunarhæfni leikskólanna okkar Það er rétt að taka það fram að starfsfólkið í okkar leikskólum er einstaklega lausnamiðað. Það sést best á viðbrögðum þeirra til að taka á móti börnum frá Grindavík þegar náttúruhörmungarnar dundu yfir nágranna okkar. Alls tóku leikskólar Reykjanesbæjar við 54 börnum á leikskólaaldri á mjög stuttum tíma og fyrir þau viðbrögð erum við afar þakklát. Það er nefnilega áskorun að taka við hálfum leikskóla af börnum á augabragði. Önnur góð úrræði til framtíðar Meirihlutinn í Reykjanesbæ hefur lagst í umtalsverða vinnu til að bæta starfsumhverfið í leikskólunum okkar. Við bjóðum starfsfólkinu okkar upp á frí milli jóla og nýárs, við bjóðum góð starfsskilyrði fyrir leiðbeinendur í námi til leikskólakennara, við höfum samræmt frí milli allra skólastiga í sveitarfélaginu og við höfum tryggt úrræði vegna styttingu vinnuvikunnar sem kemur þó ekki niður á þjónustu til foreldra og barna. Samhliða því höfum við ekki, líkt og nokkur sveitarfélög, hækkað leikskólagjöld til foreldra. Auk þess sjáum við til þess að þeir foreldrar sem hafa ekki fengið leikskólapláss fyrir barnið sitt fyrir 18 mánaða aldur greiða til dagforeldra sama gjald og þau hefðu greitt í leikskólagjöld. Dagforeldrar í Reykjanesbæ hafa aldrei verið fleiri en nú og ætti foreldrum allra barna sem náð hafa 12 mánaða aldri að standa til boða að komast að hjá dagforeldrum. Meirihluti Reykjanesbæjar er hvergi nærri hætt að vinna að leikskólamálum því við vitum hversu mikilvægir leikskólarnir okkar eru fyrir samfélagið okkar. Höfundur er formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar