Samningarnir gera notendum erfitt fyrir að flytja sandra guðrún guðmundsdóttir skrifar 22. apríl 2015 07:30 Inga Björk Bjarnadóttir býr í Borgarnesi en er í námi í Reykjavík; ef hún kýs að flytja þarf hún nýjan NPA-samning. Fréttablaðið/ernir Þar sem notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA) er fjármögnuð að 80 prósentum af sveitarfélögum og 20 prósentum af ríkinu eru notendur þjónustunnar óöruggir um hvað verður um þjónustusamninga sína ef þeir vildu flytja milli sveitarfélaga. Inga Björk Bjarnadóttir er nemi í listfræði við Háskóla Íslands. Hún er með lögheimili í Borgarnesi og NPA-samning. „Ég er enn í námi svo ég má hafa lögheimili í Borgarnesi,“ segir Inga en hún veit ekki hvað tekur við ef hún fengi vinnu í Reykjavík eða öðrum landshluta að loknu námi. Eins og Fréttablaðið hefur fjallað um var löggildingu á NPA-samningum við fatlað fólk frestað um tvö ár og verkefnið því enn á tilraunastigi. „Við höfum ekki getað bætt við nýjum samningum,“ segir Björk Vilhelmsdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar. „Eins og stendur er því erfitt fyrir fólk að flytja milli bæjarfélaga, á meðan þetta er enn tilraunaverkefni þá fellur NPA-samningurinn niður við flutning nema Alþingi ákveði að lögfesta verkefnið fyrr.“ Björk segir að hún reikni ekki með að það verði bið eftir nýjum samningi við búferlaflutninga ef NPA verður lögfest. „Þá er þetta komið í lög og þá skapast réttur til þjónustunnar.“ Hún ítrekar að það sé vilji hjá Reykjavíkurborg til að lögfesta NPA.Sjá einnig: Segir stöðu mála í dag vera lögleysu Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra tekur undir það að fullur vilji sé til þess að binda NPA-þjónustu í lög og segir frumvarp sem liggur fyrir á Alþingi í dag miða við að það gerist fyrir árslok 2016. Hún segir ástæðu þess að lagasetningu hafi verið frestað ekki síst vera þá að nauðsynlegt sé að fá lengri tíma og aukna reynslu til að undirbúa innleiðingu vegna svo viðamikils verkefnis á landsvísu. Hún segir gerð nýrra samninga velta á því viðbótarfjármagni sem kann að vera til ráðstöfunar á árinu 2015 og fjármagni á fjárlögum 2016 sem og ákvörðun einstakra sveitarfélaga. Þór Þórarinsson hjá velferðarráðuneytinu segir ekki öruggt að notendur NPA geti flutt samningana milli sveitarfélaga þó svo að þjónustan verði bundin í lög. „Það væri kannski eðlilegast að það gerðist með þeim hætti en það er ekki hægt að ganga út frá því sem vísu þar sem hvert þjónustusvæði tekur ákvörðun um það.“ Hann segist þó vonast til að einhverjir nýir samningar bætist við á árinu. „Það gætu komið inn 10 nýir samningar,“ segir hann. „Við viljum reyna að ná góðri dreifingu um allt land en eðlilega eru flestir á höfuðborgarsvæðinu þar sem þörfin er mest þar.“ Alþingi Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira
Þar sem notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA) er fjármögnuð að 80 prósentum af sveitarfélögum og 20 prósentum af ríkinu eru notendur þjónustunnar óöruggir um hvað verður um þjónustusamninga sína ef þeir vildu flytja milli sveitarfélaga. Inga Björk Bjarnadóttir er nemi í listfræði við Háskóla Íslands. Hún er með lögheimili í Borgarnesi og NPA-samning. „Ég er enn í námi svo ég má hafa lögheimili í Borgarnesi,“ segir Inga en hún veit ekki hvað tekur við ef hún fengi vinnu í Reykjavík eða öðrum landshluta að loknu námi. Eins og Fréttablaðið hefur fjallað um var löggildingu á NPA-samningum við fatlað fólk frestað um tvö ár og verkefnið því enn á tilraunastigi. „Við höfum ekki getað bætt við nýjum samningum,“ segir Björk Vilhelmsdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar. „Eins og stendur er því erfitt fyrir fólk að flytja milli bæjarfélaga, á meðan þetta er enn tilraunaverkefni þá fellur NPA-samningurinn niður við flutning nema Alþingi ákveði að lögfesta verkefnið fyrr.“ Björk segir að hún reikni ekki með að það verði bið eftir nýjum samningi við búferlaflutninga ef NPA verður lögfest. „Þá er þetta komið í lög og þá skapast réttur til þjónustunnar.“ Hún ítrekar að það sé vilji hjá Reykjavíkurborg til að lögfesta NPA.Sjá einnig: Segir stöðu mála í dag vera lögleysu Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra tekur undir það að fullur vilji sé til þess að binda NPA-þjónustu í lög og segir frumvarp sem liggur fyrir á Alþingi í dag miða við að það gerist fyrir árslok 2016. Hún segir ástæðu þess að lagasetningu hafi verið frestað ekki síst vera þá að nauðsynlegt sé að fá lengri tíma og aukna reynslu til að undirbúa innleiðingu vegna svo viðamikils verkefnis á landsvísu. Hún segir gerð nýrra samninga velta á því viðbótarfjármagni sem kann að vera til ráðstöfunar á árinu 2015 og fjármagni á fjárlögum 2016 sem og ákvörðun einstakra sveitarfélaga. Þór Þórarinsson hjá velferðarráðuneytinu segir ekki öruggt að notendur NPA geti flutt samningana milli sveitarfélaga þó svo að þjónustan verði bundin í lög. „Það væri kannski eðlilegast að það gerðist með þeim hætti en það er ekki hægt að ganga út frá því sem vísu þar sem hvert þjónustusvæði tekur ákvörðun um það.“ Hann segist þó vonast til að einhverjir nýir samningar bætist við á árinu. „Það gætu komið inn 10 nýir samningar,“ segir hann. „Við viljum reyna að ná góðri dreifingu um allt land en eðlilega eru flestir á höfuðborgarsvæðinu þar sem þörfin er mest þar.“
Alþingi Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira