Draga úr framkvæmdum um meira en fjórðung vegna rekstrarstöðvunar PCC Kjartan Kjartansson skrifar 13. júní 2025 13:11 Framkvæmdir við íþróttavöllinn á Húsavík, sem er kenndur við PCC, hófust í maí. Ætlunin er að halda þeim áfram þótt dregið verði verulega úr framkvæmdum og fjárfestingum í Norðurþingi í ár. Norðurþing Framkvæmdir og fjárfestingar í samstæðu Norðurþings verða skornar niður um meira en fjórðung til þess að mæta tekjutapi sveitarfélagsins vegna rekstrarstöðvunar PCC á Bakka. Þá verður hagrætt um 160 milljónir króna á fleiri sviðum hjá sveitarfélaginu. Um áttatíu manns missa vinnuna hjá kísilveri PCC á Bakka, stærsta sjálfstæða vinnuveitandanum í Norðurþingi, í tengslum við tímabundna rekstrarstöðvun verksmiðjunnar. Stjórnendur versins vísa til erfiðleika á mörkuðum sem tengjast tollastríði í heimsviðskiptum. Byggðaráð Norðurþings samþykkti í gær að að draga verulega úr fyrirhuguðum framkvæmdum og fjárfestingum í samstæðu sveitarfélagsins. Upphaflega stóð til að þess fjárfestingar næmu milljarð króna á þessu ári en þær verða 715 milljónir króna samkvæmt breytingunum á fjárfestingar- og framkvæmdaáætluninni. Katrín Sigurjónsdóttir, sveitastjóri í Norðurþingi, segir að lögð verði áhersla á verkefni sem séu þegar hafin eins og framkvæmdir við nýtt húsnæði fyrir frístund og félagsmiðstöð og nýtt gervigras og stúku við íþróttavöllinn á Húsavík. „Almennt má segja að lagt er til að draga úr malbikunarframkvæmdum en lögð áhersla á verkefni sem snúa að barnafólki og fjölskyldum,“ segir sveitarstjórinn í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis. Skera niður á velferðarsviði, hjá hafnasjóði, slökkviliði og nefndum og ráðum Harðar kemur tekjutap sveitarfélagsins niður á hafnasjóði þess og slökkviliði. Búið er að samþykkja að vinna að hagræðingu hjá þessum tveimur deildum sem á að nema um sextíu milljónum króna á ársgrundvelli. Þá hefur sveitarstjórnin unnið að tillögum til hagræðingar í rekstri, ekki aðeins vegna rekstrarstöðvunarinnar heldur einnig kjarasamninga við kennara sem gerðir voru í vetur og kostuðu meira en sveitarfélög á landinu höfðu reiknað með. Nú hefur verið samþykkt að ráðast í tæplega hundrað milljón króna niðurskurð á ársgrundvelli. Hagræðingin á að nást hjá velferðarsviði sveitarfélagsins og í minni kostnaði við nefndir og ráð þess samkvæmt svari sveitarstjórans. Katrín segir fulltrúa sveitarfélagsins hafa fundað með forstjóra PCC, atvinnuveganefnd og efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis og einstökum þingmönnum um stöðuna undanfarnar vikur. Nú síðast hafi þeir átt góðan fund með forsætisráðherra. Alls staðar hafi þau mætt góðum skilningi á mikilvægi kísilversins og framleiðslu þess. „Því getum við ekki annað en vonað að verksmiðja PCC komist í fullan gang sem allra fyrst aftur og við trúum því að allir leggist á eitt við það verkefni,“ segir Katrín. Norðurþing Stóriðja Sveitarstjórnarmál Vinnumarkaður Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Sjá meira
Um áttatíu manns missa vinnuna hjá kísilveri PCC á Bakka, stærsta sjálfstæða vinnuveitandanum í Norðurþingi, í tengslum við tímabundna rekstrarstöðvun verksmiðjunnar. Stjórnendur versins vísa til erfiðleika á mörkuðum sem tengjast tollastríði í heimsviðskiptum. Byggðaráð Norðurþings samþykkti í gær að að draga verulega úr fyrirhuguðum framkvæmdum og fjárfestingum í samstæðu sveitarfélagsins. Upphaflega stóð til að þess fjárfestingar næmu milljarð króna á þessu ári en þær verða 715 milljónir króna samkvæmt breytingunum á fjárfestingar- og framkvæmdaáætluninni. Katrín Sigurjónsdóttir, sveitastjóri í Norðurþingi, segir að lögð verði áhersla á verkefni sem séu þegar hafin eins og framkvæmdir við nýtt húsnæði fyrir frístund og félagsmiðstöð og nýtt gervigras og stúku við íþróttavöllinn á Húsavík. „Almennt má segja að lagt er til að draga úr malbikunarframkvæmdum en lögð áhersla á verkefni sem snúa að barnafólki og fjölskyldum,“ segir sveitarstjórinn í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis. Skera niður á velferðarsviði, hjá hafnasjóði, slökkviliði og nefndum og ráðum Harðar kemur tekjutap sveitarfélagsins niður á hafnasjóði þess og slökkviliði. Búið er að samþykkja að vinna að hagræðingu hjá þessum tveimur deildum sem á að nema um sextíu milljónum króna á ársgrundvelli. Þá hefur sveitarstjórnin unnið að tillögum til hagræðingar í rekstri, ekki aðeins vegna rekstrarstöðvunarinnar heldur einnig kjarasamninga við kennara sem gerðir voru í vetur og kostuðu meira en sveitarfélög á landinu höfðu reiknað með. Nú hefur verið samþykkt að ráðast í tæplega hundrað milljón króna niðurskurð á ársgrundvelli. Hagræðingin á að nást hjá velferðarsviði sveitarfélagsins og í minni kostnaði við nefndir og ráð þess samkvæmt svari sveitarstjórans. Katrín segir fulltrúa sveitarfélagsins hafa fundað með forstjóra PCC, atvinnuveganefnd og efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis og einstökum þingmönnum um stöðuna undanfarnar vikur. Nú síðast hafi þeir átt góðan fund með forsætisráðherra. Alls staðar hafi þau mætt góðum skilningi á mikilvægi kísilversins og framleiðslu þess. „Því getum við ekki annað en vonað að verksmiðja PCC komist í fullan gang sem allra fyrst aftur og við trúum því að allir leggist á eitt við það verkefni,“ segir Katrín.
Norðurþing Stóriðja Sveitarstjórnarmál Vinnumarkaður Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Sjá meira