Selja sinn sögufrægasta grip til að lifa af sumarið Tómas Arnar Þorláksson skrifar 13. júní 2025 23:00 Gunnar Guðbjörnsson, skólastjóri Söngskóla Sigurðar Demetz. Álfheiður Guðmundsdóttir Söngskóli Sigurðar Demetz berst nú fyrir lífi sínu eftir óvænt fjárhagsvandræði. Skólinn selur sinn sögufrægasta grip en 30 ára afmæli skólans á næsta ári gæti orðið hans síðasta ef ekki verður gripið inn í. „Þetta lag samdi sögufræga tónskáldið Jórunn Viðar, mögulega á þennan flygil en flygillinn hefur verið í eigu Söngskóla Sigurðar Demetz undanfarin ár. Skólinn neyðist nú til að selja hann.“ Flygillinn hefur verið í eigu söngskólans frá því ári eftir að Jórunn lést 98 ára að aldri árið 2017 en hún átti þá langan feril að baki sem eitt merkasta tónskáld landsins. Til að mynda samdi hún tónlistina við kvikmyndina Síðasti bærinn í dalnum ásamt ótal sönglaga. Jórunn átti gripinn áratugum saman. Harmi sleginn Gunnar Guðbjörnsson, skólastjóri söngskólans segist vera harmi sleginn að þurfa að selja gripinn en fjárhagsstaða skólans varð óvænt slæm við nýja kjarasamninga kennara. „Í ár gerðist það að í staðinn fyrir þessa venjulegu fjögur til fimm prósent hækkun skall á okkur 16 prósent hækkun um miðjan vetur og hún var meira að segja að hluta til afturvirk til ársins 2024. Þar af leiðandi sit ég uppi með tíu milljóna króna tap á kennslunni. Það fylgir sá böggul skammrifi að stór hluti af launagreiðslunum okkar eru ekki fjármagnaðar með þessum launahækkunum. Við þurfum að finna leið til að greiða launin í sumar. Við höfum átt fyrir þessu þangað til núna en í sumar kreppir skóinn að. Þá eru í rauninni sjóðirnir tómir.“ Svört sviðsmynd fram undan Gunnar ítrekar að salan komi skólanum aðeins í gegnum sumarið. Ef ekki verði gripið inn í sé sviðsmyndin fram undan svört. „Þá sjáum við ekki fram á annað en að skera niður umtalsvert í nemendafjölda næsta haust. Sá niðurskurður mun svo hafa áhrif á framhaldsþjónustusamninga og að lokum gerist það að skólinn verður ekki lengur rekstrarhæfur þegar nemendafjöldinn er kominn niður í ákveðinn fjölda. Þetta ár sem átti að vera þrítugasta afmælisárið næsta ár gæti orðið okkar síðasta.“ Hann segir mikið í húfi fyrir menningarlífið en vonir eru bundnar við að ríkið komi skólanum til bjargar. „Þetta hljóðfæri er í raun ómetanlegt. Það mætti í raun segja að það væri 50 milljóna virði ef við viljum það. Sagan á bak við það er mjög flott. Þannig eins og ég segi þá er ég hálf klökkur að segja þér frá því að við þurfum að losa okkur við hann. Ég vona bara að það sé einhver fjársterkur aðili þarna úti sem er tilbúinn að borga okkur vel fyrir hann.“ Kennaraverkfall 2024-25 Skóla- og menntamál Tónlistarnám Tónlist Reykjavík Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
„Þetta lag samdi sögufræga tónskáldið Jórunn Viðar, mögulega á þennan flygil en flygillinn hefur verið í eigu Söngskóla Sigurðar Demetz undanfarin ár. Skólinn neyðist nú til að selja hann.“ Flygillinn hefur verið í eigu söngskólans frá því ári eftir að Jórunn lést 98 ára að aldri árið 2017 en hún átti þá langan feril að baki sem eitt merkasta tónskáld landsins. Til að mynda samdi hún tónlistina við kvikmyndina Síðasti bærinn í dalnum ásamt ótal sönglaga. Jórunn átti gripinn áratugum saman. Harmi sleginn Gunnar Guðbjörnsson, skólastjóri söngskólans segist vera harmi sleginn að þurfa að selja gripinn en fjárhagsstaða skólans varð óvænt slæm við nýja kjarasamninga kennara. „Í ár gerðist það að í staðinn fyrir þessa venjulegu fjögur til fimm prósent hækkun skall á okkur 16 prósent hækkun um miðjan vetur og hún var meira að segja að hluta til afturvirk til ársins 2024. Þar af leiðandi sit ég uppi með tíu milljóna króna tap á kennslunni. Það fylgir sá böggul skammrifi að stór hluti af launagreiðslunum okkar eru ekki fjármagnaðar með þessum launahækkunum. Við þurfum að finna leið til að greiða launin í sumar. Við höfum átt fyrir þessu þangað til núna en í sumar kreppir skóinn að. Þá eru í rauninni sjóðirnir tómir.“ Svört sviðsmynd fram undan Gunnar ítrekar að salan komi skólanum aðeins í gegnum sumarið. Ef ekki verði gripið inn í sé sviðsmyndin fram undan svört. „Þá sjáum við ekki fram á annað en að skera niður umtalsvert í nemendafjölda næsta haust. Sá niðurskurður mun svo hafa áhrif á framhaldsþjónustusamninga og að lokum gerist það að skólinn verður ekki lengur rekstrarhæfur þegar nemendafjöldinn er kominn niður í ákveðinn fjölda. Þetta ár sem átti að vera þrítugasta afmælisárið næsta ár gæti orðið okkar síðasta.“ Hann segir mikið í húfi fyrir menningarlífið en vonir eru bundnar við að ríkið komi skólanum til bjargar. „Þetta hljóðfæri er í raun ómetanlegt. Það mætti í raun segja að það væri 50 milljóna virði ef við viljum það. Sagan á bak við það er mjög flott. Þannig eins og ég segi þá er ég hálf klökkur að segja þér frá því að við þurfum að losa okkur við hann. Ég vona bara að það sé einhver fjársterkur aðili þarna úti sem er tilbúinn að borga okkur vel fyrir hann.“
Kennaraverkfall 2024-25 Skóla- og menntamál Tónlistarnám Tónlist Reykjavík Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira