Krabbamein er stórt orð Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar 27. mars 2015 07:00 Algengt er að það sé fólki mikið áfall að greinast með krabbamein þótt vissulega sé það einstaklingsbundið. Af stað fer ákveðið ferli þar sem fólk þarf tíma til að átta sig á því hvað felst í greiningunni, hver staða dagsins í dag er og hverjar framtíðarhorfurnar eru. Það þarf tíma til að sætta sig við þá stöðu sem upp er komin og tíma til að syrgja fyrra heilbrigði. Margvíslegar breytingar á lífsháttum og færni fólks geta haft gífurlegar afleiðingar á líðan og tilfinningalíf fólks. Það getur verið bæði erfitt og orkufrekt að laga sig að nýjum lífstakti. Þessar breytingar hafa ekki síður áhrif á fjölskylduna sem einingu en sjúklinginn sem einstakling. Veikindi eins fjölskyldumeðlims eru ekki bara áfall fyrir hann sjálfan, heldur líka fólkið sem stendur honum nær. Aðstandendur eru oft áhyggjufullir og vita ekki við hverju er að búast þegar kemur að sjúkdómsframvindu og hvaða hlutverki þeir geta gegnt í því ferli sem farið er af stað. Flestir aðstandendur vilja ekkert fremur en að styðja við ástvin sinn sem þeim frekast er unnt, en oft vita þeir ekki hvers konar stuðningur er gagnlegastur. Við það bætist að skert færni hjá einum í fjölskyldunni getur leitt til breytinga á fjölskyldumynstri á marga vegu. Fjölskyldumeðlimir, bæði börn og maki, þurfa oft að taka á sig nýjar skyldur og meiri ábyrgð en áður, samhliða því að hafa áhyggjur af velferð sjúklingsins. Þetta getur valdið spennu og ruglingi, ekki síst þegar hlutverkaskipan hefur verið í föstum skorðum árum, jafnvel áratugum saman. Að ná jafnvæginu getur því verið heljarinnar verkefni. Maki og börn geta upplifað sig ráðvillt og vanmáttug, sjúklingurinn sömuleiðis. Hvernig er best að haga málum svo að aðlögunin takist sem best? Að geta leitað stuðnings, talað um áhyggjur sínar, hugðarefni og sorgir við aðra manneskju er hverjum manni nauðsynlegt. Við sem manneskjur þurfum á öðru fólki að halda og aldrei er stuðningsnetið, sem fjölskyldan myndar saman, mikilvægara en þegar erfiðleika ber að garði. Að takast á við hlutina saman eykur möguleika allra til að komast yfir erfiðleikana og vinna úr þeim á heilbrigðan hátt. Stuðningsfélag Mörgum finnst þó óþægilegt að leggja nema visst á fólkið sitt. Ennfremur leiðir nálægðin af sér litla yfirsýn yfir málin á þeirri stundu sem þau gerast. Og suma hluti skilja aðeins þeir sem hafa gengið í gegnum þá sjálfir. Að geta leitað til manneskju, sem hefur staðið í sporum manns og er reynslunni ríkari getur því verið ómetanlegt. Að geta speglað sig í þeim sem hafa gengið í gengum svipaða hluti og komist í gegnum þá. Að fá spurningum sem brenna á manni svarað. Að sjá það með eigin augum að það er ljós við enda ganganna. Kraftur er stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem hefur greinst með krabbamein og aðstandendur þess. Hjá Krafti bjóðum við meðlimum upp á öflugt stuðningsnet þar sem allir stuðningsfulltrúar hafa farið á námskeið og haldið er utan um starfið af sálfræðingi sem býður handleiðslu og stuðning. Ennfremur býðst meðlimum Krafts að koma í stuðningsviðtal hjá sálfræðingi, kjósi þeir það fremur, en mörgum finnst gott að koma og tala við fagmanneskju í eitt til tvö skipti. Þegar áföll ber að garði er algengt að við mannfólkið verðum ráðvillt og eigum erfitt með að finna bestu leiðina til að takast á við þau. Fólki líður oft eins og því sé hent inn í aðstæðurnar án leiðbeininga, enda eru viðbrögð við áföllum ekki meðfædd og ekki eru þau kennd í skóla heldur. Ef erfiðlega gengur að finna taktinn á eigin spýtur er engin skömm að því að leita sér hjálpar til að læra þær aðferðir sem vænlegastar eru til árangurs og fá hlutlausa manneskju til að ljá sér eyra og stuðning. Frekari upplýsingar um bæði stuðningsnetið og sálfræðiþjónustu má finna á heimasíðu okkar, www.kraftur.org og á Facebook-síðu samtakanna, https://www.facebook.com/kraftur.org. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Sif Þorsteinsdóttir Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Algengt er að það sé fólki mikið áfall að greinast með krabbamein þótt vissulega sé það einstaklingsbundið. Af stað fer ákveðið ferli þar sem fólk þarf tíma til að átta sig á því hvað felst í greiningunni, hver staða dagsins í dag er og hverjar framtíðarhorfurnar eru. Það þarf tíma til að sætta sig við þá stöðu sem upp er komin og tíma til að syrgja fyrra heilbrigði. Margvíslegar breytingar á lífsháttum og færni fólks geta haft gífurlegar afleiðingar á líðan og tilfinningalíf fólks. Það getur verið bæði erfitt og orkufrekt að laga sig að nýjum lífstakti. Þessar breytingar hafa ekki síður áhrif á fjölskylduna sem einingu en sjúklinginn sem einstakling. Veikindi eins fjölskyldumeðlims eru ekki bara áfall fyrir hann sjálfan, heldur líka fólkið sem stendur honum nær. Aðstandendur eru oft áhyggjufullir og vita ekki við hverju er að búast þegar kemur að sjúkdómsframvindu og hvaða hlutverki þeir geta gegnt í því ferli sem farið er af stað. Flestir aðstandendur vilja ekkert fremur en að styðja við ástvin sinn sem þeim frekast er unnt, en oft vita þeir ekki hvers konar stuðningur er gagnlegastur. Við það bætist að skert færni hjá einum í fjölskyldunni getur leitt til breytinga á fjölskyldumynstri á marga vegu. Fjölskyldumeðlimir, bæði börn og maki, þurfa oft að taka á sig nýjar skyldur og meiri ábyrgð en áður, samhliða því að hafa áhyggjur af velferð sjúklingsins. Þetta getur valdið spennu og ruglingi, ekki síst þegar hlutverkaskipan hefur verið í föstum skorðum árum, jafnvel áratugum saman. Að ná jafnvæginu getur því verið heljarinnar verkefni. Maki og börn geta upplifað sig ráðvillt og vanmáttug, sjúklingurinn sömuleiðis. Hvernig er best að haga málum svo að aðlögunin takist sem best? Að geta leitað stuðnings, talað um áhyggjur sínar, hugðarefni og sorgir við aðra manneskju er hverjum manni nauðsynlegt. Við sem manneskjur þurfum á öðru fólki að halda og aldrei er stuðningsnetið, sem fjölskyldan myndar saman, mikilvægara en þegar erfiðleika ber að garði. Að takast á við hlutina saman eykur möguleika allra til að komast yfir erfiðleikana og vinna úr þeim á heilbrigðan hátt. Stuðningsfélag Mörgum finnst þó óþægilegt að leggja nema visst á fólkið sitt. Ennfremur leiðir nálægðin af sér litla yfirsýn yfir málin á þeirri stundu sem þau gerast. Og suma hluti skilja aðeins þeir sem hafa gengið í gegnum þá sjálfir. Að geta leitað til manneskju, sem hefur staðið í sporum manns og er reynslunni ríkari getur því verið ómetanlegt. Að geta speglað sig í þeim sem hafa gengið í gengum svipaða hluti og komist í gegnum þá. Að fá spurningum sem brenna á manni svarað. Að sjá það með eigin augum að það er ljós við enda ganganna. Kraftur er stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem hefur greinst með krabbamein og aðstandendur þess. Hjá Krafti bjóðum við meðlimum upp á öflugt stuðningsnet þar sem allir stuðningsfulltrúar hafa farið á námskeið og haldið er utan um starfið af sálfræðingi sem býður handleiðslu og stuðning. Ennfremur býðst meðlimum Krafts að koma í stuðningsviðtal hjá sálfræðingi, kjósi þeir það fremur, en mörgum finnst gott að koma og tala við fagmanneskju í eitt til tvö skipti. Þegar áföll ber að garði er algengt að við mannfólkið verðum ráðvillt og eigum erfitt með að finna bestu leiðina til að takast á við þau. Fólki líður oft eins og því sé hent inn í aðstæðurnar án leiðbeininga, enda eru viðbrögð við áföllum ekki meðfædd og ekki eru þau kennd í skóla heldur. Ef erfiðlega gengur að finna taktinn á eigin spýtur er engin skömm að því að leita sér hjálpar til að læra þær aðferðir sem vænlegastar eru til árangurs og fá hlutlausa manneskju til að ljá sér eyra og stuðning. Frekari upplýsingar um bæði stuðningsnetið og sálfræðiþjónustu má finna á heimasíðu okkar, www.kraftur.org og á Facebook-síðu samtakanna, https://www.facebook.com/kraftur.org.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar